2.1.2009 | 21:08
Að ná árangri með mótmælum krefst skipulags, rökfestu og hugsunar
Skemmdirnar á búðinni hjá Evu, ber að harma, af engu minni festu en yfirgang mótmælenda á gamlársdag gagnvart Hótel Borg og starfsmönnum Stöðvar 2. Það er sama að hverjum skemmdarverk beinast, þau eru ALDREI réttlætanleg.
Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina, að það þarf skipulag, rökfestu og slægð, til þess að ná árangri í mótmælum. Þetta var mér bent á, af fullorðnum manni, þegar ég var enn ungur og ákafur, þó ég hafi verið laus við ofbeldishneygð. Ég hef þó nokkrum sinnum beitt mér gegn óréttlæti gagnvart almenningi, og ævinlega gætt þess að hafa að leiðarljósi hin augljósu sannyndi gamla mannsins.
Á níunda áratug síðustu aldar, þegar hörmungar verðbólgu og verðtryggingar lánsfjár, hrifsaði fjölmörg heimili úr höndum fólks, var algjörlega óþekkt að fólk gæti fengið lánum sínum breytt með skuldbreytingu (lengingu lánstíma eða öðrum skilmálabreytingum). Lánastofnanir settu hnefann í borðið að sögðu. - Lánin á að borga á réttum tíma og ekkert kjaftæði með það. - Svo var gengið að veðunum og eignir seldar á smánarverði.
Með skipulögðum áróðri, ásamt því að leiða fram skýr rök fyrir því hvert tap lánastofnana var af þversumhætti þeirra, var hægt að vekja jákvæða athygli fjöldans á réttmæti skuldbreytigna. Þegar ég svo hóf störf í hagdeild banka, hamraði ég skuldbreytingaferlið í gang, sem allir njóta góðs af í dag; án þess að nokkru ofbeldi hafi verið beitt.
Annað tilvik má nefna frá síðari hluta níunda áratugar, þegar verulega var farið að þrengjast að fólki. Þá var iðulega gengið svo hart fram í innheimtum að allt innbú fjölskyldna var selt á nauðungaruppboði. Átti ég þar margar harðar glímur við lögmenn og fógeta og safnaði í þeim glímum saman atriðum þar sem farið hafði verið út fyrir heimildir laga. Öllum þessum brotum var raðað saman og rökstutt eftir atvikum hverju sinni. Síðan heimsótti ég nokra valinkunna menn, bæði þingmen og embættismenn og kynnti fyrir þeim raunveruleikan. Bauð þeim upp á opinbera umræðu um þessi lagabrot, þar sem menn gætu svarað fyrir sig, - eða að lögunum um nauðungasölur yrði breytt þannig að ekki mætti selja venjulegt innbú fólks á nauðungasölu.
Valin var sú leið að breyta lögunum og í dag er óheimilt að selja venjulegt innbú á nauðungasölu.
Ýmis fleiri dæmi mætti nefna, þar sem hugsun skipulag og rökfesta náði fram verulegum breytingum á högum og réttarstöðu fólks, án þess að nokkurt eignatjón eða skemmd hlytist af. Það eru hins vegar afar fá tilfellin sem uppþot, ofbeldi og skemmdir hafa skilað varanlegum úrbótum.
Mér finnst athugandi fyrir mótmælendur að hugleiða þetta.
Ráðist gegn Nornabúðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.