Athyglisverðar yfirlýsingar

Það eru athyglisverðar upplýsingar sem þarna koma fram hjá formanni LÍÚ. Enn hefur ekki verið samþykkt heimild á Alþingi fyrir því að selja megi aflaheimildir. Þó segir formaðurinn að 87,5% aflaheimildanna hafir verið keyptar af núverandi útgerðaraðilum.

Það er algjörlega óhrekjanlegt að samkvæmt íslenskum lögum er ekkert til sem heitir "varanleg aflahlutdeild". Þess vegna er enginn varanlegur réttur til staðar hjá þessum 87,5% útgerðaraðila sem látið hafa af hendi peninga í skiptum fyrir aflaheimild. Sú peningagreiðsla færði þeim engan rétt til úthlutunar umfram það hlutfall heildarafla sem skip útgerðarinnar hafa fiskað síðastliðin 3 ár. Þeir hafa greinilega látið plata sig til peningaútláta vegna ímyndaðs réttar sem ekki er til í raunveruleikanum.

Í fréttinni segir einnig:

Adolf segir einnig að í umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið sé gjarnan ýjað að því að það sé sniðið að þörfum stærri útgerða. Í þeirri umræðu gleymist t.d. sú staðreynd að frá því að aflamarkskerfinu var komið á hafi 32% veiðiheimilda í þorski verið færðar frá aflamarksskipum til smærri báta auk þess sem umtalsverðar aflaheimildir í ýsu hafi verið fluttar til þeirra.

Gama væri ef Adólf svaraði því hvað varð um allar aflaheimildir vertíðarbáta, miðað við hlutdeild þeirra í heildaraflanum þegar kvótakerfið var sett á? Þá voru mörg hundruð vertíðarbáta að fá mikið magn af þorski og ýsu.  Hvað varð af hlutdeild vertíðarbátanna úr heildaraflanum? Hvert skildi sá afli hafa verið færður? Hvað skildi vanta mikið á að togaraflotinn sé búinn að skila aftur til bátaflotans þeim aflaheimildum sem þeir soguðu til sín frá bátunum?

Það væri gagnlegt að formaður LÍÚ upplýsti okkur um þessa þætti.              


mbl.is Svarar gagnrýni um gjafakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Er ríkið ekki búið að taka inn skatt af þessum kaupum og sölum? svarið er Já. Nú þá er ríkið búið að samþykkja kaup og sölu á aflaheimildum.

upphafleg úthlutun er varla til lengur þannig að orðið gjafakvóti á ekki við um sjávarútveg í dag. þannig að þeir sem tala um útgerðir og gjafakvóta eru að vitna í eld gamlar sögur. 

En eins og þessi kall sem var að gera út ólöglega í sumar. manninn sem þið mærðuð og dáðuð. búinn að selja allt og eyða ágóðanum. síðan vill hann fá aftur. það væri nær  þið skömmuðu hann og hans líka. þá sem yfirgáfu greinina í stað þess að nýðast á þeim sem reyna að standa í útgerð og vinna að hag landsins. 

Fannar frá Rifi, 13.11.2008 kl. 16:14

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Fannar! Takk fyrir innlitið og athugasemdina.   Ég veit ekki til annars en ríkið úthluti enn kvóta án gjaldltöku, enda aldrei verið heimiluð sala.  Stjórnendur á Fiskistofu og í sjávarútvegsráðuneyti hafa lengi brotið landslög við framkvæmd fiskveiðistjórnunar. Það hef ég sýnt fram á með þeim hætti sen enginn hefur geta hrakið. Á ýmsan hátt hafa þeir orðið að hrekjast undan rökum mínum, til dæmis með því að þurka út upphaflegu 18 gr. fiskveiðstjórnarlaganna. Síðar með því að eyða með hraði út úr lagabálkum öllum lögum um Kvótaþing.  Þá urðu þeir að gera afar miklar breytingar á lögum um nytjastofna sjávar, til að fækka mannréttindabrotum þar. Magt fleira mætti nefna, en sjómenn hafa aldrei haft kjark til að standa saman að því að hrinda þessum óskapnaði af herðum sér. Ég er fyrir löngu búinn að leggja fram skothelda leið til slíks. Menn þurfa einungis að vilja nota það.

Þú hefur nú ekki lesið mikið um skoðanir mínar á kvótamálum ef þú telur mig einn af þeim sem mærðu Ásmund. Ég hef alla tíð sagt að þetta stríð verður ekki unnið með því að brjóta lög.

Á sjómannavísu segi ég að það er gott að geta rifið kjaft, en slíkt upplýsir einnig hvaða vit menn hafa á því sem þeir eru að fjalla um.

Með kveðju, G.J. 

Guðbjörn Jónsson, 13.11.2008 kl. 17:31

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég bið þig afsökunar á að hafa sagt þig vera stuðnings mann Ásmunds. 

hver útgerð á ekki raunverulega tonn. Hver útgerð, bæði í litla og stórakerfinu. eiga prósentu af veiðiheimildum smá koma með að landi. Þegar kvóti hvers árs er ákveðin fá útgerðir því ekki úthlutað kvóta heldur leyfi til þess að nýta sinn hluta. þetta er eins og skil þetta og þessu hefur verið beitt verklega. þannig að ef aukið er eða dregið er úr heildar fjölda tonna sem koma má á landi, þá breytist heimild útgerðarinnar ekkert. þeir halda alltaf sínum hlut. hann getur hinsvegar verið rýr eða feitur, allt eftir því hvernig árar. 

Vegna stjórnarskráar landsins og mannréttindar sáttmála sameinuðuþjóðanna, þessum sem mönnum verður oft tíðrætt um, þá er ekki hægt að gera kvótann upptækan með því að fella út lög. 

af hverju? jú því þú átt það sem þú kaupir og ríkið hefur viðurkennt beint og óbeint að veiðiheimildir (þ.e. rétturinn til þess að nýta auðlindina og koma með hana að landi og selja) sé í höndum þeirra sem hafa keypt hana. 

upphafleg úthlutun er hinsvegar orðin 22 ára gömul og þeir sem þá voru í útgerð eru margir hverjir hættir. það er heil kynslóð síðan kvótakerfinu var komið á. 

Þó svo að upphafleg útdeiling hafi verið meingölluð þá er hún í raun fyrnd.  af því leiðir að öll dómsstig yrðu að dæma eftir stjórnarskrá, hérað, hæstiréttur og svo mannréttindardómsstóllinn. 

----------------------------------------------

ég vil hinsvegar benda á eitt. meðan stuðningsmenn og andstæðingar kvótakerfisins deila sín á milli, stoppar ekkert hafró í að gefa út sínar arfa vitlausu ráðgjafir. 

mun áhrifa ríkara og vænlegra til árangurs fyrir alla væri að sameinast gegn hafró til þess að auka aflann. ef hér væri hægt að veiða 250.000 tonn í stað þeirra 120.000 eins og er í dag, þá væru mun minni deilur um þetta því að það væri mun auðveldara fyrir þá sem vilja komast í útgerð og gera út, að kaupa kvóta. 

ég hef skoðað verðþróunn á kvóta (varanlegum aflaheimildum) og þá fellur verðið alltaf þegar kvótinn er aukinn. þannig að við þurfum að vinna gegn hafró svo að það verði í raun mögulegt að gera hérna út. 

vitlaus ráðgjöf hafró hefur ekkert með kvótakerfið að gera. ekki frekar en það sé skipi að kenna ef illa fer þegar við stýrið sitji einhver auli sem ekki  kann mun á bak- og stjórnborða. Hafró er aðal orsök aflabrests að mínu mati.

Fannar frá Rifi, 13.11.2008 kl. 17:47

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll aftur Fannar!  Ýmislegt í þessu þarftu að skoða betur. Hafró tilnefnir heildarafla í tonnum talið, en ráðherra ákveður hann og deilir svo út til fiskiskipa.  Aflaheimild er einungis úthlutað til eins árs í senn og hvergi er í lögum skylda á hendur ráðherra að úthlutun næsta árs verði til sömu skipa og var úthlutað til nú í ár.  Enginn bótaréttur er til handa útgerðum þó úthlutun þeirra breytist innan ársins eða á milli ára.

Einungis ein regla um úthlutun aflaheimilda hefur verið samþykkt af Alþingi. Það er reglan um að HVERJU SKIPI skuli úthlutað hlutdeild í heildarafla hvers árs, í samræmi við meðalafla þess næstliðin þrjú ár á undan hverri úthlutun.  Aðrar úthlutunarreglur hafa enga lagastoð.

Eignarréttur á kvóta hefur ALDREI skapast, vegna þess að kvóta er ALDREI úthlutað nema til eins árs í senn, og engin fyrirfram gefin lagafyrirmæli um "rétt" til að fá úthlutað aftur, annað en til samræmis við meðalafla síðustu þriggja ára.

Verðlagning kvóta er baráttutæki sægreifanna, til að fækka útgerðum sem fái úthlutað. Þegar þeir hafa náð þeirri fækkun sem þeim finnst ásættanleg, munu þeir krefjast viðurkennds eignarréttar á öllum nytjum auðlindarinnar. Þegar þeim áfanga er náð, munu þeir þegar láta Hafró auka kvótann verulega, svo þeir geti selt aflaheimildirnar, í miklu meira mæli en nú er gert.

Veist þú til þess Fannar, að einhver sem hafi borgað fyrir aflaheimild, hafi borgað þá peninga til eiganda auðlindarinnar, ríkissjóðs, fyrir hönd þjóðarinnar? 

Guðbjörn Jónsson, 13.11.2008 kl. 21:21

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Guðbjörn. ég beini síðustu orðunum til þín.

hvaðan komu þeir peningar sem menn nota til að borga aðra út? 

svarið: þeir koma frá þeim sem kaupa viðkomandi út. þeir taka sjálfir lán til þess að efla rekstur. 

það er skattur á öllu. það hefur verið borgaður skattur af öllum kaupum og sölum á kvóta. var Hinni skattakongur hér um árið? þ.e.a.s. að hann boraði hæstu skattana. ef ríkið tekur við slíkum, þá myndast hefð. 

útfrá hefðinni og stjórnarskrá er veiðirétturinn í höndum þeirra sem hafa keypt hann og hafa í dag. 

auk þess er lög sem þú vitnar í um þjóðar eign yngri heldur en fyrstu lög um kvótann. þannig að af því leiðir að lög þau hefðu þurft að vera aftur virk. ekki nema þau eigi við þannig að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar, loftið sé sameign, landið sé það, bygginar lóðir séu það, grenitré í öskjuhlíðinni, íbúðir á laugarveginum og svo framvegis. s

sameign þjóðar er ekki til nema að ríkisjóður eigi viðkomandi sameign og reki. 

Fannar frá Rifi, 14.11.2008 kl. 00:00

6 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Fannar.  Fyrirgefðu að ég svaraði ekki strax, en ég var svolítið upptekinn við annað.

Það hefur aldrei skapað neinn rétt að kaupa eitthvað af aðila sem ekki er eigandi þess sem selt er og hefur ekki umboð löglegs eiganda til að selja það sem selt er.

Þar sem Alþingi hefur ALDREI samþykkt heimild til sölu aflaheimilda, getur slík sala aldrei orðið lögleg eða grundvöllur að eignamyndun eða hefðarmyndun.

ENGIN lögleg sala aflaheimilda hefur enn farið fram. Þeir sem hafa tekið við peningum fyrir "sölu" hafa einungis látið af hendi "rétt" sem gildir til eins árs í senn, til að fá úthlutað aflaheimild sem hinn lætur af hendi, en því fylgir hvorki eignarréttur né "varanlegt forræði", fyrir kaupandann sem lét peningana af hendi. Hann hefur því enga tryggingu fyrir því að fá á næsta ári úthlutað því aflamagni sem hann "telur" sig hafa keypt.

Það er engin leið að banna mönnum að láta plata sig, eða láta frá sér peninga fyrir eitthvað sem ekkert hald er í. Slíkt hefur alltaf verið að gerast í gegnum tíðina, en slíkur kjánaskapur hefur aldrei, og mun aldrei, verða grundvöllur að hefðar eða eignarrétti. 

Guðbjörn Jónsson, 17.11.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 165772

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband