Einkennilegt að segjast geta leyst vandamálin framundan, þegar það eru vandamálin sem urðu til á undanförnum árum

Ég vil byrja á að segja, að ég óska Ingibjörgu Sólrúnu góðs bata og farsældar, þó ég sé ekki trúaður á mikilvægi Samfylkingarinnar í þeim erfiðleikum sem við er að glíma. Ég vil þó taka fram, að ég ber mikla virðingu fyrir framgöngu Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, í þeim hamförum sem gengið hafa yfir þjóðina.

Það er rétt hjá Ingibjörgu að margt hafi verið gert rangt á síðustu 10 árum. Hins vegar skiptir það sköpum, að erlendar skuldir þjóðarinnar voru látnar, meira en tvöfaldast á síðastliðnum tveimur árum; einmitt árunum sem Samfylkingin sat við stýrið og bar ábyrgð á siglingunni. Erlendar skuldir á miðju ári 2006 voru u.þ.b. 5.000 milljarðar, en eru nú líklega nálægt 12.000 milljörðum.

Gera verður þá grundvallarkröfu til stjórnmálamanna, að nú hætti þeir orðagjálfri og sýndarvirðuleika, en gefi þjóðinni haldbærar skýringar á því hvers vegna þeir létu þetta gerast, þó aðvaranir dyndu yfir þá úr öllum áttum.

Ef þeir geta ekki skýrt fyrir þjóðinni hvers vegna þeir brugðust ekki við ítrekuðum aðvörunum, geta þeir vart búist við að þjóðin beri traust til þeirra við að stýra þjóðfélaginu gegnum öldurót komandi tíma. Nú verða þeir, FYRIRFRAM að ávinna sér traust þjóðarinnar, með því að skýra skilmerkilega frá því hvernig þeir hyggist stýra efnahagsmálum komandi árs, til að byrja með. Framhaldið kemur síðar ef traust skapast fyrir komandi ári.

Og þeir þurfa líka að skýra hvernig þeir ætli að endurskipuleggja líffskilyrði í þjóðfélaginu, þannig að eignarýrnun og eignatilfærslur verði í því lágmarki sem hægt er. Einnig þarf STRAX að bregðast við með sköpun atvinnutækifæra, sem skapa gjaldeyri (ekki verið að tala um álver), auk þess sem stýra þarf svo sem kostur er niðurskurði á verslun og þjónustu, þannig að ekki skapist ringulreið eða hrun.           


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erfiður vetur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ætli stjórnarherrunum og frúnum hafi ekki þótt þægilegra að "troða bara marvaðann" og fljóta bara að feigðarósi með straumnum en að synda á móti honum?

Jóhann Elíasson, 21.10.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband