13.11.2008 | 16:11
Bretar vilja ekki óvilhallan úrskurð, sem þýðir??????
Það er afar athyglisvert að Bretar skuli ekki vilja óvilhallan úrskurð í deilum sínum við okkur. Athyglisvert er einnig, að allar þjóðir ESB skuli taka málsstað Breta, í ljósi þess að þeir VILJA EKKI úrskurð hlutlauss aðila.
Þarna birtist okkur umbúðalaust sú jafnræðisstaða sem við myndum mæta inna ESB, ef hagsmunir okkar stönguðust á við hagsmuni hinna stóru aðila innan þessa sambands. Er ekki tilhlökkun að komast í slíkar þrælabúðir?
Ég held að ESB hafi nokkuð sýnt sitt rétta andlit í þessum deilum. Frekja stóru þjóðanna ræður greinilega allri tjáningu. Þar er tvímælalaust skýringin á því hvers vegna Danir og Svíar hafa haldið sig til hlés í þessum átökum og ekkert látið hafa eftir sér sem kæmi okkur að haldi. Þrælsóttinn við þá stóru er afar augljós og lítt eftirsóknarvert að komast í þessar þrælabúðir.
Enginn góður kostur í stöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Fyndist þér að esb löndin ættu að vera sundruð? Þetta sýnir styrk esb, sameinuð standa þau. VIÐ ERUM FYRIR UTAN ESB og það að EIGIN vali. Við viljum vera einangruð upphrokuð þjóðrembuð - Við erum fífl og höfum sáð sem slík, hví eru men hissa á uppskerunni?
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 16:18
Finnst þér þetta trúverðug skýring. Ætli ekki sé líklegra að menn séu að heimta að ríkisstjórnin segi af sér? En kannski best að segja engum frá því.
Doddi (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 16:22
Mér finnst nú umræðan vera farin að líkjast "allir hinir eru asnar" leikskólamáltækinu. Getur ekki verið að við höfum all rækilega rangt fyrir okkur hér?
Þetta hér er holl lesning fyrir alla: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/13/munu_islendingar_axla_abyrgd/
Thor Svensson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 16:51
Finnst þér virkilega að BRETAR eigi að borga brúsann fyrir fyllerí íslenskra auðmanna ... flott þá get ég farið á fyllerí á þinn kostnað ... SKÁL
Anna Þórdís Guðmundsdóttir, 13.11.2008 kl. 17:05
Sælt veri fólkið og fyrirgefið að ég gat ekki svarað strax.
Sæll Gaui! Ég vona að hugsun þín sé dýpri en þetta komment gefur til kynna. Að mínu viti er það lítt eftirsóknarverður félagsskapur sem gengst upp í því að cóa einn félagsmanna sem EKKI VILL leysa ágreining við samstarfsaðila með sáttatillögu frá þriðja aðila, heldur beita samstarfsaðilann þvingunum til að falla frá réttlætisvitund sinni. Álit þitt á þjóð okkar læt ég þig einan um, enda líklega sögð í reiði.
Sæll Doddi! Já, mér finnst það sem ég segi í pistlinum mjög í anda þess sem margítrekað hefur orðið vart við hjá ESB þau 15 ár sem ég hef fylgst nokkuð vel með vinnubrögðum þeirra. Erlendir opinberbir aðilar segja ekkert og gera ekkert sem hægt væri að flokka sem íhlutun í innanríkismál okkar. Það er almenn samskiptarela þjóða.
Takk fyrir innleggið Thor Svensson.
Sæl Anna! Í mínu bloggi er hvergi minnst á að Bretar eigi að borga. Eins og þú sérð, ef þú lest það vel, fjallar það um að Bretar vilja ekki fá hlutlausan aðila til að leggja fram sáttatillögu. Eins og málin opinberast fyrir okkur, virðist það vera vegna þess að þeir vita að þeir hafi þvingunarvald yfir öðrum ESB löndum, þannig að þau styðji Bretana í því að vilja ekki sáttalausn, heldur þvinga okkur til uppgjafar. Ég hef aldrei valið mér vini úr hópi slíkra aðila. Deila okkar og Breta snýst ekki um fyllerí íslenskra auðmanna Sú deila snýst um innistæðueign sparifjáreigenda; ekki áfengi, því miður fyrir þig?
Guðbjörn Jónsson, 13.11.2008 kl. 20:57
Solla hefur fengið Geir til að beyja sig fyrir Bretum.
Sigurður Þórðarson, 16.11.2008 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.