29.11.2008 | 22:17
Það kemur ekki á óvart að LÍÚ hugsi fyrst og fremst um sína hagsmuni
Þeir sem mæla með því, við núverandi aðstæður, að leggja niður krónua okkar og taka upp gjaldmiðil annarrar þjóðar, upplýsa því miður að þeir hugsa ekki heilstætt um afleiðingar slíks fyrir þjóðarheilidina.
Ekki fer á milli mála að "gegni fjárhættuspilaranna" innan þessarar þjóðar, telja sér hag í því að komast í stærra myntsamfélag. Þeir virðast hafa röksemdalausa trú á því að þeir fái ótakmarkað magn slíkrar myntar til landsins, og þá verði engar hömlur á að hrúga hingað skuldum, óháð möguleikum þjóðarinnar til greiðslu þeirra síðar.
Við höfum nú þegar þurft að súpa ansi beiskan bikar af slíkri háttsemi, því allir þeir 13 þúsund milljarðar sem bankarnir höfðu tekið að láni í útlöndum voru gjaldmiðlar annarra þjóða. Veðhæfi, eignavirði og endurgreiðslumöguleikar okkar, til greiðslu þessara skulda, hefðu ekkert breyst við það að við værum að greiða hvert öðru með Evrum í stað krónum. Við hefðum ekkert átt fleiri Evrur til að að selja útlendingum, því framleiðsla okkar á verðmætum er svo afskaplega lítil, miðað við þá miklu eyðslu sem við viðhöfðum. Enginn hefði lánað okkur fleiri Evrur, þó við værum að borga hvert öðru með Evrum, frekar en þeir vilja nú. Það er ekki fyrirstaðan fyrir frekari lánum til okkar, að við borgum hvert öðru með krónum. Mikilvægt er því að hagfræðingakórinn fari að hætta þeim ÓVITASKAP að hallmæla krónunni, því HÚN er eini lykillinn sem við höfum til að geta komist hjá alvarlegri fátækt og atvinnuleysi á komandi árum.
Ef við skiptum nú um gjaldmiðil, stöndum við frammi fyrir því að sjávarútvegurinn, einn stærsti framleiðandi gjaldeyris í landinu, hefur á undanförnum árum hangið svo fastur í óarðbærum útgerðarháttum að sífellt stækkandi hluti heildarverðmæta fiskimiða okkar, fer eingöngu til að greiða vexti og afborganir sjávarútvegsins sjálfs, af síhækkandi erlendu lánsfé. Mér þætti líklegat að þessi vitlausa útgerðarstefna væri á undanförnum áratug búin að soga til sín hærri fjárhæð á ársgrundvelli, en nemur öllum árlegum kostnaði við heilbrigðiskerfið. Og þessi staða á einungis eftir að versna frekar á komandi árum.
Ef við tækjum nú upp gjaldmiðil annarrar þjóðar, gætum við ekki brugðist við innlendum breytileika eða áföllum með því að auka peningamagn í umferð. Við myndum ekki fá leyfi til þess að auka skráð Evrumagn, eða Dollaramagn í grunngildi þjóðfélags okkar, því við myndum ekki framleiða þá peninga sjálf. Öll okkar aukning yrði að koma í gegnum meiri framleiðslu á vöru eða þjónustu, sem við gætum selt öðrum þjóðum, en sú aukning kemur hægt á mörgum árum.
Eins og áður var drepið á, er núverandi gjaldeyrisframleiðsla okkar svo lítil að hún nægir KANSKI fyrir innflutningi matvöru og helstu rekstrarvörum fyrir nauðsynlegt atvinnulíf framleiðslugreina. Í augnablikinu er svigrúm okkar til notkunar á peningum erlendis í algjöru lágmarki. Ef við værum t. d. með Evru nú, og einhverjir færu á eyðslufyllirí í útlöndum með Evrurnar okkar, mundi það þýða skort á Evrum hér heima, sem engin leið væri að bregast við nema loka einhverri starfsemi, sem notað hefði álíka magn af Evrum og eytt hefi verið í eyðslufylliríinu.
Ef við hins vegar förum í gegnum þessa erfiðleika með krónunni okkar, getur ríkisstjórn okkar tekið ákvörðun um að auka peningamagn í umferð um einhverja fjárhæð (segju svona 100 milljarða til að byrja með), til að standa undir atvinnusköpun hér innanlands, bæði við stofnun fyrirtækja sem framleiddu útflutningsvörur eða þjónustu, sem og til framkvæmda sem kæmu þjóðfélaginu til góða í framtíðinni, s. s. eins og ýmiskonar viðhaldsverkefni, gerð Vaðlaheiðarganga, ganga á Austfjörðum og Vestfjörðum, vegaframkvæmda til Selfoss og fjölda annarra verka, sem halda myndu uppi atvinnu- og tekjustigi í þjóðfélaginu meðan fyrirtækin sem skapa munu gjaldeyririnn væru að komast á legg. Þegar við værum kominn í gegnum verstu lægð þessarar kreppu, og erlendar tekjur okkar farnar að aukast, gætum við með markvissum hætti aukið verðgildi krónunnar, þannig að hún yrði fullt eins traust viðskipamynt eins og Evra eða Dollar. Traust myntarinnar fer ekki eftir stærð efnahagssvæðisins að baki myntarinnar. Traustið fer eftir styrk verðmætasköpunarinnar sem að baki myntarinnar er.
Mér finnst tími til kominn að menn fari að koma sér niður á jörðina. Sýndarveruleikinn er horfinn og kemur ekki aftur. Raunveruleikinn er tekinn við. Ef þið hagfræðingar góðir, hafið gleymt forsendum raunveruleikans; drífið ykkur þá endilega í endurmenntun, því sýndarveruleikinn verður ekki endurvakinn.
LÍÚ vill einhliða upptöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:43 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
"auka peningamagn í umferð" er það ekki sama og borga fleirri krónur fyrir sömu vöru? með öllu tilheyrandi verðbólgu eða verð[bólgu]bótum.
Upptaka sterkaststa gjaldmiðlsins gerir ákveðnar kröfur til allra sem okkur veitir ekki af það er afla fyrst og eyða svo. Sparnaðurinn sem fæst er ekkert miðað við arðin sem það skilar að hætta milllifærslunum.
Júlíus Björnsson, 29.11.2008 kl. 23:06
Sæll Júlíus! Takk fyrir innlitið og athugasemdina. Svarið við spurningu þinni er NEI. Það að auka peningamagn í umferð er ekki sama og verðhækkun. Að auka peningamagn í umferð er sambærilegt við að þú fengir stóran lottóvinning. Þú getur gert margt til viðbótar því sem þú gast fyrir þínar föstu tekjur. Hvort lottóvinningurinn verður "einnota" ræðst af því hvernig þú notar peningana. Ef þú eyðir þeim í listisemdir eða dauða hluti, ganga þeir til þurðar og hversdagslífið tekur við að nýju. Ef þú hins vegar setur þá í trygga ávöxtun, t. d. ríkisskuldabréf, skila þeir þér stöðugri tekjuviðbót, sem verður þér varanleg búbót.
Við þurfum ekki að taka upp annan gjaldmiðil til að breyta viðhorfi okkar til skuldsetningar. Því viðhorfi getum viðbreytt, og eigum að breyta. Því breytum við bæði með breyttu regluverki um skuldsetningu og lánastarfsemi, en einnig með áróðri fyrir þeirri breytingu á hugarfari að afla fyrst fjár, áður en keypt er. Sparnaður hvers og eins af slíku hugarfari er nánast tvöföld upphæð vaxtanna sem greitt er af kaupum fyrir lánsfé, því til viðbótar vöxtunum þarftu að reikna skattinn og lífeyrissjóðsgreiðsluna af þeim tekjum, því það eru eftirstöðvarnar (útborguð laun), sem þú þarft að nota til greiðslu vaxtanna af hinum keypta.
Með því að taka upp annan gjaldmiðil erum við í svipaðri stöðu og maður sem býr stóru og ríkmannlega búnu heimili á miklu hættusvæði (t. d. snójflóða- eða jarðskjálftasvæði), en hefur enga eignatryggingu. Verði hjá honum tjón, sem tekjur hans ráða ekki við, hefur hann engin bein úrræði til að bæta tjón sitt því hann hefur ekkert vald til að sækja peninga til annarra, til að bæta skaðann. Líta ber á þetta sem líkingadæmi, sem er hliðstætt við þjóð sem ekki hefur ráðrúm til að auka tímabundið við peningamagn í umferð, einskonar yfirdrátt á tékkareikning. Ef þjóð, eins og okkar, ætti að kaupa tryggingar fyrir öllum hugsanlegum áhættuþáttum, yrði það verulega kostnaðarsamt fyrir þjóðina, líklega mun kostnaðarsamara en að halda bara krónunni okkar.
Guðbjörn Jónsson, 30.11.2008 kl. 10:24
Guðbjörn. Vitur nærri getur, Reyndur veit þó betur. Hugarfarsbreytingin sem þú talar um, er það sem málið snýst og sannanlega dugar krónan ekki til þess í ljósi reynslunnar. Verðbólga eða Verð[bólgu]tryggarbætur. Eða millifærslur til ofurskuldara. Og mánaðarleg tekjuskerðing eða skerðing á sparifé er það sem hefur brennt þjóðina síðan krónan [valdið til millifæra] komst í hendur þjóðinni. Þá við höfum tekið Dollar í þjónustu okkar, er valdið burt. Þegar tekjuaukning verður í Dölum talið [þeirra aflað] þá verður það lottóvingur okkar. Þegar tekjur í Dölum lækkar þá getum við, litið til náttúruauðlinda okkar eða Jöfnunarsjóða [geymsla aflaðara dala], í versta falli, litið til lánafyrirgreiðslu hjá okkar erlendu viðskiptaaðilum. Dollar Strax. Tryggir hugurfarsbreytingu hjá þeim hingað til með skuldaraáráttu, þar sem valdið til millifærslna er ekki þeirra lengur. Freistingin burt. Aðhaldið er okkar og erlendu lánadrottnanna. Þjóðinn er dugleg, greind og rík að upplagi. Guð rþeim sem hjálpar sér sjálfur. Við erum sammála tel ég um niðurstöðurnar. En þetta er spurning um traust og brennt barn hefur tilhneigingu til að forðast eldinn.
Júlíus Björnsson, 30.11.2008 kl. 12:56
Sæll aftur Júlíus! Mér sýnist þú vilja svipta þjóðina fjárræði og kom stjórnun peningamála í hendur Seðlabanka Bandaríkjanna. Það er að vísu leið, en sú leið mun framkalla mikla fátækt hér á landi næstu áratugina að minnsta kosti, vegna mikillar skuldsetningar okkar nú þegar. Atvinnulíf okkar, sem skapar gjaldeyri, er afar illa statt til að taka við FULLRI framfærslu þjóðarinnar og með skiptum yfir í dollar strax, tæki það meira en 100 ár að efla þá starfsemi eitthvað að gagni. Á því tímabili mundi lánshæfi okkar ekki aukast frá því sem nú er, þ. e. að enginn mun vilja lána okkur peninga nema með ábyrgðum annarra, líkt og nú er að við fáum takmörkuð en þó einhver lán, vegna þess að Alþjóðar gjaldeyrissjóðurinn hefur eftirlit með fjármálum okkar.
Ég verð nú líklega ekki það gamall að neinar af þeim leiðum sem farnar verða, komi niður á lífi mínu. Ég skal þó viðurkenna að mér hefði þótt þægilegra að sjá þjóðina stefna stystu leið að endurreisn sjálfsvirðingar, en sleppi menn krónunni við núverandi aðstæður verður ekki mikil birta í næstu áratugum.
Lifðu heill og takk fyrir spjallið.
Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi hagdeildarmaður í banka
Guðbjörn Jónsson, 30.11.2008 kl. 14:45
Ég vil benda á að Dollar hefur verið að lækka undanfarinn ár gagnvart evru, enda eru BNA menn ekki í góðum málum nú um stundir. Ef BNA ríkið eykur ekki enn lántökur sínar verður neikvæður hagvöxtur þar í landi og þá megnast erfiðleikarnir upp enn frekar. Staðreyndin er að bandarískur almenningur efur nú kaupmátt á pari við það sem var í kring um 1950 nema munurinn er að allur infrastúktúr (stoðkerfi) samfélagsins óhagkvæmur og gamall. borgir dreyfbílar og svo framv. Heilbrigðiskerfi og skólakerfi óskilvirkt og dýrt bæði Ríkinu og fólkinu. Felagslegt óöryggi og mikill ójöfnuður (19% flokkast sem fátækir samkv bandaríkum stölum sem þættu ekki háir í evrópu)
Bandaríkin eru heimsveldi á niðurleið vegna eigin vankanta, Fjármálakerfi þeirra í raun bjó til alheimskreppunna með sínum undirmálslánum og alskyns óreglu sem ekki verður tekist almennilega á við nú frekar en fyrri daginn. Fyrirtækin verða "beiluð út" eins og fyrri daginn og aðeins málamynda hreingerning fer farm.
Að auki standa Bandaríkjamenn í tveimur stríðum útá krít og losna varla úr þeim í bráð, allavega ekki Afganistan, ema gefa eftir hagsmunina sem þeir ætluðu að verja þarna niðurfrá.
Sævar Finnbogason, 1.12.2008 kl. 02:13
Ég þakka þér. Íslenska fjámálakerfið svipti sig sjálft fjárræði á alþjóðamælikvarða, og ég var þar hvergi nærri né var það minni vilji. Í ljósi þess finnst mér eðlilegt að skipta um þjónustu og fá til þess aðila með fjáræði og burði til að standa undir því. Því fyrir sem við förum að greiða niður skuldir því fyrr vinnst traust og sjálvirðing dafnar. "Strax" getur átt við sem fyrst á ríkistjórnarhraða. Seðlabanki Bandaríkja "stjórnar" nú þegar óbeint flestu miðlum, að mínu mati, í krafti stærðar sinnar. IMF sett sjálfur til að byrja með athugasemd við notkun eigin gjaldmiðils. Við erum sennilega fáir sem "tæknilega" ekki er búið að svipta fjárræði, vegna ofurfjárfestinga eða sóunnar annarra.
Júlíus Björnsson, 1.12.2008 kl. 02:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.