1.11.2008 | 17:17
Það eru tvær hliðar á hverri auglýsingu
Lengi hefur verið deilt um hvort Ríkisútvarpið eigi að hafa rétt til að selja auglýsingar. Allir sem ég hef séð tjá sig um þessi mál, tala út frá hagsmunum þeirra sem flytja auglýsingarnar, í samkeppni við RÚV.
En hvernig skildi þetta líta út frá hlið þeirra sem auglýsingunum er beit að. Mælingar á hlustun og áhorfi, hafa til margra ára sýnt að flestir hlusta eða horfa á RÚV. Auk þess eru engar aðrar sjónvarps- eða útvarpsstöðvar skyldugar til að láta sendingar sínar nást í öllum landshlutum. Út frá því sjónarhorni jafnast því engin útvarps- eða sjónvarpsstöð á við RÚV.
Markmið auglýsenda er tvímælalaust það eitt að ná eyrum eða athygli sem flestra hlustenda. RÚV hefur fyrir löngu skapað sér vanabundna hlustun, og með fjölbreyttu dagskrárefni, aðallega í útvarpi, hefur RÚV tekist að halda mikilli aldursdreifingu í hlustendahópi sínum. Sjónvarpsstöðvarnar RÚV og STÖÐ 2 eru á svipuðu róli, nema ég veit ekki hvort STÖÐ 2 næst í öllum byggðum landsins. Sjónvarp RÚV hefur þó yfirleitt mælst með meira áhorf, sem er árangursvænna fyrir þá sem kaupa auglýsingar.
SKJÁR 1 og ýmsar svæðisstöðvar útvarps, hafa bæði takmarkaða útbreiðslu, auk þess að hafa frekar afmarkaðan hlustendahóp. Út frá því sjónarmiði gætu þær stöðvar ekki komið í stað RÚV, fyrir auglýsendur, auk þess sem markhópur hlustenda á þessum stöðvum hlustar einnig á ýmist efni sem flutt er á RÚV, þannig að samnýting auglýsinga næst best þar.
Eins og sjá má, skiptir í raun engu máli hvort RÚV er ríkis- eða einkafyrirtæki að þessu leiti. Og ég reikna ekki með að margar auglýsingar fari til RÚV vegna þess að það sé ríkisfyrirtæki. Auglýsendur mæla einungis væntanlegan ávinning af auglýsingunni.
Það er vægt til orða tekið óheiðarlegur málflutningur samkeppnisaðila RÚV, að telja opinbera fjárveitingu til starfsemi RÚV vera einskonar niðurgreiðslu fyrir auglýsingamarkaðinn. RÚV hefur ýmsar kostnaðarsamar skyldur, sem hina stöðvarnar hafa ekki. RÚV hefur t. d. þá skyldu að halda útsendingum gangandi, afla frétta frá öllum landshlutum, auk þess að vera skilgreint sem hluti af almannavarnarkerfi þjóðarinnar.
Ég vil hvetja þá sem berjast gegn því að RÚV fái að vera með auglýsingar, til að hugleiða sjónarmið þeirra sem kaupa auglýsingar, sem og okkar sem hlustum aðallega á RÚV, hvort seljendur vöru og þjónustu eigi að úthýsa okkur frá tilkynningum sínum. Það er lítið gagn í að banna RÚV að birta auglýsingar ef hlustun heldur áfram með sama hætti, því ég þekki ENGAN sem hefur elt auglýsingar milli útsendingarstöðva.
BÍ með áhyggjur af fjölmiðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:22 | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 165771
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.