12.12.2008 | 16:49
Heimildarlausar byggingar á að rífa niður.
Það undarlega við byggingu þessa Tónlistar- og ráðstefnuhúss er að ekki finnast neinar heimildir Alþingis fyrir þeim samningum sem sagðir hafa verið gerðir um byggingu þess og rekstur. Ég hef þrautleitað á vef Alþingis að útgjaldaheimildum vegna þessarar byggingar, en ekki fundið neinar.
Í ljósi þess að svo virðist sem þessi bygging hafi risið án þess að Alþingi hafi samþykkt fjárútlát fyrir henni, tel ég einsýnt að rífa eigi það sem komið er af þessu húsi, því það getur aldrei orðið annað en veruleg byrði á þjóðinni.
Útilokað verður að telja að þetta hús geti aflað tekna til að standa undir kostnaði við byggingu þess og rekstur. Fyrirsjáanlegt er einnig að næstu áratugina, sé þjóðinni brýnna að nota peninga sýna á annan hátt en að skapa árlega peningahít, til að gleypa peninga sem meiri þörf væri á að nota til reksturs heilbrigðis- mennta- og velferðarkerfi þjóðarinnar.
Stöðugar viðræður um Tónlistarhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Já. Það þarf að rífa þessa byggingu. Svo afla heimilda fyrir henni og reisa hana aftur.
Ásgrímur Hartmannsson, 12.12.2008 kl. 17:07
Gæti ekki verið meira sammála þér.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 20:13
Guðbjörn! Ertu kki allt í lagi? Þó ÞÚ finnir ekkei bréf á heimasíðu, á þá að rifa byggingu?
Þjóðfélagið þarf ekkert að svona hugsubarhætti að halda og allra síst núna. Ertu fullur eða hvað?
Má ekki vera tónlistarhús í kreppuni? Þvílík þvæla sem þú kemur með..af öllum góðum pistlum sem þú hefur skrifað...
Óskar Arnórsson, 13.12.2008 kl. 01:24
Ásgrímur: Gott djók!
Rafn: Þú ert asni.
Óskar Arnórsson, 13.12.2008 kl. 01:25
Var þessi bygging ekki einkaframtak frá upphafi?
Mér skilst að framkvæmdir hafi nær stöðvast eftir að "gamli" Landsbankinn fór á hausinn því framkvæmdasjóðurinn (what´s it´s name?) hafi verið stofnaður af Björgúlfsfeðgum sem hrundi með bankanum þeirra.
Ekki von að finnist neinar upplýsingar á fjárlögum eða í Alþingistíðindum.
Kolbrún Hilmars, 13.12.2008 kl. 16:33
Það er satt Guðbjörn, heimildarlausar byggingar eru oft rifnar niður sérstaklega ef eitthvað hefur misfarist í ferlinu s.s. grenndarkynning og leyfisveitingar.
Ég er samt á því að það eigi að halda áfram með Tónlistar og ráðstefnuhúsið núna. Þetta er fyrir það fyrsta mannaflsfrek framkvæmd og ekki síður vegna þess að vönduðustu byggingarnar, svo einkennilegt sem það er, eru oft byggðar á samdráttartímum. Vil ég í því sambandi benda á Alþýðuhúsið við Arnarhól, núna Hótel 101, það var að mig minnir byggt 1936 og endurgert 2002. Þó svo þetta hús hafi verið byggt á erfiðum tíma var það mun betur byggt heldur en margar yngri byggingar á uppgangstímum. Að hafa nægan tíma við byggingu mannvirka getur nefnilega verið mun verðmætara en fjármagn.
Þó svo að hægt sé að flokka svona byggingu núna undir bruðl, þá er það svo að oft eru merkustu mannvirkin einmitt gerð á kreppu tímum. Til lengri tíma þá eru einnig oft þau mannvirki sem umdeildust eru þau arðbærustu. Nægir þar að nefna Gaudi byggingarnar í Barcelóna og óperuhúsið í Sydney.
Magnús Sigurðsson, 14.12.2008 kl. 09:27
Það er búið að rifa niður allt landið, og hér er talað um leyfi fyrir hundakofum!
Er fólk ekki í sambandi á Íslandi?
Óskar Arnórsson, 14.12.2008 kl. 10:15
Afsakið að ég hef ekki geta verið við tölvuna fyrr en þetta.
Ásgrímur! Ég skil vel húmorinn hjá þér og brosi út í annað.
Óskar! Af orðum þínum virðist mér þú ekki skilja stjórnskipulag okkar. Spurningin er ekki hvort það megi vera tónlistarhús. Spurningin er hvort við höfum efni á að reysa það, reka það og halda því við; því viðhald á þessum stað verður mikið í öllu því særoki sem þarna er.
Kolbrún! Það er rétt hjá þér að byggingarframkvæmdin var svokölluð "einkaframkvæmd", þ. e. að það var hlutafélag í eigu Björgúlfs og fleiri sem standa að byggingunni. Björgúlfur lagði fjármagn í þessa byggingu, með viðbótarframlagi frá ríkissjóði og Reykjavíkurborg. Samhliða var undirritaður samningur um rekstur hússins til einhverra áratuga, þar sem ríki og Reykjavíkurborg ábyrgðust afar háar fjárhæðir, árlega, til reksturs hússins. Sá samningur er undirritaður af Menntamálaráðherra, án heimildar frá Alþingi. Í stjórnskipan okkar hafa ráðherrar ekkert sjálfstætt fjárveitingavald. Stjórnskipulega séð, verða þeir að sækja allar fjárheimildir, sem ekki eru tilteknar í fjárlögum, lánsfjárlögum eða fjáraukalögum, til Alþingis og fá þær samþykktar þar, áður en þeir ganga til samninga um fjárskuldbindinguna, á sama hátt og fjárlög og lánsfjárlög, eru samþykkt áður en farið er að eyða peningunum eða taka lánin.
Magnús! Mér finnst þú einhvern veginn ekki átta þig á í hvaða stöðu við erum. Þetta hús er hvorki hannað eða byggt í kreppu og fellur því á engan hátt undir samlíkingar þínar. Enn er framkvæmdin öll á ábyrgð hlutafélagsins sem byggir húsið, en þegar komin pressa á að ríkið yfirtaki samninginn og klári húsðið. Það mun kosta einhverja milljarða, jafnvel einhverja tugi milljarða, bara að klára bygginguna. Hvar eigum við að fá það fjármagn? Hvað vilt þú skera niður af núverandi útgjöldum ríkisins, til að greiða fyrir þessa byggingu? Fyrirsjáanlegt er að við fáum hvergi erlent lán til þessarar byggingar, því ÖLLUM rekstrarhugsandi fólki er ljóst að þessi bygging mun ALDREI geta skilað arði, því fjármálabruðl verður umtalsvert minna á komandi áratugum en var undanfarna áratugi. Samanburður þinn við Gaudi byggingarnar í Barcelóna og óperuhúsið í Sydney, bera þess einungis vitni að þú hugsar ekki út í aðstöðumuninn, þar sem þessar byggingar eru í umhverfi sem líklega gefur 20 sinum meiri tekjur en tólistarhúsið okkar getur reiknað með að fá á þessu fámenna landi.
Takk fyrir innlitin og athugasemdirnar öll sömul.
Guðbjörn Jónsson, 14.12.2008 kl. 18:30
Guðbjörn! Það er allt "stjórnskipulag úr sambandi" erða fylgist þú ekki með? 'a að spá í leyfi fyrir smotteríi þegar a.mk.150 milljarðar eru stolið frá Íslandi! og dettur á Ríkið að borga þetta..?
Ef ekki fæst lán í þessa byggingu, verður hún bara ekkert byggð. púnktur!
Engan húmor fyrir svona pælingum. Líklegast þarf að skjóta alla Ríkisstjórnina til að vit í þetta,, ég veit ekki..
Óskar Arnórsson, 14.12.2008 kl. 20:02
Mikið ert þú langt úti á þaki Óskar minn. Ætli það láti ekki nærri 5 þúsund milljörðum sem hurfu út í loftið og engin veit hvað af varð. 150 milljarðarnir eru einungis umtalaður mismunur á innlánum Icesave reikninganna og eignum Landabankans í Evrópulöndum, en það er það eina sem þjóðarbúið er í ábyrgðum fyrir, vegna EES samninganna. Hitt er allt á ábyrgð bankanna sjálfra. Það getur stundum verið gott að hafa ekki hátt um það sem maður hefur ekki þekkingu á. Líði þér vel.
Með kveðjku, Guðbjörn
Guðbjörn Jónsson, 14.12.2008 kl. 23:25
Sæll Guðbjörn,
eins og ég sagði, að hafa nægan tíma við byggingu mannvirka getur verið mun dýrmætara en fjármagn. Mestu tjóni fyrir okkar samfélag er atvinnuleysi og það að hafa ekki sýn út úr myrkrinu. Hvort tónlistarhúsið hefur 20 sinnum minni möguleika sem listrænt mannvirki með aðdráttarafl, ætla ég ekki að leggja mat á. Ef þú kíkir í heimsókn á síðuna mína geturðu kannski gert þér betri grein fyrir út frá hvaða stöðu ég tek afstöðu.
Magnús Sigurðsson, 14.12.2008 kl. 23:31
Sæll aftur Magnús! Ég skil vel út frá hvaða forsendum þú vinnur þína niðurstöðu. Það er rétt hjá þér að eitt það mikilvægast fyrir þjóðfélag okkar er ú að halda uppi sem mestri atvinnu. Það er hins vegar ekki einfallt viðfangsefni, þegar lítill hópur innan þjóðfélagsins hefur sólundað í vitleysu miklum hluta þeirra fjármuna sem til ráðstöfunar voru. Staðan verður enn alvarlegri vegna þess að við höfum hvergi sjálfstætt lánstraust, og fáum því hvergi lán nema með samþykki Alþjóða gjaldeyrissjóðsins; og eitt af því sem áreiðanlega er á bannlista hans, við þessar aðstæður, eru svokallaðar "dauðar" fjárfestingar. Dauðar fjárfestingar er það kallað þegar fjárfestingin skapar ekki eða eykur verðmætasköpun, til hreyfanlegrar virðisaukningar innan þjóðfélagsins, eða til gjaldeyrissköpunar.
Heppilegast hefði verið að stjórnvöld hefðu aldrei látið koma til þeirra miklu uppsagna og fyrirsjáanlegs hruns atvinnulífsins, sem orðið hefur og virðist ekki komið á endapunkt. Eina færa leiðin fyrir þjóðfélagið í þessari stöðu hefði verið að auka peningamagn í umferð um nokkra tugi milljarða, til þess að keyra atvinnulífið í gegnum þá lægð sem útrásarliðið skapaði. Þeir ýmist fóru með peningana eða festu þá í dauðum fjárfestingum, sem ekki munu skila eðlilegu fjárstreymi um þjóðfélagið næsta áratuginn. Með því að auka peningamagn í umferð, og stýra því af mikilli einbeitni til virkrar atvinnuuppbyggingar hér innanlands (ekki til að auka verslun eða þjónustu), t. d. með uppbyggingu á gjaldeyrisskapandi fyrirtækjum, viðhaldi á opinberum byggingum, vegaframkvæmdum og fleiri slíkum þáttum, hefði fjárstreymi um þjóðfélagið verið fljótt að jafna sig. Við slíkar aðstæður hefði orðið að hafa um nokkurn tíma aðhaldssama stjórnun á útstreymi fjármagns úr landinu, til að forða því að hið aukna peningamagn nýttist ekki þjóðinni, heldur færi á erlenda bankareikniga.
Það er ekki einfallt að skýra þessa krísu okkar í fáum orðum, en við núverandi aðstæður, en eitt er víst. EKKERT er þjóðinni mikilvægara í þessum aðstæðum, en að ráða sjálf gjaldeyris- og peningamálum sínum, til að forðast fátækt umfangsmikið hrun atvinnulífsins.
Með kveðju, Guðbjörn.
Guðbjörn Jónsson, 15.12.2008 kl. 00:32
5000 milljarðar? Ég rengi þig ekki þar sem ég veit að þú ert sérfræðingur í þessu. Fimm Þúsund miljarðar?? Ég er bara í sjokki!
Og einn af 50 ríkustu mönnum í heimi felur sig á bak við hlutafjárlögin! Þeir tæma bankana og stinga af með alla peninga úr Glitni, Landsbankanum og Kaupþing.
Kaupþing Bank í Svíþjóð keypti lífeyrissjóðin sem ég er í, í Svíþjóð! Hvar eru þeir aurar? Horfnir auðvitað..Sænska Ríkið borgar ekki svona bull. Þetta er allt horfið.
Þetta fólk er allt sekt fyrir innherjasvik nema Kári sem rænir eigið fyrirtæki.
1. Björgólfur Thor Björgólfsson
2. Björgólfur Guðmundsson
3. Magnús Þorsteinsson
4. Ágúst Guðmundsson
5. Lýður Guðmundsson
6. Sigurður Einarsson
7. Hreiðar Már Sigurðsson
8. Jón Ásgeir Jóhannesson
9. Kristín Jóhannesdóttir
10. Ingibjörg Pálmadóttir
11. Gunnar Smári Egilsson
12. Gunnar Sigurðsson
13. Pálmi Haraldsson
14. Jóhannes Kristinsson
15. Magnús Ármann
16. Þorsteinn M. Jónsson
17. Kári Stefánsson
18. Hannes Smárason
19. Kristinn Björnsson
20. Magnús Kristinsson
21. Bjarni Ármannsson
22. Róbert Wessmann
23. Ólafur Ólafsson
24. Karl Wernersson
25. Þorsteinn Már Baldvinsson
26. Sigurjón Árnason
27. Halldór Kristjánsson
5000 milljarðar! Sá sem skipulagði ránin á bönkunum hér og erlendis, er No.15.
Óskar Arnórsson, 15.12.2008 kl. 02:45
..mig langar að skjóta einhvern..veit bara ekki hvern..þessir andskotans drulluhalar eru búnir að draga fólk á asna eyrunum í mörg ár...
Óskar Arnórsson, 15.12.2008 kl. 02:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.