16.10.2008 | 21:16
Dylgjur að hætti götustráka ?????
Athyglisverð yfirlýsing frá leiðtogafundi Evrópusambandsins. Eins og oftast er með svona samkomur, þá er búið að fara yfr málin áður en ráðherrarnir setjast niður, kanna efnisþættina og stilla upp niðurstöðunni, miðað við fyrirliggjandi efnisþætti.
Í fréttinni er sagt að síðustu setningu yfirlýsingarinnar hafi verið bætt inn í uppkastið eftirá, sem þýðir að einhver leiðtoganna hefur ekki viljað samþykkja uppkastið eins og það var samið, miðað við þær efnislegu forsend ur sem fyrir lágu.
Líklega þvælist nú ekki fyrir Íslendingum að átta sig á hvaða leiðtogi, í þessum hópi, hafi ekki viljað samþykkja stuðningsyfirlýsingu við Ísland, án þess að hnýta í enda hennar órökstudda mannorðsskemmandi gróusögu.
Fróðlegt væri að fá staðfestingu frá framkvæmdastjóra ESB hvaða alþjóðlegar skuldbindingar íslensk stjórnvöld hyggist ekki uppfylla. Best væri ef einhver íslenskur fjölmiðill óskaði þessara upplýsigna og óskaði jafnframt eftir afriti af þeirri tilkynningu íslenskra stjórnvalda sem þessi umrædda síðasta setning yfirlýsingarinnar er byggð á. Varla setja leiðtogarnir svona alvarlega ásökun í ýfirlýsingu án þess að hafa haldbæra sönnun fyrir ásökun sinni.
Ég á svo sem ekki von á svari, en það staðfestir einfaldlega valdhroka fámenns hóps Evrópuleiðtoga, sem tilbúnir eru að troða á mannorði smáþjóðar, til að þurfa ekki að átelja klúbbfélaga fyrir níðingsverk.
Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 165583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Sammála öllum síðustu greinum þinum við sem erum búin að tóra siðana um miðja síðustu öld munum þetta allt hvernig væri að við stofnuðum núna almennilegan þrýstihóp til þrýsta á svona mál. Nokkurskonar Sigtúnshóp
Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.10.2008 kl. 21:32
Sæll Jón Aðalsteinn! og takk fyrir innlitið og ummælin.
Mér litist vel á að stofna svona þrýstihóp eða samtök, en nú er ég orðinn svo lélegur til heilsunnar að ég get bara röflað svolítið við tölvuna, svona með hvíldum. En mikið væri það uppörvandi ef fólk gæti nú þjappað sér saman til hagsbóta fyrir fjöldann. Það væri hægt að ráðast gegn verðtryggingunni í leiðinni.
Guðbjörn Jónsson, 16.10.2008 kl. 21:47
Þeir eru að þjóna hagsmunum Breta. Mér finnst lítið leggjast fyrir Samfylkinguna að fagna svona lítillækkun. Það heitir að kyssa á vöndinn.
Sigurður Þórðarson, 16.10.2008 kl. 22:33
Sæll Sigurður! Takk fyrir innlitið. Ég er sammála þér. Í ljós er komið að uppkastið að yfirlýsingu var samið af forsætisráherrum Danmerkur og Svíþjóðar en Gordon Brown bætti við síðustu setningunni, til að lítillækka okkur. Að allir hinir skyldu samþykkja þessa aðdróttun að stjórnvöldum okkar, án trúverðugra heimilda, er eingöngu þjónkun við Breska hagsmuni.
Guðbjörn Jónsson, 17.10.2008 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.