2.11.2008 | 15:42
Afneitar Samfylkingin raunhyggju ????
Þegar einstaklingur sýnir ábyrgðarleysi í fjármálum, kemur á einhverjum tíma að þeim punkti þegar lánveitendur segja stopp. Við lánum þessum aðila ekki meir. Slík stöðvun gerist ekki í einni sviphendingu, heldur hægt og með vaxandi andstöðu við lánveitingar. Verði ekki vart við breytingu í átt til aukinnar ábyrgðar hjá lántakanum, endar með því að allir lánveitendur segja stopp á frekari útlán. Við einstaklingnum blasir þá sú kalda staðreynd, að hann verði að lifa af þeim tekjum sem hann getur aflað sér, og einnig greiða allar afborganir af lánum sínum, með þessum tekjum. Sé þessi umræddi einstaklingur fyrirvinna fjölskyldu, kemur þessi óvarkárni hans í fjármálum niður á allri fjölskyldunni.
Nákvæmlega sama ferlið á sér stað þegar heil þjóð sýnir óvarkárni í fjármálum. Löngu áður en farið er að beit þvingandi aðgerðum, er reynt með fortölum að fá þjóðina til að sýna meiri gætni í fjármálum. Þegar fortölur duga ekki, eru lánakjör gerð óaðgengilegri og farið að beita tregðu í lánveitingum. Dugi engin svona diplomatisk aðvörunarráð, kemur að þeirri stund, líkt og hjá einstaklingnum, að engir lánveitendur vilja lána þjóðinni peninga. Hjá þjóðinni eru bankarnir í þeirri stöðu að deila peningunum til reksturs þjóðfélagsins, líkt og fyrirvinna heimilisins deilir tekjunum út til heimilismanna. Það eru því bankarnir sem bera ábyrgð á ráðdeild í peningamálum. Og líkt og hjá fjölskyldunni, bitnar óvarkárni bankanna í fjármálum, á öllum almenning í þjóðfélaginu. Afleiðing slíkrar stöður er, líkt og hjá einstaklingnum, að þjóðin verður að læra að lifa eingöngu af þeim tekjum sem hún skapara. Meira lánsfé er ekki í boði.
Sú villukennig æðir nú eins og engilsprettufaraldur um þjóðfélagið, að með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru, verði Seðlabankinn hér lagður niður en við fáum beinan aðgang að digrum sjóðum Seðlabanka Evrópu, og getum þar með haldið áfram hinu óábyrga lífsmunstri sem hér hefur viðgengist.
Þetta er eins mikið villuljós og mögulega getur orðið, því eins og fólk á að vita núna, eftir allar fréttirnar frá Evrópu, hefur hver ESB þjóð sinn Seðlabanka og ber sjálf ábyrgð á tekjuöflun sinni. Þannig neitaði Angela Merkel að deila gjaldeyrisvarasjóði Þýskalands með öðrum ESB þjóðum; sagði þann sjóð eingöngu vera fyrir Þýskaland.
Af þessu ætti að vera ljóst að ESB er engin afkomutrygging fyrir þjóðina, eða auðveldur aðgangur að peningum sem ekki hefur verið unnið fyrir. Við munum fá þær evrur sem koma frá sölu okkar á vörum eða þjónustu, en við verðum að skilja að við erum þegar skuldsett hærra en lánveitendur telja okkur greiðendur fyrir, þannig að við munum hvergi eiga aðgang að evrum, dollurum eða neinni annarri mynt sem venjulegu lánsfé. Þau lán sem við munum fá, utan Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, munu því verða með ábyrgðum ríkisstjórna viðkomandi lánveitanda, en ekki vegna lánshæfis okkar.
Vissulega má segja að Davíð beri einhverja ábyrgð á ástandinu. En hvort sú ábyrgð er jafn mikil og fjendur hans vilja vera láta, dreg ég stórlega í efa. Allir meiriháttar ákvarðanatökuaðilar, í fjármálum heimsins, voru áreiðanlega löngu búnir að sjá vanhæfni hans í stjórnun Seðlabankans, löngu áður en bankahrunið dundi yfir. Þó Davíð sé átrúnaðargoð einhverra þúsunda Sjálfstæðismanna, dreg ég stórlega í efa trú á hann þar fyrir utan.
Mér finnst því mótmælendur vera að fara illa með tíma sinn og orku, með því að setja afsögn Davíðs sem forgangsmál, því hann mun ekki gera meiri skandal af sér á næstunni, ekki meðan Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur eftirlit með fjármálastöðu landsins. Meiri þörf er á að þvinga stjórnvöld til opinnar umræðu um þær leiðir sem þau sjá til aukinnar tekjuöflunar og með hvaða hætti þau hyggjast taka á fyrirsjáanlegum samdrætti í þjóðfélaginu, nú þegar innstreymi lánsfjár heldur umsvifum ekki lengur gangandi.
Frestum umræðum um ESB og evruna þar til við höfum komið skipulagi á þjóðfélag okkar, þá gæti allt eins verið að farið verði að sjást í endalok þess pólitíska óraunveruleika sem ESB hefur alla tíð verið. Mér kæmi á óvert ef það yrði ekki komið með uppdráttarsýki á árinu 2010.
Samfylking afneitar Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 15:52 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 165584
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Skjóta hvali og seli..og gefa þurfandi þjóðum..besta og eina alvöru fiskivörnin á a Íslandi..
Óskar Arnórsson, 4.11.2008 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.