25.12.2008 | 19:07
Voru Jesú og María Magdalena par ??????????????
Nú á seinni árum, þegar kynlíf hefur verið að festa sig í sessi sem fyrsta hugsun mannsins, er í raun skiljanlegt, út frá því sjónarmiði, að fólk skuli leitast við að gera par úr Jesú og Maríu Magdalenu. Slík hugsun bendir þó fyrst og fremst til þess hve fólk, nú á tímum, hugsar yfirborðskennt og virðist lítið reyna að tengja hugsun sína þeim veruleika sem hugarefnið fjallar um.
Þeir sem eitthvað hafa leitt hugann að því hvílíkt undratæki bygging og starfsemi þeirra eigin lífs er, hafa líklega í leiðinni komist að því að hér á jörðinni lifir nokkur hópur fólks, sem í vitund geta verið á öðrum stað en líkami þeirra er staddur. Þetta fólk hefur yfirgefið lægstu kvatir mannshugans og eru óháðir kapphlaupinu um veraldleg gæði, í hvaða formi sem er. Er kynlífið þar engin undantekning.
Þegar betur er skyggnst inn í þetta þróunarferli, má sjá að þegar vitund mannsins hækkar, skilur hann við sig neikvæðar birtingarmyndir af lægstu kvötum mannsins. Og þar sem uppáhalds umræðuefni nútímans, eru neikvæðu birtingarmyndir kynlífsins, girnd og losti, sem eru í hópi lægstu kvata ásamt ýmsum gerðum óheiðarleika og hroka, ætti hugsandi fólki að vera ljóst að slíkar hugsanir rúmuðust ekki í huga Jesú. Hann var á hærra vitundarsviði en nokkur núlifandi maður. Hann var því búinn að skilja við sig allar lægstu kvatir mannsins, s.s. óheiðarleika hroka og kynlíf. Þess í stað hafði hann næma sýn á mátt kærleikans og einlægrar trúarvissu.
Hvað varðar þátt Maríu Magdalenu, kemur greinilega fram alvarlegur skortur skilnings á stöðu konunnar á þessum tímum. Konur á þessum tíma höfðu opinberlega hvorki málfrelsi, tillögu- eða atkvæðisrétt og töluðu ekki á opinberum samkomum. Lífsafkoma konunnar gat falist í því að hún væri gefin ríkum og/eða góðum manni. Og til að eiga möguleika á að vera gefin manni, varð konan að vera hrein mey. Spjallaða konu, eða fráskylda konu, gat enginn sómakær maður tekið sér til sambúðar. Slíkt var álitið skortur á sjálfsvirðingu.
Heimildir mínar um Maríu Magdalenu verða ekki auðveldlega sannaðar á nútímavísu þó ég telji þær nokkuð áreiðanlegar. Hún var dóttir ríks millistéttarmanns, sem var mjög vandur að virðingu sinni. Hún átti 4 bræður, tvo eldri og tvo yngri, og eina yngri systur. Árið sem hún átti að giftast varð hún fyrir því óláni að tveir úr sex manna herflokki, sem leið áttu hjá, nauðguðu henni, þar sem hún var úti í skógi að tíma ávexti fyrir heimilið. Þegar hún kom heim, illa til reika í rifinni skikkju, og sagði frá atburðunum, varð faðir hennar óður og rak hana að heiman.
Í hart nær áratug flæktist hún um héruð og vann fyrir sér sem vinnukona og ýmiskonar önnur störf. Það er svo um svipað leiti og Jesú byrjar að ferðast um og kenna, sem ríkur efristéttarmaður finnur hana illa til reika, og ræður hana til hússtarfa hjá sér.
Dag einn, er hún fór að Musterinu, til að færa húsbónda sínum skilaboð, heyrði hún Jesú í fyrsta sinn tala, og honum aðeins bregða fyrir. Nokkru síðar, þegar Jesú sat kvöldverðarboð hjá húsbónda hennar, varð henni á að það skvettist örlítið úr vínskál sem hún var að bera á borðið, og lenti skvettan á fæti Jesú. Varð Maríu svo mikið um að hún kraup niður og þurrkaði fætur hans með hári sínu. Fætur hans þornuðu samt lítið, því þeir vöknuðu jafnharðan af tárum hennar, því kærleikurinn sem frá Jesú streymdi gekk beint inn í helsært hjarta hennar.
María Magdalena var sögð skarpgreind og skynsöm kona sem ævinlega gat fundið til með öðrum, þó lífskjör hennar væru oftast bágborin. Hið helsærða hjarta hennar þyrsti í kærleika og viðurkenningu, en í hennar ættkvísl var ekki um neitt slíkt að ræða. Þar var hún útskúfuð.
Þegar Jesú yfirgaf kvöldverðarboð húsbónda Maríu, hið umrædda kvöld, er hún þerraði fætur hans með hári sínu, ræddi Jesú við Maríu, því hann fann hve sárt hjarta hennar blæddi.
Daginn eftir kom María að máli við húsbónda sinn og sagðist vilja hætta, því hún ætlaði að fylgja Jesú. Hann var hlyntur þeim boðskap sem Jesú boðaði, en stöðu sinnar vegna mátti hann ekki láta það uppskátt. Bundust hann og María þarna trúnaðarböndum, um að hún léti hann vita ef hann gæti á einhvern hátt lagt baráttu Jesú lið, án þess að það yrði opinbert.
María varð fljótt einskonar foringi í hópi þeirra kvenna sem fylgdu Jesú. Hún gat útvegað klæði í skikkjur og konurnar saumuðu, útveguðu matvæli og matreiddu. Vegna alls þessa varð hún þekkt og átti trúnað ýmissa efnamanna sem studdu Jesú, án þess að gera það opinbert.
María heillaðist mjög af kærleiksboðskap Jesú. Þau ræddu því oft saman. Lærisveinarnir voru flestir svolítið afbrýðisamir út í hana, því hún virtist alltaf skilja dæmisögur Jesú, en þeir áttu flestir, lengst af, erfitt með að meðtaka boðskapinn. Einn þeirra sá þó Maríu öðrum augum, en það var hinn ríki tollheimtumaður Matteus, sem varð ástfanginn af Maríu. Var sú ást endurgoldin. Reglur samfélags þeirra bönnuðu þó að þau giftust, því Matteus var ekkill og stöðu sinnar vegna í samfélaginu mátti hann ekki giftast konu af lægri stéttum. Jesú vissi af ástum þeirra, en þar sem þau fóru hljótt með samband sitt, lét hann kyrrt liggja, því eins og hann sagði oft; það sem Guð hefur sameinað, það á maðurinn ekki sundur að slíta.
Hin mikla saga Maríu Magdalenu verður aldrei skráð til hlítar. Það er hins vegar afar dapurt að nútímafólk skuli eiga svona erfitt með að hefja sig upp fyrir hinar lægstu kvatir mannsins, að það vilji helst draga Jesú þangað niður til sín.
Ég vona að sú uppstokkun á hugsunarhætti sem framundan er, íti fólki aðeins upp frá þessum lægstu kvötum og það reyni að teyja sig eftir hinum verðmætu eiginleikum sem hinn þroskaði kærleikur veitir.
María Magdalena veldur áhyggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 19:21 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Það er þetta með kynlífið og lágu hvatirnar - ég kem því engan veginn heim og saman. Að ég og þú hafi oðrið til af lágum hvötum, að börnin mín séu orðin til af lágum hvötum, að mannkynið skuli yfirleitt vera afleiðing lágra hvata. Þetta er ekki fallegur boðskapur.
Björgvin R. Leifsson, 25.12.2008 kl. 19:17
Áhugaverð hugleiðing Guðbjörn, gleðileg jól.
Magnús Sigurðsson, 25.12.2008 kl. 20:28
-Sæll Björgvin! Stundum verður manni á að lesa í fljótfærni og leggja ekki hugsun í það sem lesið er. Lágu kvatirnar eru neikvæðu bitringarmyndir þeirra kvata sem talað er um. Ég vænti þess að börnin þín hafi orðið til af hreinni ást og virðingu gagnvart móðir þeirra, en ekki bara af girnd eða losta. Boðskapurinn í skrifum mínum er fallegur, en kannski þarft þú að endurskoða eitthvað hugarfar þitt, til að auka á lífshamingju þína..
Gleðileg jól og Guð gefi þér gæfuríka framtíð
Kveðja, G. J.
Takk fyrir Magnús, og Gleðileg jól.
Guðbjörn Jónsson, 26.12.2008 kl. 00:27
Ég á 6 börn og tek undir með Björgvini. Kærleiksboðskapur Jésú verður ekkert minni af því þótt hann hafi lifað kynlífi. Þessar "háu vitundir" og fallegur boðskapur eykur lífshamingju. Jésú varaði fólk við að dýrka sig. Hann bað fólk að trúa því sem hann sagði. Stéttaskipting er ein af lægstu hvötum mannsins. Þetta er falleg færsla, nema þessi og þykist ég samt skilja hvað þú átt við:
"Það er hins vegar afar dapurt að nútímafólk skuli eiga svona erfitt með að hefja sig upp fyrir hinar lægstu kvatir mannsins, að það vilji helst draga Jesú þangað niður til sín."
Þetta eru stór orð og alhæfing sem passar ekki annars góðri færslu og áhugaverðri.
Heimildir um Jésú frá 12 ára aldri til 30 ára er af afar skornum skammti. Það eru til ljótar hvatir til í kynlífi og peningum og hafa alltaf verið.
Ég með fólki núna, þar sem allir eru Búddistar. Vita ekkert um boðskap Jésú og þurfa hann ekki. Ég veit að Búdda og Jésú voru trúbræður. Búdda heppnaðist betur með sinn boðskap frá sama Guði, að því leyti að fylgjendur hans enn þann dag í dag, sýna kærleik sinn í verki, enn ekki kristnir.
Það er mest lítið gert nema talað um fagnaðarerindið. Að vera kristinn og lifa eins og Búddisti er góð blanda fyrir mig.
Það eru kristnir hér nokkur hundruð kílómetra í burtu (Norður Tælandi) og þegar kirkja er byggð, sem eru orðnar nokkrar, taka Búddistar sér frí úr vinnuni og með kærleika og hugulsemi vinna baki brotnu við að byggja, launalaust.
Þykir það mjög ósmekklegt að taka laun fyrir að byggja kirkju sem er notuð til að flytja boðskapin. Múslimar eru ekki til hérna og munu aldrei verða.
Góðar jólakveðjur og takk fyrir fallega færslu. Ég get ekki verið ósammála sjálfum mér. Svo vil ég biðja þig auðmjúklega að taka þetta sem mína skoðun enn ekki krítik. Þetta er ekki krítik.
Kærleikskveðja,
Óskar
Óskar Arnórsson, 26.12.2008 kl. 03:39
..og bara smá viðbót: "ef þú lítur á einhvern sem æðri þér sjálfum, vertu viss um að það er til einhver sem þú lítur niður á".
Man ekki alveg hvar ég las þetta enn þetta setti óstjórnlega mikið í gang hjá mér hvernig balans í viðhorfi til fólks, í hvaða stétt sem er, þarf að vera, hvort sem það er kona eða maður, hvernig svo sem viðkomandi hefur lifað, jákvæðu lífi, eða neikvæðu.
Kv,
Óskar
Óskar Arnórsson, 26.12.2008 kl. 03:48
Kæri Óskar! Gleðileg jól. Þakka þér kærlega fyrir þína skoðun á færslunni.
Mig undrar svolítið hve ykkur Björgvin virðist erfitt að leiða hugann frá lægstu hugsunum. Einnig undrar mig að þið skulið tengja brotthvarf frá lægstu kvötum mannsins, við börn, hvort sem er ykkar eða annarra. Um slíkt snýst færsla mín ekki.
Margir sem leiða hugann að því hvað aflið í hugsun er mikið og hvaða áhriif hópefli hugsandi manna getur haft, undrast stundum áhrifamátt fjöldahugsunar, sem stundum er kölluð "múgsefjun". Gegn slíku afli duga sjalda rök, enda múgsefjun sjaldan byggð á rökhugsun.
Í pistli mínum bendi ég á hina eðlilegu leið þroskans, að þegar maðurinn bætir við sig visku og dýpkar kærleiksvitundina, hverfa út úr dagfari og vitund ýmsir þættir sem ekki tilheyra afli hins breytta hugarfars. Þannig getum við t. d. haldið okkur frá kristni og litið í átt til þeirra Jóka, sem hafa þróað vitund sína svo að þeir þurfa ekki einu sinni að borða, vikum eða mánuðum saman og sitja grafkyrrir dögum eða vikum saman, en eru kannski á sama tíma, í anarri vitund á öðrum stað, að ræða við fólk. Þetta hefur verið sannað.
Ég veit að það er erfitt fyrir nútímamanninn að ímynda sér að líf allra snúist ekki um kynlíf. Sami vandi er til staðar þegar víkka þarf út viðhorf alkahólista og fá hann til að hugsa um alla flóru lífsins, sem til er utan áfengis. Það er átak fyrir alkann að hífa sig upp úr farainu, og skilja rútínuhugsanirnar eftir en tileinka sér nýjar.
Við, venjulegt fólk, eigum erfitt með að skilja þá breytingu á hugarheimi þeirra sem lengra eru komnir í stjórnun þess töfratækis sem hugurinn er. Ég er ekki að gera lítið úr neinum, en ég velti fyrir mér hvort hugsanir Jesú hafi ekki snúist um mikilvægari málefni en kynlíf, þar sem honum var allan tíman ljóst að hann mundi ekki stofna fjölskyldu eða verða langlífur í sinni jarðvist. Fáir munu trúlega álíta hann hugarvingul.
Fyrst jarðneskt fólk, sem hefur náð með hugarorku að gera lítinn hluta þeirra lækninga- og hjálparstarfa sem Jesú framkvæmdi, hverfur frá hugsunum sínum um kynlíf; hve miklar líkur eru þá á því að Jesú hafi fært hugarstarfsemi sína niður á það plan?
Það er til afl, æðra manni sjálfum, í þessari veröld. Það hef ég nokkrum sinnum fengið áþreifanlega sönnun um, því ég hef oftar en einu sinni staðið á þröskuldi eiðlífðarinnar og notið hjálpar sem ekki var mannleg. EKKERT í veröldinni gefur neinum þó rétt til að líta niður á annan mann, því öll erum við eins af Guði gerð.
Með kærri kveðju og góðum framtíðaróskum.
Guðbjörn
Guðbjörn Jónsson, 26.12.2008 kl. 11:07
Mér sýnist það vera þú, Guðbjörn, sem átt erfitt með að leiða hugann frá lægstu hugsunum, með því að reyna að gera kynlíf að einhverju ljótu. Mér sýnist þú fangi þeirrar múgsefjunar, sem kölluð er kristni. Boðskapur þinn er einfaldlega ógeðslegur. Það er enginn að tala um að lífið eigi að snúast um kynlíf frekar en aðrar frumhvatir mannanna, en til þess að geta uppfyllt "æðri" hvatir mannshugans á hvern þann hátt, sem einstaklingurinn kýs sér þarf fyrst að uppfylla frumhvatirnar.
Björgvin R. Leifsson, 26.12.2008 kl. 13:59
'Eg held við tölum framhjá hvor öðrum. Það eru milljóna karla og kvenna sem er alveg nákvæmlega sama um kynlíf. Ég mótmæli því alveg að ég sé að "leiða" hugan eða umræðuna burtu frá því mikilvægasta.
Öll þerapíuvinna gengur út á það, að mata skjólstæðing sinn á enhverju andlegu sem hann eða hún nær að upplifa með alls konar tækni. Það virkar og þess vegna lifði ég á þessu í 25 ár. Og ég hef allan tíman vitað að það var bara "æðsta aflið" sem gat bjargað lífi þeirra.
Eftir að ég varð fíkniefnaráðgjafi, langaði mér í meira fyrir mig. 'eg fór í MAHIKARI. Umdeild samtök, ekkert trúarlegt þarna. Bara Guð, og það er kona sem stjórnar þessu frá kirkju í Japan, þeirri einu sem til er.
Það tekur 3 daga að læra þetta, restin er ástundun. Rútínur, virðing og bænir á japönsku sem ég náði þó sæmilegu valdi á. Þetta er svo einfalt. Japanskan er forn eins og íslensk Hávamál fyrir nútímamanninn á Íslandi.
Það eru endalausar upplýsingar um þetta á netinu. Bæði jákvæð og neikvæð.
Ég fékk svona upplifanir og það varð kveikjan af 20 ára vinnuferli sem var hugarleikfimi allan daginn. Kenndi síðan í Skóla fyrir alla vega ráðgjafa hvernin maður fer að því að sta fyrir utan sjálfan sig meðan maður er að vinna. Kemur í veg fyrir mörg mistök og þreytu.
Drifkrafturinn í þessarri vinnu var að sjá einhverjum heppnast. Það er gaman að vera vittni að því þegar æðra afl breytir manni gjörsamlega úr veikum manni á röndinni að deyja, og sjá þegar byrjaði að lýsa af þeim hamingjan. Það hefur góð áhrif á mig alla vega.
Jæja, ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.
Kær kveðja,
Óskar
Óskar Arnórsson, 26.12.2008 kl. 14:18
Sæll aftur Björgvin! Ég skil það sem þú skrifar. Og þar sem ég virði rétt þinn til að hafa þessar skoðanir, mun ég ekki fella neina dóma um þær. Bið þér og þínum þeirrar blessunar sem þið viljið við taka og óska ykkur velfarnaðar í farmtíðinni.
Gott hjá þér Óskar. Ég skil hvað þú ert að segja. Gangi þér vel á þinni braut.
Kær kveðja, Guðbjörn
Guðbjörn Jónsson, 26.12.2008 kl. 15:06
Þetta er afar undarlegur pistill svo ekki sé meira sagt. Ekki gott að átta sig á hver er boðskapurinn með honum. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég las fyrirsögnina var "hverjum er ekki sama" Nú þér virðist ekki vera sama og þá er næsta spurning " af hverju er það" Mér dettur í hug að þú sért afar trúaður á Biblíuna en hún byggir á kvenfyrirlitningu meira og minna eins og við vitum. Menn hafa skrifað um þessi mál og bent á að þetta hafi allt verið fært í stílinn og trúnni breytt til að hafa betri stjórn á lýðnum og þá sérstaklega konum. Þá eins og nú var auðvelt að sverta mannorð konu og það var að öllum líkindum gert við Maríu Magdalenu. Konum var, samkvæmt Biblíunni, bannað að tala í samkunduhúsum. Því þurfti að banna það sérstaklega ef það var viðtekin venja? Einhversstaðar stendur að María M. hafi fætt og klætt lærisveinana því hún hafi verið rík kona. Ekki passar það við þína hörmungarsögu um hana. Kynlíf er ekki nýtt af nálinni og hefur fylgt mannkyni frá Aldingarðinum fræga. Mér finnst þú rugla saman kynlífi og lauslæti og ég verð að segja að ég legg tel kynlíf til frumhvata en ekki lægri hvata eða neikvæðra. Fyrir nokkrum árum hófst mikil klámvæðing sem fáir fögnuðu og þar áður var auðvitað "Ástartímabilið" með 68 kynslóðinni. Að upphefja skírlífi eins og þú virðist vera að gera er engum til góðs og leiðir eins og þú veist til úreldingar mannkynsins og hvers vilji er það. Átti ekki að uppfylla jörðina? Er ekki bara málið að sætta sig við að verða gamall og náttúrulaus án þess að gera einhvern heilagleika úr því.. jólakveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.12.2008 kl. 19:51
auka " legg" þarna. Vona að ég skiljist samt. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.12.2008 kl. 19:55
Sæl Kolbrún og Gleðileg jól. Þakka þér fyrir þitt innlegg. Mér finnst þó athyglisvert með hvaða skilningi þú lest skrif mín, en svona er lífið. Við skiljum texta út frá okkar eigin hugarheimi, og engin leið að amast við því.
Þú undrast þennan pistil minn; skilur hann ekki og spyrð "hverjum er ekki sama", og átt líklega þar við efni hans.
Því er til að svara að um þetta efni hafa verið ritaðar margar bækur, þar af ein sem varð metsölubók um víða veröld; og síðar kvikmynduð. Umræður um þetta efni hafa verið miklar og oft heitar og María blessunin oft borin þungum sökum um vændi og hórdóm. Í Danmörk munu nú einhverjar bækur um þetta efni vera að angra einhverja biskupa, en það ruggar mér ekki. Þá var verið að gefa út bók hér á landi um þetta efni, þar sem vel var áreiðanlega vandað til um skráðar heimildir. Allir þessir þættir eru í raun bakgrunnurinn að þessum pistli mínum.
Þér dettur í hug að mér sé ekki sama og spyrð, "af hverju er það"? Eins og oft hendir þá sem ekki vilja ræða efni textans, heldur ætlanir og hugrenningar þess sem skrifaði, tekur þú að þér að svara fyrir mig, og segir: Mér dettur í hug að þú sért afar trúaður á Biblíuna en hún byggir á kvenfyrirlitningu meira og minna eins og við vitum.
Athyglisverð niðurstaða í ljósi þess að meginefni pistilsins er á skjön við Biblíuna. Ég get trúað þér fyrir því að ég er afar gagnrýninn á þá bók, og hef m. a. rætt það í útvarpi á móti Gunnari Þorsteinssyni í Krossinum. Þú ættir að lesa aftur það sem ég segi um Maríu M. og hafa örlitla gátt inn á hjartahlýjuna. Þú segir einnig:
Konum var, samkvæmt Biblíunni, bannað að tala í samkunduhúsum. Því þurfti að banna það sérstaklega ef það var viðtekin venja?
Allt bendir til að þetta hafi verið samfélagsreglur. Slíkar reglur munu víst finnast enn í dag í einhverjum samfélögum. Vissirðu ekki af þessu? Einnig segir þú:
Einhversstaðar stendur að María M. hafi fætt og klætt lærisveinana því hún hafi verið rík kona.
Þessa er líka getið í pistlinum mínum: Þar kemur einnig fram hvernig sá kostnaður var fjármagnaður, sem aftur leiddi til sögusagna um ríkidæmi hennar, vegna þeirra þátta sem fram koma í pistlinum.
Einkennilegt hvað það fær mikið vægi í hugum manna að ég skuli benda á að umræðan um kynlíf hafi færst mikið út á neikvæðu hliðar kynlífsins, þ. e. girnd og losta. Það undrar mig nokkuð að kona á besta aldri skuli ekki gera greinarmun á jákvæðri og neikvæðri birtingu kynlífsáróðurs, þó þú segir sjálf: "Fyrir nokkrum árum hófst mikil klámvæðing sem fáir fögnuðu". Ég mundi telja klámvæðingu neikvæða birtingu kynlífsins og sé ekki betur en þú sést mér sammála, þó þér gangi ef til vill illa að útvíkka túlkun þína á orðunum. Og enn vekur þú undrun mína er þú segir:
Að upphefja skírlífi eins og þú virðist vera að gera er engum til góðs og leiðir eins og þú veist til úreldingar mannkynsins og hvers vilji er það.
Hvergi í pistli mínum fjalla ég um skírlífi. Þvert á móti finnst mér ekkert athugavert við að Matteus og María lifi saman eins og ástfangið fólk gerir, þó þau geti ekki gifst. Ef þörf er á nánari túlkun á samlífi ástfangins fólks, ráðlegg ég þér að leita til einhvers traust vinar. Að lokum segir þú:
Er ekki bara málið að sætta sig við að verða gamall og náttúrulaus án þess að gera einhvern heilagleika úr því..
Aðalumræðuefni pistils míns er andlegur og hugarfarslegur þroski mannsins. Vikið er að þekktum dæmum um hve langt menn geta náð í jarðnesku lífi, en til samanburðar bent á hvar við erum stödd í dag. Kynlíf sem slíkt er ekkert sjálfstætt umræðuefni, en eins og segir í upphafi pistilsins, virðist það vera hugsun fólks nr. 1. því um það snúast athugasemdirnar aðallega.
Hvernig væri að hífa hugsunina upp fyrir naflan, þó ekki væri lengra en upp að hjartanu?
Með kveðju, Guðbjörn
Guðbjörn Jónsson, 26.12.2008 kl. 23:53
Sæll Guðbjörn. Fyrirsögnin um hvort þau hafi verið par er auðvitað bara vangaveltur. Það veit þetta enginn enda heimildir mjög takmarkaðar. Þú segir að það hafi stuðað danska presta og er það ekki allt í lagi? Það er gott að þú ert sammála mér um óáreiðanleika biblíunnar. Varðandi það hvernig samfélagið er á þessum slóðum í dag ( sem ég veit svosem um eins og allir ) hefur ekkert með það að gera hvernig það var fyrir 2010 árum síðan eða svo. Því hefur verið haldið fram að konur hafi ráðið yfir söfnuðinum og María verið foringinn en Jesú hennar eiginmaður. Varðandi ríkidæmi Maríu. Ertu að segja að hún hafi haldið við ríkan tollheimtumann og fengið fé fyrir? Sorry ég kaupi það ekki. Ég sem er á besta aldri er laus við kreddur hvað varðar kynlíf. Klámvæðing er hinsvegar neikvæð eins og allur áróður sem fer út í öfgar, þar með talið trúarrugl. Ég efast hinsvegar ekki um mátt andans og sterkrar hugsunar s.s. bæna og því segi ég efnið og andinn vera ekki aðskilin. Það var á þér að skilja að Jesú hafi verið hafinn yfir kynlíf og stundað skírlífi... sorry trúi því alls ekki heldur. Annars eru þetta bara mínar vangaveltur og geta verið kolvitlausar en eins og ég sagði í upphafi, afar undarlegur pistill..kannski bara fyrir ofan minn andlega og hugarfarslega þroska kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.12.2008 kl. 00:27
Sæl aftur Kolbrún! Fyrirsögnin á pistli mínum endar á nokkrum spurningamerkjum. Þú veist væntanlega hvað það þýðir??????
Sagt er að Jesú hafi byrjað að pretika 30 ára gamall, þannig að samkvæmt okkar tímatali væru 1978 ár síðan. Þegar maður reynir að greina lífshætti fornra tímabila, er mun meiri líkur á að nálgast réttar niðurstöður, með því að skoða lifshætti eftir gömlum heimildum, en að byggja skoðanir sínar á nýlegum en órökstuddum munnmælasögum.
Á því tímabili sem um ræðir, höfðu konur engan sjálfstæðan rétt, eins og þú vékst að í fyrra innslaginu. Konur voru "gefnar mönnum", og ÞEIR fengu með þeim heimanmund. Konur ERFÐU aldrei foreldra sína og máttu ekkki vera í forsvari fyrir neinni starfsemi. Þá var hvorki Lottó né happdrætti, eða aðrar vinningsleiðir fyrir konur til að auðgast. Þetta hélt ég að öllum baráttukonum fyrir kvennréttindum væri vel ljóst. Þess vegna undrar mig mjög hin röksemdalausa trú þín á ríkidæmi Maríu. Einnig er ég hissa á hve illa þér gengur að koma hugsun þinni upp fyrir naflan, er þú segir:
Ertu að segja að hún hafi haldið við ríkan tollheimtumann og fengið fé fyrir? Sorry ég kaupi það ekki.
Augljóslega hefur þú ekki lesið pistil minn með mikilli athygli, eða að þér er ómögulegt að hugsa til þess að karl og kona geti starfað að sameiginlegum markmiði, þar sem karlinn leggur fram fjármuni en konan sér um útgjöldin.
Vel má vera að þú sést laus við kreddur, varðandi kynlíf, en augljóslega sýkir það verulega huga þinn, því þú virðist fyrst og fremst lesa kynlíf út úr því sem þú lest, alla vega í þetta skipti.
Allir aflgjafar mannsins eiga sér jákvæða og neikvæða birtingu, og kynlífið er einn af aflgjöfunum. Allir aflgjafar þurfa fóðrun til að lifa eða vaxa. Klámvæðing er ein af fóðrunarleiðum girndar og losta, hinna neikvæðu birtingarmynda kynlífsins. Ég var nú svo barnalegur að halda að andstaða kvenna við klámvæðingu væri byggð á því að þær gerðu sér grein fyrir þessari fóðrun, og vildu því hamla henni svo sem kostur væri.
Ég hef í þessum skrifum mínum ekkert fjallað um kynlíf Jesú; einungis velt fyrir mér þeim áherslum sem hugsanlega hafi haft forgang í huga hans, byggt á þekktum staðreyndum um frásagnir af andlega þróuðum mönnum í jarðlífi okkar. Það er í sjálfu sér eðlilegt, út frá upphafsorðum pistils míns, að þeir sem eiga erfitt með að koma hugsun sinni upp fyrir nafla, eigi erfitt með að skilja dýpri sannindi kærleikans og hinnar varanlegu hamingju. Slíkt ber ekki að álasa þeim fyrir, heldur biðja þeim blessunar og aukinnar sýnar á hin varanlegu lífsgæði.
Lifðu heil og þakka þér kærlega fyrir þessi tilskrif.
Með kveðju, Guðbjörn
Guðbjörn Jónsson, 27.12.2008 kl. 14:38
Sæll aftur. Þetta hélt ég að öllum baráttukonum fyrir kvennréttindum væri vel ljóst. Þess vegna undrar mig mjög hin röksemdalausa trú þín á ríkidæmi Maríu. Þó ég vilji jafnan hlut kvenna og karla þarf ég ekki að vera að góna á bíblíusöguna til þess. Það kemur okkur ekkert við hvað gerðist á þessum slóðum þá og jafnvel ekki hvað gerist þar núna. María gat vel verið dóttir efnamanns og erft hann. Varðandi spurningarmerkin þá er það greiningamerki og á eitt að vera nóg í flestum tilfellum en þegar spurt er stórt er kannski í lagi að hafa þau fleiri. Ég veit svosem að við miðum tímatalið við fæðingu frelsarans en ég var nú að hugsa svolítið lengra en það. Það er nú eins og allt sé bannsvæði neðan nafla hjá þér og kynlíf sé eitthvað tabú. Ef ég kemst ekki uppfyrir nafla þá kemst þú greinilega ekki niður fyrir hann. Ég skil núna að þú ert í hausnum á Jesú sbr. einungis velt fyrir mér þeim áherslum sem hugsanlega hafi haft forgang í huga hans. Mér er spurn ertu ekki að segja með þessum orðum að hugsun um kynlíf sé sjúkleiki. Nú verður það kannski næst eftir að búið er að sjúkdómsvæða drykkjuskap að gera hið sama við eðlilegt kynlíf. " en augljóslega sýkir það verulega huga þinn, því þú virðist fyrst og fremst lesa kynlíf út úr því sem þú lest" Halló. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.12.2008 kl. 01:57
Takk fyrir kommentinn þín Kolbrún. Þau eru heilbrigð og skynsöm. Þessi sjúkdómsvæðing sem þú bendir svo réttilega á er komin algjörlega úr öllu samhengi við heilbrigða skynsemi. Það er ekki hægt að þroska með sér heilbrigða skynsemi með að vera á bólakafi í trúmálum fyrir flesta sem ég þekki sem eru í þessu trúarvafstri.
Annars er ér að fara og undirbúa áramótinn og fagna nýju ári sem er 2552 samkv. því ártali sem gildir þar sem ég er staddur...
Hvort það sé rétt ártal? Já, það er hið eina rétta ártal í gildi hér!...
Gleðilegt nýtt ár!
Óskar Arnórsson, 28.12.2008 kl. 09:48
Takk fyrir stuðninginn Óskar. Reyndar held ég að þú sért mikill gúrú sjálfur og hafir lesið þér til um ýmis efni. Ég hef mjög gaman af að lesa komment frá þér því þú segir óhikað þína skoðun. Skilst þú sért í Tælandi. (ert kannski tælandi - Sorry smá morgungalsi í mér í tilefni af umræðuefninu). Ég hef aldrei komið til Thilands en tvisvar verið búin að panta golfferð þangað, einmitt í janúar, en komst í hvorugt skiptið. Ég er ekki að plana margar ferðir á komandi ári út af gengisþróun og ætla bara að eiga þetta eftir, í bili. Gleðileg áramót hvaða númer sem er nú á þeim kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.12.2008 kl. 12:22
Athyglisverður pistill hjá þér, ágæti Guðbjörn. "Heimildir mínar um Maríu Magdalenu verða ekki auðveldlega sannaðar á nútímavísu þó ég telji þær nokkuð áreiðanlegar," segirðu, en jafnvel þótt þetta kunni að vera hrein skáldsögugerð hjá þér, sá sýnir það þó, að þessi nálgun á Maríu Magdalenu er ekkert síður möguleg en spuninn sem margir þekkja í anda Da Vinci-lykilsins og er engu ósennilegri nema síður sé.
Kynlíf utan hjónabands var synd samkvæmt Gyðingdómi, en Jesús var syndlaus samkvæmt vitneskju og vitnisburði lærisveina hans. Allt tal um kynlíf í hans tilfelli er tilhæfu- og heimildarlaust.
Sumt er afleitt hér í innleggjum Kolbrúnar, en ég nenni ekki að eltast við það frekar; trúaðir kristnir menn skilja, hvað ég á við.
Með kærri árámótakveðju til þín, Gu'ðbjörn. Við hittumst vonandi bæði á blogginu og á öðrum vettvangi á nýja árinu.
Jón Valur Jensson, 30.12.2008 kl. 23:02
Sæll Jón Valur. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki nógu "trúuð" til að skilja ummæli þín, nema það séu helgispjöll að tala eins og Jesú hafi haft mannlegar hvatir. Eftir því sem ég best veit er kynlíf utan hjónabands synd, í sumum kristnum söfnuðum enn í dag. Að mínu áliti ætti að láta unglinga lesa Da Vinci lykilinn ( sem skáldsögu) í fermingarfræðslunni. Þá reynir á hvort þau meðgangast staðfestingu skírnarinnar sem slíka eða hallast að rökhyggjunni. Njóttu letinnar sem ég hef alltaf sagt að sé móðir syndanna. Áramótakveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 30.12.2008 kl. 23:31
Sæll Jón Valur! Þakka þér fyrir þetta innlegg. Hvenær veit maður hvort sagnir af fornum lífsháttur er skáldskapur eða raunhæf frásögn. Það er hin eilífa spurning þess sem les, hverju sinni.
Ég hef lengi þurft að lifa með því, að iðulega þegar ég sest niður í kyrrð og hugleiði á einhver viðfangsefni, birtist mér reiknilíkan, stuttmynd, eða samræður, þar sem dregin er upp mynd af viðfangsefninu. Menn hafa misjafnar skoðanir á þessum atriðum, en ég hef ekki mikið flíkað þessu, enda einungis notað það í sama anda og það er gefið.
Þegar umræðan fór af stað um Da Vinci-lykilinn, hugleiddi ég á spursmálin um Maríu M. og Jesú. Þá fékk ég þá stuttmynd sem orðuð er í þessum skrifum minum. Mér var svo sem ljóst að einhverjir sem ekki geta rætt málefni, myndu ráðast að mér persónulega vegna þessara skrifa, en slíkt angrar mig nú ekki; orðinn vel sjóaður í slíku. Ég hef stundum gaman af að setja fram viðkvæma þætti sem fá birtingarmynd síðar.
Bestu kveðjur og óskir um farsælt nýtt ár, með þakklæti fyrir liðin ár. Sjáumst og heyrumst.
Guðbjörn Jónsson, 30.12.2008 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.