9.1.2009 | 16:03
Ígrunduð yfirvegun er oftast til bóta.
Það er athyglivert hve fólk tekur fljótfærnislegar ákvarðanir og hefur uppi stóryrði án þess að ígrunda vel hvers er verið að krefjast.
Fólki virðist almennt sjást yfir að Bretar beittu Íslenska ríkið ekki hryðjuverkalögum. Þeir beittu þeim lögum gegn sjálfstæðu hlutafélagi, Landsbanka Íslands hf., sem íslenska ríkið átti ekkert hlutafé í. Íslenska ríkið er því ekki aðili að því máli og getur því ekki haft uppi kröfur vegna þeirrar aðgerðar Breta, sem þarna um ræðir. Af þeirri ástæðu er líklegast að kröfum íslenska ríkisins á hendur Bretum, vegna beitingar hryðjuverkalaga gegn Landsbankanum, hefði verið vísað frá dómi vegna aðildarskorts að málinu.
Skilanefnd Landsbankans átti hins vegar aðildarrétt til slíkrar málssóknar. Ég tel víst að allir hinir erlendu kröfuhafar í bú gamla Landsbankans, sem hryðjuverkalögunum var beitt gegn, hafi notað alla sína lögfræðinga til að kanna möguleika á vinningslíkum slíkrar málssóknar. Að skilanefndin vildi ekki láta reyna á slíka málssókn, finnst mér benda til þess að eitthvað hafi ekki verið í lagi með viðskiptahætti Landsbankans í London, á síðustu vikum eða mánuðum fyrir hrunið.
Það er nauðsynlegt að gera kröfur á stjórnvöld um að gæta hagsmuna þjóðarinnar og réttar. En slíkar kröfur þurfa endilega að vera byggðar á traustri skynsemi, yfirvegun og raunsæi.
Til þess að ná hagstæðum árangri út úr allri þeirri orku sem notuð er til mótmæla, er nauðsynlegt að beina orkunni strax á skipulegan hátt að þeim breytingum sem nauðsynlegt er að gera á stjórnsýslu okkar, í stað þess að eyða allri okkar orku í reiði, og sitja svo eftir, uppgefinn og sár, í sömu súpu stjórnskipulegrar vitleysu, eins og við höfum verið að þróa upp hér undanfarna áratugi.
Það þarf að vera einhvert innihald í hugtakinu NÝTT ÍSLAND.
Væntu of mikils af dómsmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.