Mér finnst flokkspólitískur fnykur af þessu hjá Steingrími

Því miður finnst mér Steingrímur ekki trúverðugur í þessum upphrópunum sínum. Ég er ekki enn farinn að heyra hann nefna neitt af þeim pólitísku atriðum sem heyra undir löggjafarþingið okkar, sem eru veigamikill þáttur í að þjóðfélag okkar er komið í þá stöðu sem það er nú í. Er hugsanlegt að hann sé ekki enn farinn að átta sig á þessum mikilvægu atriðum?

Það er afar merkilegt að heyra forystumann stjórnmálahreyfingar, tjá sig með þeim hætti sem Steingrímur hefur stundað. Athyglisvert er, ef það hefur alveg farið fram hjá honum að Seðlabanki og stjórnvöld voru, áður en til bankahrunsins kom, búin að leita víða fanga um lánafyrirgreiðslu, en verið hafnað vegna mikillar skuldastöðu bankana.

Er hugsanlegt að Steingrímur átti sig ekki á hve lengi alþjóðleg vantrú er búin að vera til staðar á hina gífurlegu skuldasöfnun bankanna? Hefur virkilega farið fram hjá honum, líkt og fór fram hjá ráðamönnum þjóðarinnar, allar þær aðvaranir sem virtir fræðimenn, víða að úr heiminum, og alþjóðlegar stofnanir, komu á framfæri við okkur, með mismunandi hætti?

Gerir hann sér ekki grein fyrir að allir þeir aðilar í veröldinni sem fylgjast með þróun fjármagnsmarkaða, hafa látið þýða fyrir sig ákveðna þætti úr umræðum á Alþingi, sem fjalla um efnahags- og fjármál, til að átta sig á hvort sinnuleysi í ábyrgðarhugsun sé eingöngu bundið við stjórnarflokkana, eða hvort stjórnarandstaðan standi sig í hlutverki sínu að vekja athygli á lykilþáttum efnahags- og fjármála, sem greinilega stefna í ógöngur.

Ég verð að segja að mér finnst Steingrímur, eins góður ræðumaður og hann nú er, setja verulega niður í tilraunum sínum til að nota þessar neyðarlegu aðstæður sem þjóðin er nú stödd í, til flokkspólitískra átaka og atkvæðaveiða. Steingrímur á margt gott skilið, en ef fólk læsi nú ræðurnar hans á Alþingi, svona 8 ár aftur í tímann, tel ég víst að það yrði hissa á hve fáar beinar tilvísanir er þar að finna í þau atriði sem valdið hafa þeirri óheillaþróun sem við erum nú að fást við.

Það er einmitt þetta beina varnaðarhlutverk sem stjórnarandstaðan okkar hefur ekki sýnt í verki, og ég hef gagnrýnt nokkuð harkalega í meira en áratug. Stjórnarandstaðan á því sinn hluta af ábyrgðinni af því hvernig komið er, vegna þess að þeir stóðu ekki í fæturna á vaktinni sem stjórnarandstaða þjóðarinnar.                


mbl.is Ábyrgðin er ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Bíddu við Guðbjörn,

Hvar hefur þú verið síðustu árin? Vinstri grænir hafa heldur betur látið í sér heyra bæði á hinu háa Alþingi og í fjölmiðlum. Þeir hafa óspart gagnrýnt útrásina og varað við afleiðingum hennar. Það kallaðist að vera á móti öllu, jafnvel framtíðinni.

Nei kjósendur Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar bera þyngri ábyrgð á því hvernig farið hefur en þingmenn og félagar í VG. Krísan væri ekki eins alvarleg ef farið hefði verið að tillögum þeirra.

Valgeir Bjarnason, 24.10.2008 kl. 18:02

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Valgreir!  Takk fyrir innlitið og athugasemdina.  Hvaða tillögur VG ert þú að tala um?

Guðbjörn Jónsson, 24.10.2008 kl. 18:10

3 Smámynd: Valgeir Bjarnason

 Sæll Guðbjörn.

Hér eru nokkrar góðar greinar.

http://www.ogmundur.is/frjalsir-pennar/nr/4168/

Valgeir Bjarnason, 24.10.2008 kl. 18:24

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll aftur Valgeir!    Stjórnarandstaðan flytur sín mál á Alþingi. Hvaða tillögur hafa VG lagt fram á þingi varðandi þá þætti sem urðu orsök þess sem nú er staðreynd?

Guðbjörn Jónsson, 24.10.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 165770

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband