Nauðsynlegar aðgerðir STRAX

Í ljósi þeirrar reynslu sem fyrir liggur frá síðustu gjaldþrotahrynu hér, á árunum 1985 - 1992, er ljóst að STRAX þarf að setja reglur sem koma í veg fyrir óþarfa erfiðleika þeirra sem lenda í vandræðum með skuldir sínar.

Byrja þarf á því að setja reglur sem banna fjárnám í íbúðum fólks fyrir öðrum lánum en þeim sem beinlínis voru tekin til kaupa á íbúðinni, eða til stórfelldra endurnýjunar eða viðgerða á henni.

Þetta er mikilvægt vegna þess að í hrynunni ´85 - ´92, var gífurlega mikið um það að lögfræðingar færu með fjárnám inn á íbúðir, þó ákvílandi væru skuldir á þeim sem fyrirsjáanlega væru hærri en mögulegt söluverð íbúðanna á nauðungarsölu. Þetta gerðu lögmenn til að setja pressu á um greiðslu krafna sinna, í von um að fá frekar kröfuna greidda svo viðkomandi missti ekki íbúð sína.

Afleiðingar þessa urðu þær að margfallt fleiri misstu heimili sín en brýn nauðsun bar til. Auk þess var fólk iðulega í verri stöðu til greiðslu afborgana af lánum, þegar það hafði verið svipt heimilinu, fyrir einungis brot af því raunvirði sem það var í eðlilegri sölu. Skuldirnar lækkuðu hins vegar ekki nema um hluta af hinu lága söluverði, því lögfræð- og uppboðskostnaður tók verulegan hluta af söluverðinu.

Þessar harkalegu innheimtuaðgerðir urðu því fyrst og fremst mikil tekjulind fyrir lögfræðinga, en juku verulega á erfiðleika þeirra sem í fjárhagserfiðleikum voru.

Þegar af stað fer svona samdráttarferli í tekjuumhverfi, sem nú er fyrirsjáanlegt, er mikilvægast að forða svo sem hægt er að afleiðingar þess lendi á börnunum. Nauðungarsala á íbúðum á því að vera ALGJÖRT neyðarúrræði, sem ekki sé gripið til nema skuldari sýni enga viðleitni til að takast á við lausn vandans. Til þess að auðvelda endurskipulagningu skuldamála og jafna stöðu annara lánadrottna en þeirra sem lánað hafa til íbúðarkaupa, er AFAR nauðsynlegt að setja ALGJÖRT bann við við skráningu fjárnáma á íbúðir, fyrir skuldum sem eru ekki teknar til fjármögnunar þeirra.

Jóhana telur ekki ráðlegt að afnema verðtrygginguna. Ef krónan á að vera á floti, þarf að skapa henni eitthvert grundvalarviðmið. Það getur ekki gengið, vegna jafnræðisreglu stjórnarskrár, að krónan hafi ekki sama stofngildi í eignum hver sem eigandi krónunnar er. Ef ég legg fram 5 milljónir til kaupa á eign, en fæ aðrar 5 milljónir lánaðar hjá banka, eiga allar þessar milljónir að hafa sama verðgildi. Ef stjórnvöld setja reglur um að milljóir bankans  skuli bera einhverja verðtryggingu, verður sú verðtrygging líka að ná til milljónanna sem ég lagði fram. Annað er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár.

Önnur hlið er líka á reglunum um verðtryggingu. Alþingi er ekki heimilt að framselja aðilum úti í þjóðfélaginu vald til þess að ráða verðgildi krónunnar í viðskiptum milli aðila í þjóðfélaginu. Þetta vald er Alþingi einu ætlað og engar framsalsheimildir þar á.  Þess vegna er Alþingi ekki heimilt að framselja viðskiptalífinu vald til verðskráningar krónunnar í viðskiptum milli aðil innan þjóðfélagsins, eins og gert er með því að binda ákveðna notkun hennar við verðgildi neysluverðsvísitölu.

Margir fleiri vankantar eru á þessari svokölluðu verðtryggingu okkar og má lesa um það í pistlum hér á þessari síðu.                      

  

            


mbl.is Erfitt að afnema verðtryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 165772

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband