Ekki millifæra íslenskar krónur meðan ástandið er svona

Ég er svolítið hissa á ef fólki sem dvelur í útlöndum hefur ekki verið bent á að breyta íslensku krónunni hér heima í þá mynt sem þeir þurfa að nota. Leiðir til að senda gjaldeyri héðan eiga ekki að vera lokaðar, því til slíks eru fleiri en ein leið. Neyðarleið væri að fá utanríkisráðuneytið til að senda greiðsluna í viðkomandi sendiráð, á nafni þess sem á að fá peningana.

Flestir hljóta að hafa einhvern hér á landi sem getur annast slíka úttekt og gjaldeyriskaup í bönkunum okkar, og þá notað Nýja Landsbankann, hraðsendingar, eða ráðuneytið, til að koma gjaldeyrinum í réttar hendur.

Tregðan virðist vera í því að erlendir aðilar taki ekki við sendingum á ísl.krónu og breyti henni í mynt viðkomandi lands. Hér heima ætti gjaldeyriskaup vegna svona framfærslumála að hafa forgang.                   


mbl.is Námsmenn enn í erfiðleikum með millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei,nei þetta er nú ekki svona auðvelt.

Þegar ekki er til gjaldeyrir á Íslandi hvað á þá að senda..

Ég sjálf er öryrki og búin að búa hér í Danmörku í 6 ár. Svo það eru ekki bara námsmenn sem eru í kreppunni.

Hér er allt lokað þó svo maður eigi bætur heima á Íslandi nær maður þeim ekki út.

Það er bara lokað á mann eins og glæpamann um hábjartan dag..

Ástandið er búið að vera miklu lengur hjá okkur sem búum erlendis.. Því við erum búin að glíma við þessa kreppu með gengið frá því í febrúar..

 kveðja frá Esbjerg Dóra

Dóra Esbjergbúi (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 10:42

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Eitthvað í þessari lýsingu þinni passar ekki, því ef reikningar þínir eru hér í bönkunum, venjulegir innlánsreikningar, á ekkert að vera lokað í sambandi við þá. Það ´að vera hægt að taka íslenskar krónur út af þeim reikningum og kaupa fyrir þær krónur gjaldeyrir hér heima og senda gjaldeyririnn út, eins og ég bendi á.

Það er raunar ekki yfirfljótandi gjaldeyrir hér á landi, en ykkar þörf er ein af forgangsþáttum afgreiðslu gjaldeyris, þannig að það er varla löng bið í Landsbanka eða Seðlabanka, eftir svona litlum upphæðum.

Guðbjörn Jónsson, 15.10.2008 kl. 11:12

3 identicon

Sko eins og staðan er hjá mér, námsmaður í Bretlandi þá stofnaði ég reikning hjá Glitni í breskum pundum til að tryggja að ég ætti alltaf 500 GBP á mánuði til að lifa af og yrði ekki háð gengissveiflum.

Svo millifærði ég mánaðarlega yfir á debetreikninginn minn og gat þá tekið út með debetkortinu hérna úti.

 Vandinn er núna að til að geta millifært milli reikninga mína í netbankanum þarf að fara í gegnum gjaldeyraviðskipti og það er lokað fyrir gjaldeyraviðskiptum í netbankanum. Ég á pening til ráðstöfunar á reikningnum en get ekki millifært fyrr en opnað er aftur fyrir gjaldeyraviðskiptum í netbanka.

Helen Simm (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 12:59

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Vandinn sem hefur verið til staðaar stafar tvímælalaust frá því að hinir nýju bankar sem teknir eru við starfseminni á Íslandi, og öllum inneignunum þar með, eru ekki enn orðnir skráðir í hið flæðandi gjaldeyriskerfi okkar heimshluta. Tölvukerfi bankanna úti þekkja því ekki kennitölur þeirra. Slík skráning og staðfesting, ásamt hinum nauðsynlegu grunntryggingum, tekur alltaf nokkurn tíma, einkanlega vegna þess að það eru ekki bara við sem erum í þessum bankavandræðum.  Þetta tekur ekki marga daga, en neyðarleið fram hjá þessari hindrun er leiðin sem ég bendi á  í pistlinum, því slík sending gjaldeyris t. d. með aðstoð ráðuneytis  á að vera örugg, en ætti samt ekki að notast nema í neyðartilfellum. Bein sending gjaldeyris t. d. í gegnum Landsbanaknn, sem virðist búinn að fá samþykkta línu, á líka að vera fær, t. d. fyrir viðskiptavini Kaupþings, að taka út peningana í útibúi Kaupþings hér, kaupa gjaldeyri og senda hann eftir línu Landsbankans til viðkomandi aðila úti. Muna bara að fá uppgefið  hjá Landsbankanum í hvaða banka þetta fer úti.

Guðbjörn Jónsson, 15.10.2008 kl. 13:47

5 identicon

En hvað með okkur hin sem ekki eru með reikning hjá Kaupþing eða Landsbanka? Hvað með okkur námsmenn?

Helen SImm (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 15:51

6 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Lestu betur það sem ég var að segja í þessum skrifum. Nýi Glitnir er þegar tekinn til starfa, svo gjaldeyrislína ætti fljótt að opnast hjá honum, en sé þörfin brýn, er reynandi að fara þá neyðarleið sem ég bendi á.

Guðbjörn Jónsson, 15.10.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 165584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband