Undarlega að orði komist

Það er undarlega að orði komist að hvetja til aukningar á hagvexti í heiminum, þegar öllum, í hans stöðu, á að vera ljóst að búið var að þenja umsetningu og veltu heimsviðskiptanna út fyrir þanþol verðmætasköpunar.

Eðlilegra hefði verið af manni í þessari stöðu, að hvetja ríkisstjórnir til að stýra sem best nauðsynlegum samdrætti útgjalda viðskiptalífsins, þannig að nauðsynleg minnkun á veltu kæmi sem minnst niður á nauðsynlegri þjónustu, framfærslu-, mennta- og heilbrigðismála.

Ef inntakið í máli hans hefði verið slíkt, hefði ég tekið undir með honum og talið hann skilja vandann. Þessi ummæli bera augljóslega með sér alvarlegan skilningsskort á ástæðum þess að fjármálakerfi heimsins hrundi.                   


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að menn þurfi að hafa það á hreinu " hvað hagvöxtur er og felur í sér".  Að mínum dómi er til tvenns konar hagvöxtur; "óheilbrigður" hagvöxtur, sem hvetur til meiri einkaneyslu og aukinna ríkisumsvifa án þess að tekjur komi á móti og leiðir þar af leiðandi til meiri skulda, hinsvegar er "jákvæður" hagvöxtur, sem byggir á arðsemi framkvæmda, bæði hjá opinberum aðilum og einkaaðilum, SPARNAÐI Í OPINBERUM REKSTRI, sem svo skilar sér í aukningu til opinberrar þjónustu (ss. heilbrigðismála, menntamála og félagsþjónustu).  Ekkert af áðurtöldu leiðir til aukinnar lántöku og því er þetta "jákvæður" hagvöxtur.

Jóhann Elíasson, 21.12.2008 kl. 16:58

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hann er að biðja um aukna verðbólgu

Sigurður Þórðarson, 21.12.2008 kl. 17:05

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef verið er að kalla eftir auknum "óheilbrigðum" hagvexti, því ég hef ekki getað séð að stjórnvöld hér á landi þekki annars konar hagvöxt, er það bara ákall um aukna verðbólgu og meiri misskiptingu, sem ég held að sé nóg fyrir.

Jóhann Elíasson, 21.12.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband