29.11.2008 | 14:02
Fljótfærnishlaup undan óvitaskap
Þarna er Þorgerður Katrín að taka fljótfærnishlaup undan frekju óvita sem hvorki virðast hugsa um neytendur né þjóðfélagsheildina.
Auglýsing er ekki val seljanda um að láta einhvern fjölmiðil hafa einhverja tiltekna upphæð í peningum, en fá í staðinn nafnið sitt birt, ásamt einhverjum vörum eða þjónustu. Svo mætti þó halda af þeim hamagangi sem einstakir fjölmiðlar hafa verið með.
Seljandi vöru eða þjónustu velur sér fjölmiðil til að auglysa vöru sína eða þjónustu, út frá þeim hlustendahópi sem líklegast er að horfi, lesi eða hlusti á fjölmiðilinn. Verð fjölmiðilsins á auglýsingatíma getur verið svo afstætt að hreint illgerlegt sé að bera slíkt saman. Ódýrasti auglýsingatíminn hjá fjölmiðli, getur verið sá dýrasti fyrir auglýsandan, sem er jú kaupandi auglýsingarinnar; einfaldlega vegna þess að sú auglýsing skilaði engri sölu eða árangri.
Vandamál það sem við er að fást, er ekki það að RÚV skuli vera á auglýsingamarkaði. Vandamál verður til ef RÚV er að bjóða óeðlilega lágt verð auglýsinga, í krafti stærðar t.d. Því er mikilvægast að setja RÚV afar þröngar skorður um heimildir til afsláttar frá auglýstu verði. Segja mætti, sem dæmi, að afsláttur RÚV mætti ekki vera hærra hlutfall af aulýstu verði en t. d. Samkeppniseftirlitið samþykkti, með hliðsjón af markaðsstöðu samkeppnisaðila.
Það er alveg órannsakað mál hve stór hluti þjóðarinnar hlustar eingöngu á RÚV. Sumstaðar á landsbyggðinni á fólk ekki kost á öðrum útvarps- eða sjónvarpsstöðvum. Þessi hópur gæti verið einhvert tiltekið hlutfall þjóðarinnar, sem seljendur/auglýsendur yrðu þá útilokaðir frá, ef auglýsingar væru bannaðar á RÚV. Mundi slík mismunun standast ákvæði stjórnarskrár, um jafnræði þegnanna fyrir þeim lögum sem Alþingi setur? Getur Alþingi sett lög sem beinlínis beinast að því að skerða þjónustu við tiltekna hópa, landshluta eða byggðir, í því skyni að efla afkomugetu annarra þegna þjóðfélagsins?
Ég held að Menntamálaráðherra okkar þurfi að hugsa þessi mál frá opnari heildarhugsun, en ekki út frá hagsmunavon lítils hluta þjóðarinnar.
RÚV af auglýsingamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Þorgerður Katrín, hefur staðfest það, með gjörðum sínum undanfarið, að hún er engan vegin starfi sínu vaxin og er RÚV skýrasta dæmið um það. Upphafið af RÚV veseninu má að mestu rekja til þess glapræðis er hún réði Pál Magnússon í starf útvarpsstjóra.
Jóhann Elíasson, 29.11.2008 kl. 14:18
Ágæt vangavelta hjá þér hér Guðbjörn.
Samkeppni í krafti styrks á markaði þarf samt að taka tillit til allra þátta. Eðlileg samkeppni er það sem að þú ert að lýsa hér en á sjónvarpsmarkaði ríkir ekki eðlileg samkeppni vegna þess forskots sem RÚV fær skammtað árlega á fjárlögum.
Það er vegna þeirrar skekkju sem að þeir geta leyft sér að bjóða betra verð fyrir samt stærri markhóp.
Meginhugmyndin til að skoða er því í raun þessi: Hvort eiga höftin sem þeim eru sett að vera í formi samkeppnishamla á auglýsingamarkaði beint eða í formi þess að jafna samkeppnisstöðuna?
Persónulega hugnast mér betur að allir hafi sömu möguleika á þessum markaði (er nógu erfitt samt að þurfa að keppa við eitthvað sem var byggt upp á landsvísu fyrir skattfé) frekar heldur en að notast við, mögulega, síbreytilegar hömlur frá samkeppnissjónarmiðum.
Til lengri tíma litið þarf samkeppnin jú að byggjast á trausti þess að það ríki jafnvægi, en ekki á tímabundnum hugmyndum þeirra sem stjórna löggjafanum hverju sinni.
Baldvin Jónsson, 29.11.2008 kl. 14:21
Sæll Baldvin! Takk fyrir þitt innlegg. Ég sé að þú leggur framlag ríkisins til RÚV beint inn í samkeppninsumhverfið, án þess að líta til þeirra hlutverka RÚV sem lúta að menningarþætti, almennri dagskrá rásar 1, auk þess kostnaðar sem hlýst af útbreiðslu, kostnaðar vegna skyldna vegna almannavarna, og fleiri þátta sem ekki hvíla á frjálsu stöðvunum sem skildur.
Heldur þú að framlag ríkisins dugi fyrir öllum þessum kostnaði sem ríkið skyldar RÚV til að sinna, umfram skyldur annarra stöðva? Það kæmi mér verulega á óvart ef sú yrði raunin.
Ég sé að þér gegnur illa að snúa frá þeirri hugsun að auglýsandinn sé til fyrir fjölmiðilinn. Það er dagskrá eða efni fjölmiðilsins sem dregur að honum athygli hlustenda/lesenda, sem aftur gefa auglýsandanum aukna von um árangur af auglýsingu sinni. Út frá því sjónarmiði velur auglýsandinn miðilinn sem hann auglýsir í; ekki út frá eigandanum eða heildartekjum eigandans sem rekur þann miðil.
Að gera kröfu um að loka fyrir upplýsingar til c.a. 40% þjóðarinnar, til þess að einhverjir rekstraraðilar fjölmiðla þurfi ekki að leggja sig fram við vöndun dagskrárefnis og ávinna sér virðingu og áhorf/lestur hjá þjóðinni, er að mínu mati nokkuð fáheyrð frekja og yfirgangur.
Við erum ekki á upphafsreit tilvistar okkar, þess vegna munu ALDREI verða hér á markaði gamalt fyrirtæki og nýtt, eða nýlegt fyrirtæki, sem búa við "sömu möguleika" til tekjuöflunar. Yrði það svo, væri búið að þurka út allt sem heitir viðskiptavild, traust vegna langvarandi samskipta, eða ávanabinding. Allir þessi þættir verða til í ríkum mæli í eldri fyrirtækjum, en hin yngri verða að ávinna sér með góðri þjónustu, vandvirkni og yfirgripsmikilli þekkingu að hugarfari þess markaðar sem ætlunin er að vinna af eldri fyrirtækjum.
Í raun skiptir ekki máli hort gamla fyrirtækið var byggt upp með skattfé almennings, eða fyrir afgang af þeim peningum sem sóttir voru í vasa almennings sem þóknun fyrir viðskipti um margra áratuga skeið. Hvoru tveggja er greitt af fólkinu og er hluti þess sem liðið er, en ekki þröskuldur þess sem framundan er.
Rekstraraðilar hér á landi verða að fara að átta sig á því að langtímatilvist byggja menn ekki upp með því að reyna að rífa niður samkeppnisaðila. Langtímatilvist byggja menn upp með traustri hagkvæmni í því sem gert er, mikilli vandvirkni, heiðarleika, trúverugleika og stundvísi. Sé þetta allt til staðar dregur starfsemin að sér þær tekjur sem aðstæður geta mest gefið. Þeir sem biðja um meira, verða ævinlega fátækir og óánægðir. Það er mörgþúsund ára reynsla þeirra sem reynt hafa.
Guðbjörn Jónsson, 29.11.2008 kl. 16:29
Allir sýnist mér að hafi þarna nokkuð til síns máls. Um RÚV er það að segja að það byggir á gömlum merg og útbreiðsla þess er söm hvort sem sú stofnun rækir sínar menningarskyldur vel eða illa. Nú er það einstaklingsbundið mat hvort vel hafi þar til tekist eða ekki og mín skoðun er sú að menningarhlutverk RÚV hafi verulega brugðist nema hjá gömlu Gufunni sem er stjórnað af stakri snilld.
Sjónvarpið er að uppistöðu til ruslakista sem hefur nánast enga þjóðmenningarlega skírskotun ef frá er talið að erlent efni fær þar vandaðri þýðingu en á öðrum stöðvum, enda mætti nú fyrr vera.
Ég legg til að Sjónvarpið verði selt en set þann fyrirvara að því söluferli verði þó alfarið stýrt af erlendu markaðsfyrirtæki. Þessi stofnun má auðvitað ekki lenda á pólitískum sölulista fyrir einkavini.
Ps. Eldra sjónvarpsefni yrði haldið utan við söluna og geymt. Það yrði síðan leigt til frjálsu sjónvarpsstöðvanna eftir tilboði svo tryggt væri að það hyrfi ekki í gleymsku.
Árni Gunnarsson, 30.11.2008 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.