Þetta hefur nú verið kallað að leika tveim skjöldum

Ég velti fyrir mér hvort Gordon Brown muni greiða þessari tillögu atkvæði sitt. Verði svo, eru Bretar óáreiðanlegri en íslenska veðrið. Annað er líka athyglisvert. Ég held að það hafi verið í gær sem Geir H. Haarde, var sagður hafa kynnt árás Breta fyrir framkvæmdastjóra ESB. Ef ég man rétt hafi hann svarað, að ríkin yrðu sjálf að gera upp deilur sínar.

Hvaða meining er t. d. í þessari boðuðu yfirlýsingu? Ætla þeir að fordæma að stærsta fyrirtæki Íslands sé rústað, að ósekju, með lögum til varnar  hryðjuverkum? Ætla þeir að leggja fram tillögur til endurreisnar þessa fyrirtækis, sem eyðilagt var og að Íslandi verði bættur sá skaði sem því var valdið, að ástæðulausu?

EÐA, eru þetta bara falleg orð á blaði, til þess ætluð að skapa þessum aðilum þægilegri fjölmiðlaumfjöllun?                         


mbl.is ESB-leiðtogar styðja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Var að lesa það að lögin eru ennþá í gildi á Landsbankann sem Gordon Brown skilgreinir sem Anti-terrorism og vill engu að síður lána þessum hryðjuverkamönnum 100 milljónir punda ... uhhhhhhh ? hver vill lána "hryðjuverkamönnum" peninga ? Gordon Brown er búinn að fremja landráð gagnvart Bretlandi, hvorki meira né minna! minni enn og aftur á mína skoðun um þetta mál hérna

Sævar Einarsson, 16.10.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband