13.11.2008 | 13:58
Mikilvægt að þjóðin haldi þeirri virðingu sem hægt er
Það er gífurlegt sár í vitund sjálfsvirðingar hvers manns sem stendur á þeim krossgötum að engin vill lána honum meiri peninga, því allir meta skuldastöðu hans þannig, út frá tekjum litið, að hann geti ekki greitt af meiri lánum.
Sama á í raun við um þjóðfélag, nema að þar verða mörg og djúp sár í þjóðarvitund fólks sem ekkert hefur bruðlað með peninga eða fjármuni, og því ekkert til þess unnið að vera sært slíku sári.
Þó okkur sé mikilvægt að skipta út stjórnmálamönnum sem sýnt hafa svo mikla vanþekkingu á stjórnun þjóðfélags, sem nú er staðfest, er okkur ekki síður mikilvægt að sýna þessu saklausa fólki, sem og þegnum annarra þjóða, þá virðingu að þau skynji ábyrgð okkar og vilja til friðsamra og lýðræðislegra aðferða við þrýsting okkar til nauðsynlegra breytinga.
Mikilvægt er, að fjölmiðlar sýni þá yfirvegun og dómgreind, að leggja ekki höfuðáherslur á frásagnir af litlum hópi uppþotsaðila, sem einungis hafa þau meginmarkmið að valda sem mestum usla og með því fá frásagnir í fjölmiðlum af afrekum sínum. Með því að fjölmiðlar sniðgangi svoleiðis uppþot, hjálpa þeir hinum mikla fjölda friðsamra mótmælenda, að losna við þessa uppþotsaðila. Fái þeir enga athygli fjölmiðla, fá þeir enga umbun fyrir erfiði sitt og verða því fljótt orkulausir, líkt og bensínlaus bíll.
Mikilvægt er einnig fyrir okkur öll, að átta okkur á því að þar sem ekki verður fengið meira lánsfé til beinnar eyðslu, í beina neyslu og aukin lífsgæði, verður óhjákvæmilega mikill samdráttur í atvinnulífi okkar. Þetta hef ég, í vel á annan áratug, bent á sem óhjákvæmilegan tímapunkt, vegna þess að stjórnvöld gættu þess ekki að auka gjaldeyrisskapandi starfsemi í því hlutfalli sem þörf var á, til að standa undir þeim lífsgæðum sem búin voru til með lánsfé.
Óhjákvæmilega erum við á sama tímapunkti og einstaklingur sem stendur frammi fyrir gjaldþroti. Hann verður að laga líf sitt að þeim tekjum sem hann hefur, kyngja drambinu og birtast í þeirri raunveruleikamynd sem skapar sér sjálfur, sem ein af tönnunum í því tannhjóli sem drífur áfram þjóðfélagið.
Minnumst þess að það erum við sjálf sem búum til lífsgæði samfélagsins.
Boða friðsamleg mótmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.