21.12.2008 | 14:34
Undarlega að orði komist
Það er undarlega að orði komist að hvetja til aukningar á hagvexti í heiminum, þegar öllum, í hans stöðu, á að vera ljóst að búið var að þenja umsetningu og veltu heimsviðskiptanna út fyrir þanþol verðmætasköpunar.
Eðlilegra hefði verið af manni í þessari stöðu, að hvetja ríkisstjórnir til að stýra sem best nauðsynlegum samdrætti útgjalda viðskiptalífsins, þannig að nauðsynleg minnkun á veltu kæmi sem minnst niður á nauðsynlegri þjónustu, framfærslu-, mennta- og heilbrigðismála.
Ef inntakið í máli hans hefði verið slíkt, hefði ég tekið undir með honum og talið hann skilja vandann. Þessi ummæli bera augljóslega með sér alvarlegan skilningsskort á ástæðum þess að fjármálakerfi heimsins hrundi.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Ég held að menn þurfi að hafa það á hreinu " hvað hagvöxtur er og felur í sér". Að mínum dómi er til tvenns konar hagvöxtur; "óheilbrigður" hagvöxtur, sem hvetur til meiri einkaneyslu og aukinna ríkisumsvifa án þess að tekjur komi á móti og leiðir þar af leiðandi til meiri skulda, hinsvegar er "jákvæður" hagvöxtur, sem byggir á arðsemi framkvæmda, bæði hjá opinberum aðilum og einkaaðilum, SPARNAÐI Í OPINBERUM REKSTRI, sem svo skilar sér í aukningu til opinberrar þjónustu (ss. heilbrigðismála, menntamála og félagsþjónustu). Ekkert af áðurtöldu leiðir til aukinnar lántöku og því er þetta "jákvæður" hagvöxtur.
Jóhann Elíasson, 21.12.2008 kl. 16:58
Hann er að biðja um aukna verðbólgu
Sigurður Þórðarson, 21.12.2008 kl. 17:05
Ef verið er að kalla eftir auknum "óheilbrigðum" hagvexti, því ég hef ekki getað séð að stjórnvöld hér á landi þekki annars konar hagvöxt, er það bara ákall um aukna verðbólgu og meiri misskiptingu, sem ég held að sé nóg fyrir.
Jóhann Elíasson, 21.12.2008 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.