17.10.2008 | 16:25
Réttlætingar á ofbeldinu leitað
Víst ber að fagna þessari yfirlýsingu Breta, en líta samt á hana sem neyðarútgang þeirra úr því öngstræti sem forsætisráðherra þeirra var búinn að koma sér í.
Mér finnst mikilvægt að við sýnum þann karakterstyrk að ásaka ekki almenning í Bretlandi fyrir þann kjánaskap sem forsætisráðherra þeirra varð uppvís að. Við fundum til sársauka innra með okkur yfir því að vera ranglega ásökuð um þætti sem við, sem venjulegir borgarar, komum hvergi nærri. Þess vegna skulum við sýna þann styrk að hegna ekki venjulegum borgurum Bretlands fyrir þær aðgerðir sem þau áttu engan þátt í að ákveða.
Leiðin til baka, fyrir Gordon Brown, úr öngstæti aurdrullu og óþverraskapar, er einungis ein. Hann verður að biðja Íslensku þjóðina opinberlega afsökunar á rangfærslum sínum og heiftaraðgerðum, byggðum á óstaðfestum fregnum. Minnum hann stöðugt á afsökunarþáttinn með tölvupósti, þar til afsökunin kemur opinberlega fram.
Hann getur hugsanlega meðhöndlað fjölskyldu sína með álíka ruddaskap, en hann hefur ekki lagt fram neina rökstudda ástæðu fyrir þeirri taugaveiklun og óðagoti sem hann sýni í heiftaraðgerðum sínum gegn landi okkar.
Við skulum bíða kurteis og hljóð eftir réttlætingu hans, eða afsökun, en ekki láta almenning í Bretlandi gjalda kjánaskapar hans.
Bretar útskýra takmarkanir á viðskiptum við Landsbankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Enginn sakast við almenning í Bretlandi. Þvert á móti, við eigum að fá hann í lið með okkur og hrekja brún frá völdum. Það ætti að kenna frekjuþjóðum að láta okkur í friði. Ég held að nokkrar heilsíðuauglýsingar í götublöðunum myndu gera trikkið. Þegar fólk fer að gruna að maðkurinn sé í mysingnum, fer hann að snuðra og sannleikurinn kemur í ljós.
Villi Asgeirsson, 17.10.2008 kl. 20:21
Enn roluskapurinn að kalla ekki íslenska sendiráðið heim og senda Breska sendráðs í burtu af landinu? Svo að halda áfrm sambandi með mjög formlegum hætti. Mér finnst vaðið,yfir íslendingar hver um annan þveran, af útlendingum. Hvar er fólkið sem tók ákvarðaanir þjóðinni fyrir bestu og það með var málið útrætt.
Óskar Arnórsson, 18.10.2008 kl. 14:07
Það sem kemur mér fyrir sjónir sem mesti aumingjaskapurinn í þessu máli, er að það hefur ekki komið neitt almennilegt frá Íslenskum stjórnvöldum í þá átt að þeir setji sig á móti þessum aðgerðum Breskra stjórnvalda, heldur er þagað þunnu hljóði og Íslensk stjórnvöld kyngja drullunni og viðbjóðnum frá þeim Bresku eins og ekkert sé. Við eigum að hafa einhvern til staðar sem talar okkar máli og leiðréttir rangfærslur. Íslensk stjórnvöld verða að fara að gera sér grein fyrir að PR er sífellt að verða mikilvægari þáttur í samskiptum við aðrar þjóðir.
Jóhann Elíasson, 18.10.2008 kl. 14:44
Mér sýnist hér vera á ferðinni sami roluskapurinn og gerði bönkunum kleift að yfirkeyra eins svakalega og raun er nú orðin, getu þjóðfélagsins til að vera bakhjarl þessara miklu skuldsetninga. Líklega eru þeir hnípnir og kjarklitllr; eiga líklega von á að verða skammaðir opinberlega fyrir vanræksluna, ef þeir láti mikið á sér bera.
Svona einkenni eru þekkt hjá þeim sem finna, innra með sér, til eigin vanrækslu.
Guðbjörn Jónsson, 19.10.2008 kl. 11:29
Þessir bankaeigendur tóku þessi lán gagngert til að setja upp ómögulega stöðu. Þeirvrændu Glitni. Bankastjóri lenti í hálfgerðum áflogum vi Jón Ásgeir þegar hann var að hreinsa ymsa sjóði og ábyrgðarbréf..t.d.
Þeta er planeruð "vanræksla", ekkert óvart í þessu máli...og þeim er alveg skítsama um umræðuna um þetta..
Óskar Arnórsson, 19.10.2008 kl. 11:47
Sæll Óskar! Mér sýnist þessar sögur, í þessari síðustu færslu þinni, eiga upptök sín hjá aðila sem ekki hefur hugmynd um hvernig svona bankastarfsemi fer fram. Ég mun því ekki segja neitt um þessa færslu þína.
Líði Þér vel. kv. G.J.
Guðbjörn Jónsson, 19.10.2008 kl. 12:45
'eg þekki til persónulega, eða þekkti starfsfólk Glitnis, og það það getur verið að að allir í bankanum skilji ekki allt. Enn svona gekk þetta fyrir sig. 'eh stend að vísu með Jóni Ásgeiri og á móti Davíð.
Davíð þurfti ekki að standa að þessu svona. BB þarf ekki að senda beiðni til hálvitans, Valtý saksóknara. Hann kann ekkert og mun líklegast bara henda þessu máli. Kannski var Jón Ársgeir í fullum rétti, ekki veit ég...
Óskar Arnórsson, 19.10.2008 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.