1.1.2009 | 21:46
Mikilvægt fyrir framtíðina að læra að hlusta, hugsa og rökræða.
Eins og oft áður, mælist forseta vorum vel og bendir á marga góða þætti sem samfélagi okkar eru nauðsynlegir, til varanlegrar framþróunar. Grundvallarregla allrar framþróunar byggist á því, að þeir sem stýra för, hafi til að bera nauðsynlega þekkingu á verkefninu, skýra mynd af því hvert skuli stefna, og öruggan leiðarrita fyrir siglingaleiðina þangað. Þá er einnig nauðsynlegt að þeir sem stýra för, beri ríka umhyggju fyrir ÖLLUM áhafnarmeðlimum og framgangan við stjórnun, valdi engum þeirra skaða eða tjóni.
Samkvæmt stjórnarskrá okkar, er stjórnendum lýðveldisins ætlað að stýra eftir þar til greindu skipulagi. Um langt árabil hefur verið farið á skjön við þau grundvallarfyrirmæli sem stjórnarskráin tilgreinir. Ákveðnir hagsmunahópar fóru í valdakapphlaup, til að hafa ráðandi afl/völd, um það hvernig þjóðfélag okkar skildi þróast. Í því kapphlaupi gleymdist að horfa yfir alla áhöfn þjóðarskútunnar og gæta þess að enginn yrði fyrir skakkafalli eða tjóni af völdum stjórnvalda.
Hin síðari ár, hefur framkvæmdavaldið sífellt verið að taka sér meira vald en þeim er ætlað samkvæmt stjórnarskrá. Í stöðugt vaxandi eftirhermu af Bandarísku þjóðfélagi, hafa ráðherrar okkar verið að taka sér samskonar vald og ráðherrar Bandaríkjanna hafa, þó stjórnkerfi þar sé til muna frábrugðið okkar. Hefur þetta t. d. birst í því að ráðherra okkar TAKA SÉR VALD, sem þeir í raun hafa ekki. Þeir gefa loforð um framkvæmdir og útgjöld, án þess að Alþingi hafi fært þeim heimildir til að skuldbinda ríkissjóð að neinu leiti. Útgjalda heimildir ráðerra okkar ná EKKERT út fyrir fjárlög hvers árs fyrir sig en hafa jafnvel birst í áratuga óheimilum skuldbindingum, líkt og í sambandi við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið.
Allir nústarfandi stjórnamálaflokkar okkar, eru í raun lokaðir hagsmunaklúbbar, sem ekki bjóða upp á opnar umræður (rökræður) um þjóðfélagsmál. Almennur félagsmaður á einungis kost á að tjá sig í 1 - 2 mínútur og samanlagður ræðutími almennra félagsmanna fer sjaldnast yfir 20 - 30 mínútur á þeim fáu fundum sem haldnir eru. Sé borin fram fyrirspurn til forystunnar, um frávik hennar frá mótaðri stefnu flokksins, er þeirri fyrirspurn annað hvort ekki svarað, eða að svarað er með útúrsnúning, sem ekki fæst leiðréttur.
Þetta er hyldýpisgjáin sem valdaklíkur stjórnmálaflokkanna hafa byggt upp í kringum sig, til varnar sérhagsmunum sínum og starfskjörum, fyrir óþægilegum spurningum og kröfum hins almenna félagsmanns. Kannski hafa forystusveitir stjórnmálaflokkanna ekki sterkari lýðræðisvitund en birtist í framkvæmd þeirra á lýðræðinu innan flokkanna. Getum við þá vænst meiri þroska af þeim í starfi fyrir þjóðarheildina?
Ég tel að fólk þurfi að átta sig á að breytingarnar felast ekki í því að hrópa á núverandi forystulið stjórnmálaflokkanna, sama hver þeirra á í hlut. Heldur felist bættar framtíðarhorfur í því að fólk geri sig meira gildandi í heilsteyptri afkomuhugsun fyrir þjóðarheildina. Það er ekkert flókið að hafa grundvallarhugsunina á því að við eyðum ekki meiri peningum en við öflum. Það er sama grundvallarhugsun og hver og einn ætti að hafa í eigin lífi; fjölskyldan einungis stækkuð.
Almenningur þar að venja sig á að krefjast einfaldari og auðskiljanlegri upplýsinga og uppgjöra, í stað þess að upplifa sig kafsilgda í óskiljanlegu talna- eða orðaflóði. Opinn skilningur og meðvitund sem flestra, er afar sterk vörn gegn óheiðarleika. Slíka vitund þarf að efla mjög mikið hjá okkar þjóð.
Þjóðarátak nýrrar sóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Afskaplega góð grein og fín hugsun sem ber hana uppi.
Fól þarf helst að standa með stjórnarskrána í höndunum alla daga til að vera ekki kaffært.
Það er nú ekki skemmtilegt fyrir ráðherrana tvo sem fengu úrskurði frá Umboðsmanni Alþingis nýlega, um að þeir hefðu ekki gert rétt varðandi mannaráðningar.
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 22:34
Á að ver fólk í annari málsgreininni. Hinir eru náttúrlega fól sem nota ekki stjórnarskrána í daglegum athöfnum sínum. Leiðréttist hér með.
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.