Slæmt þegar sannleikur er notaður til að hylma yfir óheiðarleika

Það er rétt og satt hjá Friðrik J. Arngrímssyni, framkvæmdastjóra LÍÚ. að sjávarútvegurinn hafi lengi skuldað í útlöndum. Það sem hann sleppir hins vegar að geta, er að allt fram til tíunda áratugs síðustu aldar, voru þessar skuldir með traustum veðum í viðkomandi skipum, innan raunverulegs söluverðmætis þeirra.

Á tíunda áratugnum, þegar útvegsmenn tóku að selja eignir þjóðarinnar (kvótann), brustu fljótt möguleikar fyrirtækja og byggðarlaga til fjármögnunar slíkra kaupa. Yfirleitt voru skip það skuldsett að veðrými var ekkert innan eðlilegs söluverðs skipsins, til frekari lánveitinga. Fyrstu árin, í söluferli kvótans, lánuðu bankarnir þó fé til þessara viðskipta, þrátt fyrir skýra vissu um að útvegsmenn voru að selja það sem þeir höfðu ekki eignarrétta yfir.

 Kvótagreifar LÍÚ börðust harðri og óvæginni baráttu fyrir því að sett yrðu lög sem heimiluðu bönkunum að taka veð í verðmætum kvótans. Hörð andstaða varð hins vegar í landinu, við því að útvegsmenn fengju að veðsetja kvótann. En þar sem útvegsmenn hafa ævinlega farið sínu fram, þó það væri andstætt heildarhagsmunum þjóðarinnar, þá tókst þeim að véla í gegn, við  lagasetningu Alþingis sem kölluð eru "Lög um samningaveð, nr. 75/1997", nægar breytingar á lagatextanum til að geta skapað tostreitu um þýðingu hans.

Hart var barist um 3. gr. þessara laga, en sú grein hefur fyrirsögnina "Heimild til veðsetningar. Séreign hins veðsetta." Vísar fyrirsögnin beinlínis til þess að hið veðsetta, skuli vera séreign skuldarans (lántakandans). Niðurstaðan varð sú að sjávarútvegsráðherra þorði ekki að leggja fram frumvarpið með heimild til veðsetningar aflaheimilda og sátt varð um að 4. töluliður 3. gr. laganna orðaðist svo: (áhersluletur G.J.)

Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips og greiðslumark bújarðar.

Þessa niðurstöðu gátu bankastjórar ríkisbankanna alls ekki sætt sig við, því þeir höfðu þá þegar lánað svo mikið fjármagn út á verðmæti kvótans; verðmæti sem útvegsmenn bjuggu sjálfir til, því kvótinn hefur ævinlega verið verðlaus frá hendi eigandans, ríkisins. Niðurstaðan varð því sú að ráðherrann rann á rassinn og heimilaði viðbót við 4. tölulið 3. gr. lananna, sem hljóar svo: (áhersluletur G.J.)

Hafi fjárverðmæti það, sem réttindin eru skráð á, verið veðsett er eiganda þess óheimilt að skilja réttindin frá fjárverðmætinu nema með þinglýstu samþykki þeirra sem veðréttindi eiga í viðkomandi fjárverðmæti.

Þarna var sett inn trygging fyrir bankana, að aflaheimildirnar yrðu ekki skildar frá skipunum, sem búið var að lána út á hærri fjárhæðir en nam söluverðmæti skipanna. Eins og þetta er orðað þarna, greinilega sett fram í þátíð, og átti eingöngu við um það sem gerst hafði fyrir samningu og gildistöku laganna, þá var þarna á ferðinni frávik frá hinni gildandi reglu, um að ekki mætti veðsetja aflahlutdeild fiskiskips. 

Hvorki útvegsmenn né bankamenn fóru hins vegar eftir þeirri meginreglu laganna, að ekki mætti veðsetja  aflahlutdeild fiskiskips. Þeir litu svo á, að þarna væri komin heimild til  skráningar fjárkröfu á fiskiskip með aflahlutdeild, langt upp fyrir raunverulegt söluverðmæti skipsins.

Þarna var í raun búið að setja í gang næsta undarlega svikamillu, þar sem útvegsmenn gátu aukið veðsetjanlegar eignir sínar að eigin geðþótta, með því einu að verðleggja aflaheimildirnar svo hátt sem þörf þeirra var fyrir aukið lánsfé.

Líkt og bankamenn höfðu áður lánað út á aflaheimildir, sem ekkert verðgildi höfðu frá hendi eigandans, og útvegsmenn engar heimildir til að veðsetja, héldu þeir áfram að lána út á ímyndað veðgildi aflaheimilda, þrátt fyrir að skýrt stæði í lögunum að: Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, ...t.d. aflahlutdeild fiskiskips

Hér hefur einungis verið opnuð smá rifa inn í svikamillu útgerða og bankamanna í sambandi við verðlagningu og óheimila veðsetningu aflaheimilda.  Það er ógeðslegt að hugsa til þess að meðal okkar, í mikilvægum stöðum, skuli ganga svo óheiðarlegt fólk, að það sé tilbúið að ganga svo alvarlega gegn settum lögum landsins, eins og útvegsmenn og bankamenn hafa gert á undanförnum áratug, eða rúmlega það.             


mbl.is Ekkert nýtt að sjávarútvegur skuldi í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú dregur aðalatriðin skírt fram Guðbjörn.  Það sem kemur mest að óvart er hvað það er til mikið af "óheiðarlegu" fólki sem skýlir sér á bak við það að vera í vinnu hjá bönkunum.  Eða teljum við  það eðlilegt að stela af náunganaum ef vinnuveitandinn fer fram á það?

Magnús Sigurðsson, 8.1.2009 kl. 23:07

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyrir Magnús. Spurningin hjá þér er góð, og þegar maður horfir á ýmsar framkvæmdirí þjóðfélaginu, virðist manni svarið við henni vera JÁ.

Guðbjörn Jónsson, 9.1.2009 kl. 09:10

3 identicon

Þessi mál þurfa sína talsmenn.

Nú er grein á netinu eftir Stefán Ólafsson um hin ýmsu hagvaxtarskeið Íslenska lýðveldisins. Við sem vorum ungt fólk á árunum 1970 til 1990 sjáum breytingar þjóðfélagsins. Sérstaklega blekkingarskeiðið frá 1995.

Það er bara þannig að þegar einkaaðilar komast yfir verðmæti án þess að þurfa að skapa þau. Þá dugar engin frjálshyggja, hvursu góð sem hún er, til að halda í taumana.

Fiskveiðiauðlindin, sem fé án hirðis, var rótin að svínaríinu. Við gætum líka einkavætt Handritin, eignarréttarins var aflað á svipaðan hátt. Með þjóðarátaki og nánast vinslitum við annars vinsamlega þjóð.

Núna er ekkert annað í stöðunni en að færa réttindi þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni, ásamt öðrum tilsvarandi auðlindum ótvírætt og endanlega til þjóðarinnar. Jafnfram að nota grunnrentu þessara auðlinda til að greiða niður skuldir þjóðarbúsins. Skuldir sem meir og minna ólöglegir handafar þessara auðlinda hafa skilið eftir sig, á okkur og börnin okkar sem greiðendur.

Jens Jensson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 165601

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband