Engin vetlingatök á svona málum.

Við eigum ekki að taka neinum silkihönskum á svona málum. Þau eiga tafarlaust að fá flýtimeðferð hjá dómstólum. Dæma á tafarlaust til refsingar, erlenda aðila sem brjóta alvarlega af sér, vísa þeim úr landi strax að lokinni afplánun og setja á þá 100 ára endurkomubann.

Þetta er harður kostur, en ef fólki eru kynnt þessi skilyrði þegar þau koma til landsins, er það þeirra val að ganga inn á þessa refsibraut og verða þá að taka þeirri refsingu sem því fylgir.

Eðlilega þarf að taka öðruvísi á málum ríkisborgarar þjóðar okkar, því þeim er ekki hægt að vísa úr landi. Afbrot og ofbeldi gagnvart lögreglu á þó að hafa í för með sér mjög alvarlega refsingu og stranga huglæga endurhæfingu.

Svona afgerandi og ákveðin framganga gagnvart erlendu fólki sem ekki vill virða leikreglur samfélags okkar, er afar nauðsynleg. Hraður og ákveðinn dómur, með tafarlausri brottvísun og endurkomubanni, að lokinni afplánun, losar hinn mikla fjölda heiðarlegra erlenda borgara, sem hér dvelja, úr umræðum sem þau eiga engan þátt í að skapa.          


mbl.is Grafalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já vísa þeim strax úr landi, en innlendum aðilum sem ráðast á lögreglu á að stinga bak við lás og slá og henda lyklunum!

Guðbjörg (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 13:41

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sammála síðasta ræðumanni.

Jóhann Elíasson, 19.10.2008 kl. 13:57

3 identicon

Sammála öllu sem hér hefur verið ritað!!!

Axel (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband