Íslendingar geta ekki greitt fyrir hryðjuverk Breta gegn eigin þjóð

Ef við drögum djúpt andann svo heilinn fái súrefni, munum við líklega greina eftirfarandi ferli atburða.

Útibú Landsbankans í London fékk heimild Breskra yfirvalda til að taka við innlánum þar í landi. Þar með var útibúið komið undir eftirlit Breska Fjármálaeftirlitsins. Því bar skylda til að gæta þess að eignastaða útibúsins væri ævinlega sú að eignir væru hærri en vörslufé og skuldir. Stjórnvöldum þar í landi ber því fyrst og fremst að áfellast Breska fjármálaeftirlitið hafi eignastaða útibús Landsbankans í London ekki verið nægjanleg.

Fram hefur komið að langt var komið ferli stofnunar Bresks dótturfélags Landsbankans, þar sem Icesave reikningarnir áttu að vistast. Svo er að skilja að eignir hefðu verið tilgreindar til vistunar í efnahag þessa Breska fyrirtækis; einungis eftir formleg frágangsvinna.

Í ljósi alls þessa virðist alveg ljóst að notkun Brown's á hryðjuverkalögum til að frysta eignir útibús Landsbankans í London bitnuðu harðast, og svo til eingöngu á innistæðueigendum í þessu útibúi, þ. e. Breksu þjóðinni. Með fullum rétti er því hægt að segja að Brown hafi beitt hryðjuverkalögum á sína eigin þjóð.

Ljóst virðist að hefði Brown dregið djúpt andann og þrýst á að útibúið yrði strax að Bresku fyrirtæki, hefði Breskur almenningur, sveitarfélög, líknarfélög og stofnanir, engum fjármunum tapað og endurgreiðsla hefði tekist með ágætum. Vandamálið sem búið var til er því ekki vandamál íslensku þjóðarinnar. Hins vegar er vel þekkt að hroki Breta er nægilega mikill til að reyna að kúga aðra til að greiða skaðann af þeirra eigin mistökum og misgjörðum.

Með þessum skrifum er ekki verið að afsaka fýfldirfsku stjórnenda Landsbankans í því ástandi sem verið hefur undanfarin tvö ár á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Þar sýndu þeir svo glögglega að þeir báru ekkert skynbrag á hvaða afleiðningar ofþensla bankakerfisins gat haft fyrir þjóðina okkar. Því miður var eins ástatt með stjórnmálamenn okkar og stjórnendur helstu eftirlitsstofnana, s.s. Fjármálaeftirlits, Fjármálaráðuneytis og Seðlabanka. Hvergi raunveruleg þekking eða ábyrgðartilfinning gagnvart  rekstri sjálfstæðs þjóðfélags.                


mbl.is Barroso: Ísland leysi deilumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Eggert Halldóruson

Heyr heyr!

Sigurður Eggert Halldóruson, 12.11.2008 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband