Hver er ábyrgð Bretanna sjálfra ?????

Fyrir utan það að setja eignir Landsbankans í herkví og bera þar með fulla ábyrgð á verðmæti þeirra eigna eða verðrýrnun, eru aðrir þættir þessa máls, sem tvímælalaust eru á ábyrgðarsviði Bretanna sjálfra.

Þar á ég við þá staðreynd að Landsbankinn hafði greinilega starfsleyfi í Bretlandi til að taka við innlánum þar í landi. Af því leiðir að Fjármálaeftirlit Bretlands bar fullkomna eftirlitsskyldu gagnvart þessum innlánum. Þeim bar að fullvissa sig um að nægar eignir væru fyrir hendi hjá útibúi Landsbankans í Bretlandi, til tryggingar þeirra innistæðna sem bankinn hafði tekið þar til ávöxtunar.

Hvers vegna spyrja fjölmiðlar ekki fjármálaráðherra Breta og forstöðumann Fjármálaeftirlits þeirra, hvað hafi valdið sinnuleysi þeirra vegna þeirra fjármuna sem landar þeirra lögðu inn á reikninga hjá Landsbankanum í Bretlandi? Mér finnst að við, almenningur á Íslandi, sem Bretar krefja um að greiði fyrir vanrækslu Fjármálaeftirlits þeirra, eigum fullan rétt á að fá þessi svör.

Snúum vörn í sókn.             


mbl.is Stoltenberg ræddi um Ísland við Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Stjórnmálamenn heima og heiman eru á harðahlaupum undan ábyrgð en staða okkar í áróðri gegn bresku stjórninni er fyrirfram vonlítil. Helsta ráðið er að því sem ég myndi telja er hvernig tekst til við að upplýsa stjórnarandstöðuna í Bretlandi sem hefur það hlutverk að veita breskum stjórnvöldum aðhald.

Breski Íhaldsflokkurinn hefur þúsundfalt meiri slagkraft en íslensk stjórnvöld nokkru sinni og hafa sömuleiðis hag af því að koma höggi á Brown sem fór heldur ódýra leið til þess að slá sig til riddara á kostnað Íslendinga.

Ég efast því miður um að íslensk stjórnvöld hafi haft rænu á því að gera það sem gera þarf.

Sigurjón Þórðarson, 11.11.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyrir innlitið Sigurjón.  Því miður erum við líklega ekki einu sinni svo vel staddir að geta efast, vilji stjórnvalda til að verja almenning í landinu er hvorki sjáanlegur né merkjanlegur.

Guðbjörn Jónsson, 12.11.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 165772

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband