Alls engin sjálfgefin fylgni á milli stýrivaxta Seðlabanka og útlánavaxta bankanna

Hvernig væri að alþingismenn og þjóðin öll færi að átta sig á að vextir á útlánum í þjóðfélaginu þurfa alls ekki að vera í neinni tenginu við stýrivexti.

Útlánavextir bankanna eru ákveðnir af þeim sjálfum, samanber 10. gr. laga um vexti og verðtryggingu, en þar segir svo í 1. málsgrein.

 Lánastofnunum ber að tilkynna Seðlabanka Íslands um öll vaxtakjör og breytingar á þeim í því formi og með þeim fyrirvara sem Seðlabankinn krefst.

Hvergi er um það getið í lögunum að Seðlabanka sé heimilt að hafa afskipti af vaxtaákvörðun bankanna, en samkvæmt upphafi 2. málsgreinar 10. gr. áðurgreindra laga, er Seðlabanka skylt, fyrir lok hvers mánaðar, að birta í Lögbirtingarblaði, vexti af útlánum; þ. e. þá vexti sem bankarnir tilkynna til Seðlabankans.

Ákvörðun Seðlabanka um stýrivexti er af allt öðrum toga en vengjuleg útlán bankanna. Þar er um að ræða vexti af skammtímalánum Seðlabanka til lánastofnana, 7 daga peningalán, eða skammtíma verðbréfakaup Seðlabanka af bönkunum. Upphæð þessara lána er svo hverfandi lítið brot af útlánum bankanna, að engin þörf er á að útlánavextir elti stýrivexti.

Í þjóðfélagi, þar sem sérstök þörf er á að beita háum stýrivöxtum, hafa lánastofnanir gengið út fyrir þau mörk sem hagkerfi þjóðarinnar þolir. Við slíkar aðstæður eiga stýrivextir að vera verulega mikið hærri en venjulegir útlánavextir, því þeir eiga að virka fælandi á bankana að þurfa að nota lán frá Seðlabanka, því hann geymir fyrst og fremst gjaldeyrisforða þjóðarinnar, sem ekki á að vera í stöðugu útláni hjá lánastofnunum.

Mikilvægt er nú, þegar ríkið á alla stærstu bankana, að rjúfa nú þann vítahring sem einkavæddu bankarnir sköpuðu, með því er þeir hækkuðu stöðugt útlánavexti sína í takt við hækkun stýrivaxta. Nú er lag að pressa á viðskiptaráðherra að rjúfa þessa tengingu og lækka útlánavexti til mótvægis, vegna aukinnar verðbólgu.

 Svo þurfum við líka að nota tækifæri ríkisbankavæðingarinnar og koma okkur út úr þessu rugli verðtryggingar lánsfjár.                      


mbl.is Ljóst að þyrfti hækka vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 165584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband