Vitlaus útreikningur verðtryggðra lána

Í þeim fjármálalegu hamförum sem nú ganga yfir landið okkar hefur oft heyrst hrópað á að verðtrygging lánsfjár verði afnumin. Slíkt verður líklega torsótt í fljótu hasti, en alls ekki ómögulegt að byrja á því að leiðrétta útreikning verðbótaþáttarins, þannig að hann gefi rétta verðbót lánsfájrins.

Gefum okkur að við tökum 10 milljón króna húsnæðislán til 25 ára. Lánið ber 5% vexti og við áætlum að verðbólga verði 12% á ári, út allan lánstímann.

Lítum aðeins á verðbólguna. 12% á ári, sinnum 25 ár, gera samtals 300%. Það þýðir að ef við hefðum allar 10 milljónirnar að láni í 25 ár,  og verðbólgan verið 12% allan tímann, ættum við að endurgreiða 30 milljónir að lánstímanum loknum.

Nú gerist þetta ekki þannig. Við greiðum afborganir af láninu í hverjum mánuði. Afborganirnar verða því 300 talsins. Hver afborgun verður kr. 33.333, nema sú síðasta, verður 33.433. Þegar 12% verðbólga er reiknuð inn í mánaðarlega endurgreiðslu 10 milljóna króna láns á 25 árum, kemur út verðbótagreiðsla að upphæð kr. 15.050.150.

5% Vextir af þessum 10 milljónum í 25 ár, með mánaðarlegum afborgunum, reiknast vera kr. 6.321.063.

Með réttum útreikningum þessa láns, miðað við 12% verðbólgu væri endurgreiðslan svona: Upphaflega lánið 10.000.000, + verðbætur 15.050.150, + vextir 6.321.063, eða samtals heildargreiðsla kr. 31.371.213.

Útreiknikerfi bankanna vill fá í endurgreiðslu samtals kr. 77.637.807.

Er ekki kominn tími til að sameinast um þá kröfu að þessi titleysa verði leiðrétt?

Kveðja frá fyrrum hagdeildarmanni í banka.                    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 165772

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband