14.12.2008 | 17:28
Undarleg tímasetning
Samkeppni um lágt vöruverð er ævinlega af því góða, en óneitanlega er það undarleg tímasetning hjá Jóni Gerald, ef hann hyggst fjárfesta í verslunarrekstri hér á landi næsta áratuginn. Slíkur rekstur er kostnaðarsamur, einkanelga fyrstu árin, meðan aðstaða er fjármögnuð og velvild markaðarins unnin. Ég dreg mjög í efa að slík nýfjárfesting á þessum tíma skili eigendunum peningum sínum aftur.
Á undanförnum árum höfum við séð aðila sem hafa yfir verslunarsamböndum að ráða, fara í lágvöruverðs samkeppni við Bónus. Fram til þessa hafa allir orðið að sætta sig við að Bónus bjóði oftast lægsta verðið, þó einstök óraunsæ lágverðstilboð í skamman tíma hafi verið reynd.
Þegar litið er til þess að Bónus hefur um langt árabil boðið hagstæðustu verð á venjulegri heimilsvöru, og þannig haldið niðri vöruverði á landinu, kemur manni óneitanlega einkennilega fyrir sjónir að sjá heitstrengingar gegn því fyrirtæki. Líklega hefur engin fjölskylda lagt stærri skerf til að bæta lífskjör á Íslandi, en einmitt fjölskylda Jóhannesar í Bónus.
Þá er einnig algengt að sjá nafn Jóns Ásgeirs sett við hlið þeirra ógæfumanna sem áttu stærstan þáttinn í hruni fjármálakerfis okkar. Vitnað er til þess að fyrirtækin skuldi mikið, sem Jón er tengdur, en reksturinn er líka stór. Fæstir hugsa líklega út í það að starfsfólk þessara fyrirtækja er sennilega álíka fjöldi og allur vinnumarkaður höfuðborgarsvæðisins.
Já, svo hin algengu orð séu notuð: Jón Ásgeir skuldar mikið en engin lána hans eru í vanskilum. Þó tæpt stæði á tímabili, að aðför Breta að Landsbanka og Kaupþingi, setti starfsemi Jóns Ásgeirs í upplausn, komst hann í gegnum þann brimskafl, án aðstoðar íslenskra stjórnvalda og heldur ennþá áfram að skaffa álíka fjölda vinnu, og öllum vinnufærum mönum í Reykjavík, eða jafnvel á öllu höfuðborgarsvæðinu. Hvað eru hinir - "Útrásarvíkingarnir", (sem Jóni Ásgeir er oft spyrt saman við), að gera núna og hvernig komu þeir út úr brimskafli fjármálahrunsins?
Það er afar sorglegt hve margt fólk í okkar fagra landi, sannar á áþreifanlegan hátt orðtæki máltækisins: Sjaldan launar kálfur ofeldið. Eðlilegt væri að Jóni Ásgeiri sárnaði margt sem um hann er sagt hér, einkanlega þar sem þjóðin telur sig vel menntaða, en opinberar samt svo mikla grunnhyggni og heimsku að ætla mætti að fáir væru læsir. Jón Ásgeir er löngu búinn að sanna sig fyrir alþjóðlegu fjármálaumhverfi sem einn af snjallari rekstrarmótelistum veraldar. Álit lítillar þjóðar á eyju út í hafi, sem sannað hefur að hún kann ekki fótum sínum forráð í fjármálum, breytir að engu því áliti.
Ef einhver finnur upp snjallara rekstrarmótel en Bónus, og getur til langframa boði lægra vöruverð heimilsvöru en þar er í boði, gæti sá aðili sagst standa jafnfætis Jóni Ásgeir. En meðan engum tekst að sýna til langframa janflágt eða lægra vöruverð, eða að öðru eliti sýna álíka eða berti rekstrarhæfni, hefur enginn efni á að kasta steinum.
Hyggst stofna lágvöruverðsverslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Veist þú Guðbjörn ! Hvað rekstur verslanna sem þú talar um hefur skilað í skattinn og hinsvegar í bankakerfið. Hvað ávöxtun hann hefur skilað eigendum sínum? Er þetta ekki dýrasta lágvörukeðja í heimi? Taka laun heimilanna ekki mið af verði þessara verslanna?
Júlíus Björnsson, 14.12.2008 kl. 19:21
Sæll Júlíus! Að sjálfsögðu veit ég ekki tölurnar úr skattgreiðslum eða úr bankakerfinu, en hins vegar virðast þær greiðslur að mestu vera í skilum miðað við framtöl og lánasamninga, ef frá eru talin einhver deilumál sem eru til rannsóknar. Ég hef ekki heldur nákvæmar tölur um arðgreiðslur þessara verslana til eigenda sinna, en hygg þó að þær hafi verið þokkalegar, þrátt fyrir að þeir hafi um langt árabil verið með lægsta vöruverð á Íslandi. Ég veit ekki heldur hvort þetta er dýrasta lágvörukeðja í heimi, því slíkt er afar afstætt til samanburðar og sem dæmi hef ég fregnað af ódýrari vörutegundum í Bónus en í lágvöruverðsverslun í Danmörku, vel að merkja áður en bankahrunið varð.
Síðasta spurningin: Taka laun heimilanna ekki mið af verði þessara verslanna? Svarið við þessari spurningu er NEI. Laun heimilanna taka mið af kjarasamningum annars vegar og hins vegar af stjórnvisku stjórnmálamanna okkar á Alþingi, við að halda fjárstreymi í þjóðfélaginu innan þeirra marka að verðbólga hér verði ekki hærri en í okkar helstu viðskiptalöndum. Takk fyrir innlitið og athugasemdina.
Guðbjörn Jónsson, 14.12.2008 kl. 23:17
... það hefur líklega engin fjölskylda lagt eins miklar skulir á herðar landsmanna og skert lífskjörin en þessi sama fjölskylda...
Brattur, 14.12.2008 kl. 23:30
Sæll Brattur! Mér vitanlega hafa ekki fallið skuldir á þjóðina vegna reksturs Bónus eða starfsemi Jósn Ásgeirs. Hins vegar mistóksrt Jóni Ásgeiri að bjarga klúðrinu hans Hannesar Smárasonar hjá FL-grup (síðar Stoðir ehf), vegna hinnar heimskulegu ákvörðunar Davíðs Oddssonar varðandi Glitnir.
Það er einkennileg múgsefjun og heimska sem getur heltekið einhvern hluta þjóðarinnar, þegar lagst er með ofsóknum á bak þeirra sem standa vaktina við að bjóða lægsta vöruverð á landinu og ganga meira að segja svo langt að bjóða sama vöruverð út um allt land..
Kannski er þessi framkoma skiljanleg í ljósi þess að fólk er fyrir svo mörgum árum orðið yfirhlaðið af streytu að það hefur tapað dómgreind, enda vaðið vitleysuna í axlir á eftir "útrásarvíkingunum", ef marka má hina gífurlega aukningu á skuldum heimilanna á undanförnum árum.
Guðbjörn Jónsson, 14.12.2008 kl. 23:53
Í kjarasamningum okkar aumingjanna hlýtur framfærsluvístala vera útgangspunktur allarar umræðu. Ef ekki þá fer ég að skilja hversvegna verkalýðforingjarnir eru svo lágt launaðir.
Júlíus Björnsson, 14.12.2008 kl. 23:55
Sæll aftur Júlíus! Þú þarft nú ekki annað en líta á þróun launa og framfærsluvísitölu til að vita svarið við þessari spurningu. Rétt er að laun margra verkalýðsforingja eru langt utan velsæmismarka, miðað við þann árangur sem þeir skila af verkum sínum. Það er hins vegar félagsmenn þessara félaga sjálfir, sem hafa valdið til að breyta þessu, því þetta eru samningar innan hvers félags fyrir sig. Ég hef í áratugi vakið athygli á lágum launum verkafólks en háum launum forystunnar, bæði í félögunum og innan ASÍ, og fyrir slíkt fengið margar skvettur en litlar þakkir.
Guðbjörn Jónsson, 15.12.2008 kl. 00:46
Guðbjörn! Er það ekki hagvaxtar aukandi ef hægt væri að leggja fyrir af öllum launum jafnvel atvinnuleysisbótum? Ég hef tekið eftir því að þeir sem fá ofurlaun kunna ekkert með peninga að fara og henda þeim í spilavíti fjármagnseigandanna eða það sem oft kallast verðbréfahallir og ef tapið lendir allt utan Íslands þá gagnast það lítíð í að auka innanlandsneyslu og almennan sparnað.
Júlíus Björnsson, 15.12.2008 kl. 01:16
Það er nu margsanað mál að það er ekki alltaf hagkvæmast til lengri tíma litið að versla þar sem er ódýrast.
Nærtækasta dæmið er ÓB bensínstöðvarnar eða Orkan. Ég rugla þessum tveim stundum saman. Þeir hafa sett sér það markmið að vera alltaf ódýrstir og hafa staðið við það. En þeir hafa enga samkeppni veitt á markaðnum. Það hefur hinsvegar Atlantsolía gert þó því miður hafi dregið verulega úr því á undanförnum mánuðum þannig að varla sér þess stað lengur. Atlantsolía var hinsvegar aldrei ódýrust en samt eini aðilinn sem veitti samkeppni sem kom okkur neytendunum til góða.
Það ber engin meiri ábyrgð á háu vöruverði hér en einmitt Baugsveldið. Þeir hafa í krafti stærðar sinnar getað útilokað heiðarlega og sanngjarna samkeppni.
Það grátlegasta við það er að svo koma menn eins og þú Guðbjörn og hrósa þeim í hástert fyrir.
Landfari, 15.12.2008 kl. 10:53
Fákeppni er þegjandi samkeppkeppni aðil á markaði um skiptingu hans. Í litlu landi er betra að láta einn aðila um þjónustuna undir stögum kröfum um hagstæð verð og þjónust. Samansburður væri þá við aðra aðila utan Íslands.
Júlíus Björnsson, 15.12.2008 kl. 12:52
Guðbjörn, Bónus er ekki eina keðjan sem bíður sama verð í sama prófíl um land allt... það gerir Samkaup líka og Samkaup stígur skrefinu lengra, rekur matvöruverslanir á litlu stöðunum líka, þar sem Bónus myndi aldrei láta sér detta í hug að reka verslanir... þar eru kúnnarnir ekki nógu margir og gróðinn alltof lítill fyrir þá...
Brattur, 15.12.2008 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.