Alvarleg hætta á ferðum ef fjármálafyrirtæki ganga fram af hörku.

Óneitanleg er afar mikil hætta á alvarlegum aðgerðum lánastofnana. Komandi samdráttur í þjóðfélaginu mun ótvírætt þrengja að greiðslugetu fjölmargra fjölskyldna. Í því samhengi munu harðar lögfræðiinnheimtur litlum sem engum árangri skila lánastofnunum.

Þessi hætta stafar fyrst og fremst af því að engir núverandi stjórnendur fjármálafyrirtækjanna, hafa reynslu af hörmungatímabilinu 1982 - 1992. Væri sú reynsla til staðar innan fjármálastofnana nú, mundi líklega enginn stjórnandi þeirra láta sér detta í hug að gefa svör eins og nú eru að birtast.

Vandinn sem við var að fást á fyrrgreindu tímabili, var einungis lítið brot af þeim vanda sem framundan er að leysa nú. Því væri verðugt fyrir stjórnendur fjármálastofnana að kynna sér það gífurlega tap sem fjármálastofnanir þurftu að bera SJÁLFAR, vegna óábyrgra og óraunsærra innheimtuaðgerða.

Farsælla er, og margfallt kostnaðarminna fyrir fjármálastofnanir, að taka sjálfar til endurskoðunar endurgreiðslugetu lántakanna, með hliðsjón af lengingu lána, eða hugsanlegum afskriftum hluta höfuðstóls, frekar en fara í dýrar lögfræðiinnheimtur, sem yfirgnæfandi líkur eru á að verði að þeirra eigin kostnaði.

Ef halda á í hámarki, getu lántaka til að greiða skuldir sínar, er mikilvægast að ganga ekki þannig fram að lántakinn missi heilsuna og þar með getuna til tekjuöflunar. Þá hafa harðar, óraunsæjar og ómanneskjulegar innheimtur afar niðurbrjótandi áhrif á þann sem fyrir þeim verður. Slíkt niðurbrot slekkur afar fljótt á virðingu skuldara fyrir skuldareiganda og lokar þar með, í afar mörgum tilvikum, möguleikum skuldareiganda til að fá skuld sína greidda.

Ég hef, nú fyrir nokkrum dögum, send forsætis- og viðskiptaráðherrum áskorun, um að setja reglur sem banni fjárnám og nauðungasölur íbúða, vegna annarra skulda en stofnað var til vegna kaupa á eigninni eða stórfelldri endurnýjun eða viðhaldi.

Mikilvægt væri, ef einhver tæki að sér sem til þess hefur búnað og getu, að setja á fót undirskriftasöfnun á netinu, þar sem samskonar áskorun er send ríkisstjórn og Alþingi.  Vona ég að einhver sjái sér fært að setja slíka áskorun af stað. Oft hefur verið þörf á samstöðu fólks til varnar heimilum, ásamt skóla- og vinaumhverfi barna, en nú er nauðsyn brýn.                   


mbl.is Hvert tilfelli skoðað og komið til móts við fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 166055

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband