Athyglisvert álit litlu SÆGREIFANNA

Það er athyglisvert að lesa þessi ummæli Arthurs, í ljósi þess að hann stýrði smábátaflotanum inn í sægreifaflokkinn og lagði þar með trausta hönd á að selja þjóðareignina og skuldsetja smábátaútgerðina, svo litlu greifarnir gætu tekið margfalda þá peningaupphæð út úr smábátaútgerð, sem eðlilegt hefði geta talist.

Ef LÍÚ á að skammast sín, þá eiga Arthur og félagar ekki síður að skammast sín, því þegar þeir fóru í ránsferðina gegn þjóðinni, vissu þeir hvaða afleiðingar það hafði. Það vissi þó LÍÚ ekki við upphaf aðgerða sinna, þó sá hryllingur sé öllum heiðarlegum mönnum löngu ljós.

Arthur segir:  "að íslenskur sjávarútvegur stæði traustum fótum -,,á botninum í skuldafeni upp fyrir haus.“  

Þetta er rétt hjá honum. Með hans framgöngu er líklega ALLUR sjávarútvegurinn kominn á kaf í skuldir, en af hverju skildi það vera?

Ástæðan er sú, að þeir sem eiga báta sína skuldlausa eða skuldlitla, geta ekki farið á sjó vegna þess hve sægreifarnir krefjast hárrar þóknunar fyrir að leyfa veiðar á millifæranlegum aflaheimildum. Þeir krefjast alls aflaverðmætis í sinn hlut, og stundum víst meira en það.

Það er engin undur þó Arthur sé ánægður með árangurinn, að hafa komið smábátaflotanum á botninn í skuldafeninu, við hliðina á stóru sægreifunum. Í þeim félagsskap líður honum greinilega vel, meðan þjóðinni blæðir út.       


mbl.is Sjávarútvegurinn skuldum vafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott innlegg hja ther.   Takk fyrir GLG

Gudjon L Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 15:49

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það var mesta óhappaverk síðustu ríkisstjórnar að setja smábátana í kvóta.

Sigurður Þórðarson, 23.10.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband