29.10.2008 | 15:00
Er ekki hægt að stoppa kjánaskapinn frá þessum mönum????
Ekki hvarflaði nú að mér annað en greiningadeild Glitnis hefði verið lögð niður við yfirtöku ríkisins á bankanum. Svo mikið rugl hafði nú borist frá þessari deild, að ég taldi víst að nú mundi því linna, þegar yfirtakan varð.
En því miður virðist svo ekki vera. Enn birtist frá þessari deild rugl sem sýnir afskaplega takmarkaðan þroska og hæfni til samanburða á aðstæðum og væntanlegum árangi út frá því.
Þeir jafna saman takmörkuðum þrengingum nokkurra banka í Skandinavíu, við það fjármálahrun sem nú er að ganga yfir heimsbyggðina. Slíkt er ótrúlegur kjánaskapur, auk þess sem ekki er enn séð fyrir afleiðingar núverandi hruns, og EKKERT svæði í heiminum er utan þessara þrenginga. Enginn veit því enn hvar niðursveiflunni líkur, hvað þá að einhver sjái raunverulega jákvæðni og vöxt vera á næsta leiti.
Að vænta sömu áhrifa frá yfirlýsingu okkar nú, um umsókn til aðildar að ESB og upptöku evru, eins og varð þegar Svíar og Finnar tilkynntu um aðildarumsókn, sýnir enn betur vanhæfni greiningadeildar Glitnis til lestrar í aðstæður.
Þegar Svíar og Finnar tilkynntu um aðildarumsókn, voru allir heimshlutar, utan Skandinavíu, með fjármálastarfsemi sína á fullu. Verðbréfamarkaðir í uppgangi, fjárfestingabankar unguðu út skuldabréfum í allar áttir til að búa til verðmæti sem greidd yrðu síðar, og fjárfestar í stöðugri leit að tækifærum til að koma peningum sínum í vinnu og ávöxtun.
Í dag er Íslenska þjóðin rúin trausti. Stærstu bankar þjóðarinnar komnir í þrot, hugsanlega að einhverju leiti vegna trúar stjórnenda þeirra á ruglið frá greiningadeildunum. Alla vega gátu þær ekki sýnt nauðsynlega varúð til að forðast þrengingar sem skapað gætu það hrun sem nú er staðreynd.
Í ljósi þessa, sem og þess að nú eru fjárfestar fyrst og fremst að huga að tapi sínu og hve miklu þeir ná aftur til baka af þeim fjármunum sem útistandandi eru, er engin leið að setja samnefnara viðbragða við tilkynningu Svía og Finna fyrir hart nær 20 árum, við þá tilkynningu sem við myndum senda nú.
Við erum yfirlýstir á kafi í skuldafeni, sem við erum að greiða úr með hjálp Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Margir bankar og fjárfestar munu tapa verulegu fé hér í bankahruninu. Við höfum hvergi lánshæfi, en fáum væntanlega einhver lán til endurreisnar, með atbeina vinveittra ríkisstjórna. En beinar lánveitingar til okkar verða áreiðanlega af skornum skammti næstu árin.
Ef ég væri stjórnandi Glitnis, mundi ég loka þessari deild tímabundið og senda starfsmenn hennar í endurhæfingu, frá þeim gjaldþrota hugmyndum sem lesa má úr skrifum þeirra, því sú hugmyndafræði er þegar viðurkennd sem ein af meginástæðum fyrir þeim ógöngum sem heimurinn er nú í.
Yfirlýsing um aðildarumsókn myndi hafa víðtæk áhrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Breytt 30.10.2008 kl. 21:33 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.