Hverjir eru mestu sökudólgarnir ????

Margir eru uppteknir þessa dagana við að leita sökudólga, til að refsa fyrir þær hamfarir sem yfir þjóðfélag okkar hafa gengið undanfarna daga.

"Maður líttu þér nær". - "Þú sérð flísina í auga bróður þíns en þú sérð ekki bjálkann í þínu eigin auga". - Þetta eru tvö gömul máltæki sem ævinlega eru sem ný og eiga alltaf við. Við sjáum hin smæstu atriði sem við teljum til sakfellingar hinum og þessum aðilum í þjóðfélaginu, en við forðumst að líta í eigin barm og skoða hver ábyrgð okkar sjálfra er.

Vissum við ekki að erlendar skuldir voru að aukast hættulega mikið? Við höfum þó verið minnt reglulega á það, nokkrum sinnum á ári, undanfarin þrjú ár. Á þeim tíma jukust erlendar skuldir úr u. þ. b. 1.600 milljörðum, um mitt ár 2004, í u. þ. b.  11.000 milljarða í ágúst á þessu ári. Af hverju þögðu allir sem mótmæla nú? Voru þeir í fríi frá því að gæta langtímahagsmuna fjölskyldu sinnar? - Langtímahagsmunir fjölskyldu byggjast á því að sjá sem skýrast fyrir langtímavelferð þjóðfélagsins.

Það er svo skrítið að Davið, skynjaði hættuna; líklega af því að hagfræðingar Seðlabankans hafi sagt honum frá því. Á síðustu árum talaði hann um þessa hættu í ræðum sínum sem seðlabnkastjóri, en svo virðist sem enginn hafi hlustað. Ekki einu sinni þeir sem nú mótmæla og telja það fyrsta verk að reka Davíð.

Til þess að hægt hefði verið að bregðast við, hefðu þingmenn þurft að hafa skilning á því sem Davíð o.fl. voru að segja. Og breyta lagaumhverfi þannig að hægt væri að stöðva þá óheillaþróun sem komin var af stað, vegna óvitaskapar stjórnenda bankanna.

Mikilvægasta verkefni Alþingis er að setja samfélaginu lagareglur, til leiðsagnar að þeim markmiðum sem þjóðfélagið á að stefna að; og hafa eftirlit með því að þær lagareglur séu virtar. Til einstakra eftirlitsþátta er ráðuneyti og ýmsar eftirlitsstofnanir, s. s. Fjármálaeftirlitið Ríkisendurskoðun o. fl. stofnanir.

Endanlega eftirlitið með þessu öllu er samt ævinlega í höndum alþingismanna sjálfra, þá einkanlega þingmanna stjórnarflokkanna. Endanlega ábyrgðin á að gagnrýna það sem miður fer, er þó eðlilega í höndum þingmanna stjórnarandstöðunnar, þar sem þeirra er að gæta þess að stjórnarmeirihlutinn spilli ekki grundvallarhagsmunum þjóðarinnar.

Þegar við leitum að sökudólgum þess að svona fór fyrir þjóð okkar, virðist ljóst að líta þarf til margra átta. Álitamál er hvort Davíð á meiri sök á því hvernig komið er, en þeir menn eiga sem settu hann í þá stöðu sem hann gegnir. Það er varla óvitanum að kenna að hann setjist undir stýrir á rútu, fullri af fullorðnu fólki, og aki henni út í móa. Ábyrgðin hlýtur að vera þeirra sem létu það gerast.

Með þessu er ég ekki sérstaklega að verja Davíð, en ég tel hann ekkert hafa til þess unnið að verða píslarvottur og þar með sleppa við eðlilega umræðu um ýmis verk á valdatíð sinni.

Að mínu viti snýr mikilvægið að því hvernig þjóðin sjálf, tekur á þeim bresti á ábyrgð og árvekni sem stjórnmálamenn okkar hafa sýnt á undanförnum árum. Ef við höldum áfram að sofa og láta afleiðingar andvalaleysis þeirra yfir okkur ganga, án þess að þeir þurfi að axla á því ábyrgð, erum við að segja að við, þjóðin í landinu, séum samábyrg þeim sofandahætti sem viðgengist hefur gagnvart öfga og spillingaröflum sem steypt hafa þjóðinni í botnlaust skuldafen á fjórum árum.

Gerum við það, getum við illa mótmælt því áliti erlendra þjóða við við séum óábyrg í fjármálum og því ekki viðskiptahæf.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Guðbjörn við getum ekki gert alla þjóðina að sökudólgum fyrir hamförum þjóðarinnar.Þar bera undanfarnar ríkisstjórnir,Seðlabankinn,fjármálaeftirlitið og náttúrlega bankarnir höfuð ábyrgð á hvernig komið er.Þar mætti hreinsa til á hverjum bás.Mér virðist ljóst að þurfi að rannsaka þessi mál til botns ,hvers konar fjársvikamál og mútur eru grassandi hérlendis eins og annars staðar í heiminum.Við þurfum að fá erlenda sérfræðinga til annast slíkar rannsóknir.

Kristján Pétursson, 19.10.2008 kl. 22:08

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Kristján!  Þakka þér fyrir innlitið og athugasemdina.   Með þeirri hugleiðingu sem ég setti á blað var ég ekki að draga þjóðina fram sem sökudólg, heldur vekja athygli því að margir reyndu að aðvara þjóðina en hún vildi ekki hlusta. Það í sjálfu sér er ábyrgðarhlutur, því engin von er til þess að kjörnir einstaklingar, margir með litla sem enga reynslu eða skilning á rekstri þjóðfélags, beri stöðugt virðingu fyrir því starfi sem þeir fá ekkert aðhald í. Svo er og með stjórnendur ráðuneyta og ýmissa opinberra stofnana. Þeim hefur liðist að fara sínu fram, vegna þess að þjóðin hefur verið of værukær og ekki gætt réttinda sinna. Fyrir það getur þjóðin ekki ásakað aðra en sjálfa sig.

Við erum ekki löghlýðið fólk Kristján. Það veist þú. Þess vegna eigum við að vita að við þurfum að hafa gát á þeim sem valsa um eigur okkar og skuldsetja okkur, í umboði okkar, með réttu eða röngu. Við getum ekki fært varúðar og öryggisþátt vegna langtíma hagsmuna fjölskyldu okkar, yfir á einhvern óviðkomandi. Slík varúð er og verður ævinlega hlutverk hvers og eins okkar; ekki kjörinna fulltúa.

Mér þætti leitt ef svo harkalega yrði gengið að Davíð einum, að hann öðlaðist einskonar stöðu píslarvotts, og þar með yrði umtalsvert erfiðara að taka hans hlutverk til eðlilegrar skoðunar, þegar mesta hloskeflan er liðin hjá og þjóðin komin úr mestu sárunum. Davíð hefur margt gert í þessu þjóðfélagi, en þó er líklega áhrifamest að fjalla um það sem hann gerði EKKI.

Ég á eftir að segja margt um nýliðinn áratug síðar, þegar rykið fer að falla, eins og Geir H. Haarde orðaði það. Að kryfja málin nú, væri til lítils gagns, þar sem þjóðin er upptekin við að ná vopnum sínum til að lifa sem eðlilegustu lífi.

Ég er sammála þér að það á að fá erlenda aðila (og vanda vel til vals þeirra) til að rannsaka alla þætti þessara mála. EN, mikilvægast af öllu er að þjóðin átti sig á þeim lærdómi sem hún á að draga af þessum hörmungum.  Hún þarf að breyta hugsun sinni gagnvart pólitík  og vera  vakandi lýðræðisgrasrót, sem gagnrýnir þingmenn harkalega ef þeir eru ekki opinskáir hreinskilnir og heiðarlegir í störfum sínum. Til þess að slíkt skili tilætluðum árangri, þarf einnig að ná fram umtalsverðri endurhæfingu varðandi fréttaflutning og umræður í fjölmiðlum, en þar liggur t. d. einn liður þess hve óáreittir þessir aðilar fengu að vera við iðju sína, að kafsigla þjóðarskútunni.    Með kveðju, G.J.

Guðbjörn Jónsson, 19.10.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband