Alvarlegur óvitaskapur að telja að ekki þurfi að endurksipuleggja viðskiptalífið

Öllum sem eitthvert raunhæft vit hafa í kollinum, á að vera ljóst að viðskiptalíf okkar var búið að þenja sig LANGT út fyrir þau mörk sem raunhæft var að tekjur okkar gætu fóðrað það til framtíðar. Þeir sem hrópa á óbreytt viðskiptalíf opinbera fyrst og fremst blindan hroka eða vanþekkingu sína á þjóðfélagslegum afkomugrunni. Og geta því flokkast í áhættuflokki með fyrrverandi bankastjórum og jarðsambandslausum útrásarvíkingum.

Landamæri heiðarleika hafa um margar ára skeið verið ansi teyjanleg hjá Vilhjálmi, en nú sýnist mér hann vera að setja alveg nýtt met í heimsku, í von um að forn frægð hjálpi honum að viðhalda vitleysunni dálítið lengur; eða þar til lánin frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum hafa verið étin upp af þeim fjárhættuspilurum sem komu þjóðinni á vonarvöl.

Það er hættulegast þegar gáfumenn tala gegn hagsmunum þjóðar sinnar.          


mbl.is Mun stórskaða viðskiptalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hárrétt Guðbjörn

Haraldur Bjarnason, 28.11.2008 kl. 02:03

2 Smámynd: Tori

Bara ef lífið væri svona einfalt. Það er sárt að viðurkenna það í reiðinni að VE á eitthvað til síns máls.Hvernig sem okkur líður þá leita peningar alltaf þangað sem peningar eru. Allt draumórahent gengur ekki, harður heimur peningana ræður..........................................

Tori, 28.11.2008 kl. 02:22

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Tori!  Eins og allt annað, leita peningar auðveldustu leiðarinnar í streymi sínu. Það er hins vegar yfirleitt ekki fyrr en þeir hitta fyrir kyrrstæða peninga sem þeir fara að safnast fyrir, líkt og vatnslónin fyrir virkjanirnar. En líkt og þau, verður uppsöfnun peninga ekki að gagni nema þeir séu notaðir til að auka lífsstraum og kraft í æðakerfi þjóðlífsins, líkt og vatnsforðinn er notaður til aukinnar raforkuframleiðslu fyrir æðakerfi þjóðlífsins.

Verkefni heilbrigt hugsandi stjórnanda þjóðfélags, er að skynja streymið, hvert það liggur og hvar séu mestar líkur á að það stöðvist og fari að safnast saman, í stað þess að flæða um þjóðfélagið, eins og blóðið um æðakerfi okkar. Einnig þarf stjórnandinn að vera eins meðvitaður og kostur er, um þær blóðsugur sem víða leynast, sem vilja rjúfa hringrásina og beina streyminu í aðrar áttir, sjálfum sér til hagsbóta, þó það sé beinlínis á kostnað heildarinnar.

Hugmyndir Vilhjálms byggja á því að ALLIR megi, hvenær sem þeim þóknast, stinga á þessu æðakerfi og tappa blóði af þjóðarlíkamanum, til eigin nota og í eigin hagnaðarskyni. Meðan blóðframleiðsla okkar (gjaldeyrissköpun) er ekki meiri en raunin er nú, er afar brýnt að þeir sem ábyrgð bera á því að halda þjóðarlíkamanum gangandi, standi vaktina gagnvart ýmsum sérhagsmunaaðilum, sem tilbúnir eru að leggja hald á lífskraft heildarinnar, sjálfum sér, eða sínum hagsmunum til framdráttar.  Við höfum fengið nóg af slíku í bili. Þurfum enga viðbót þará.

Guðbjörn Jónsson, 28.11.2008 kl. 13:06

4 Smámynd: Tori

Tek undir með þér Guðbjörn.

Tori, 28.11.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband