Athyglisverð svör frá fyrrverandi viðskiptaráðherra.

Mér finnst athyglisvert að heyra þessi svör hjá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sem í valdatíð sinni undirbyggði það hrun sem nú er orðið staðreynd, með afskiptaleysi af þeirri óheillaþróun sem nú er orðin opinber.

Ég á afrit af þremur bréfum sem ég ritaði henni, þar sem ég benti á óásættanlega framgöngu bankanna okkar. Að vísu svaraði hún aldrei þessum bréfum, en tölvupósturinn staðfesti að þau hefðu komist til skila.

Það verður að segjast að það vekur sérstakann ugg hjá mér, hve lítið virðist um raunhæfa þekkingu hjá þorra Alþingismanna, á stjórnun efnahagsmála þjóðfélags okkar.

Önnur af meginskyldum Alþingis er að stjórna rekstri þjóðfélagsins, hin er að semja lög og setja leikreglur um réttarstöðu og samskipti þegnanna.

Sé raunin sú, sem nú virðist augljósara með hverjum deginum sem líður, að meginþorri stjórnmálamanna hafi enga þekkingu á því sem er að gerast; engann mandóm til að staðfesta ábyrgð sína á þeirri framvindu sem verið hefur, er því miður lítil von um raunhæfar breytingar í Íslensku samfélagi.

Vitanlega eru þeir stjórnmálamenn sem framarlega eru í flokkum stjórnarandstöðunnar, áfjáðir í kosningar sem fyrst, því líkur eru á að staðan nýtist þeim vel; einkanlega áður en almennt verður farið að kryfja á hvern hátt þeir stóðu vaktina við að gæta hagsmuna samfélagsheildarinnar, í störfum sínum sem stjórnarandstaða.

Ég verð að segja fyrir mig, að mér er alveg ósárt um að Sjálfstæðismenn þurfi sjálfir að fást við afleiðingar gjörða sinna. Nú er akkúrat tími þeirra að sýna snilli sína á fjármálasviðinu; þá snilli sem eingöngu átti að vera til staðar í Sjálfstæðisflokknum.

Við höfum fengið að sjá hvernig þessi snilli Sjálfstæðismanna nýtist til auðssöfnunar fyrir einstaklinga. Nú er komið að þeim að láta sjást hvernig stjórnunarhæfni þeirra og fjármálasnilli nýtist fyrir samfélagið.          


mbl.is Stjórnmálin biðu hnekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þegar saman fer hroki og siðblinda þá hjálpar stundum að tala með ábyrgðarfullum alvöruþunga Guðbjörn minn.

Þó finnst mér alltaf óþolandi þegar ábyrgðarlausir aular ræða við þjóðina með föðurlegum alvöruþunga og á svipinn eins og vitsmunaverur.

Árni Gunnarsson, 22.10.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Árni!  Ég tek undir þetta með þér. Líklega kominn tími til að gera kröfur til þingmanna um vitræna þekkingu á stjórnun þjóðfélags. Takk fyrir innlitið.

Guðbjörn Jónsson, 22.10.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband