14.1.2009 | 16:15
Skilur fólk ekki tröppunina í þroska mannsheilans ?
Ég vona að það vanti eitthvað í það svar sem sagt er að sé frá umboðsmanni barna. Rétt er að mikilvægt sé að börn fái tækifæri til að tjá sig. En mikilvægara er þó að þau séu ekki sett í aðstæður sem eru aldri þeirra og þroska ofviða, því slíkt getur valdið varanlegu tjóni.
Þroski mannsheilans tekur afar hægum framförum. Vegna hinnar takmörkuðu ályktunar- og skynjunarhæfni barnsheilans, hafa verið sett skýr lög um skyldur hins fullorðna til þess að verja börn gegn hverskonar vá.
Við eðlilegar aðstæður hefur 8 ára barn ekki hugarfarslegan þroska til að skilja flóknar aðstæður þjóðfélagsmála. Fullorðnir geta talað svo ógætilega í áheyrn barna að þau finni til hræðslu og óöryggis. Þau upplifa frekar að "veröld" sinni sé ógnað, frekar en að hættan beinist að þeim persónulega.
"Veröld" barnsins er hamingja og velferð heimilis þeirra og nærumhverfis. Hræðsla við "eitthvað sem fullorðna fólkið talar um sem ógn, vandræði eða vá", getur orðið mikil, líkt og myrkfælni áður fyrr, án þess að nokkur skilningur á hættunni sé til staðar.
Ég held að við fullorðna fólkið, þurfum að hafa þessa þætti í huga þegar við veitum sjálfum okkur útrás í lítt hugsuðum umræðum um hve aðrir hafi verið vondir við okkur.
Við höfum nú þegar tekið okkur 4 mánuði í að gæla við þessa þörf okkar fyrir berja á aðstæðum sem löngu eru komnar framhjá. Mesta þörfinnú fyrir orkuna okkar, er að beina henni að verkefnum morgundagsins, sem eru þau að finna farveg fyrir framhald þjóðlífsins.
Við vitum nógu vel hverjar aðstæður okkar eru nú. Þær aðstæður munu ekki breytast neitt á næstu mánuðum; alla vega ekki ef við förum ekki að skapa raunveruleikamynd af framhaldinu, í stað þess að endurtaka stöðugt hvað hinir óhæfu stjórnendur bankanna og þjóðfélagsins gerðu rangt.
Ég tel því fullkomlega tímabært að hætta þessum mótmælaaðgerðum gegn því sem gerðist, en sameina afl okkar á bak við hugmyndina sem Njörður P. Njarðvík o. fl. hafa verið að setja fram, um algjöra endursköpun lýðveldis okkar. Þegar náðst hefur samstaða um það, getum við sameinast í kröfu um kosningar. Fyrr sé ég ekki að um neitt nýtt sé að kjósa; einungis örlitla litabreytingu á sömu vanhæfissúpunni og verið hefur á Alþingi lengi.
Eiga að fá tækifæri til að tjá sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Sonur minni 11 ára, skilur þetta alveg eins og ég mata þetta í hann. Ég þekki hans orðaforða. Hann hefur nú þegar reynslu af klíkum og einelti og flest börn mjög snemma á þetta sem eru í miklum samskiptum við önnur börn frá unga aldri. Það sem blasir við þjóðinni í dag er ekkert sem er ekki hugsanlegt í barnasamfélaginu þá alvega bera þetta saman og útskýra fyrir börnum ástandið með hliðstæðum dæmum. Ég samkvæmt gömlum fjölskyldu hefðum legg áherslu á forsjálni og yfirfæri óttaleysi mitt á hann. Útskýri fyrir honum að það sé gott að skipta um eyðlu áherslur núna til að tryggja jafnari eyðslu fram í tíman. Því við stöndum í dyrunum og langvarandi djúpri alþjóða efnahagslægð í okkar heimshluta.
Mótmæli 98% þjóðarinnar hafa ekkert með pólitík að gera hún er að knýja á um leiðréttingar til þess að tryggja á vexti framtíðarinnar.
Hinsvegar hafa flestir, að ég tel, þá trú að yfirbygging þjóðarinnar sé að reyna viðhalda tilvist sinni út frá sömu vitfirringa forsemdum og áður.
Í stað þess að skera niður í fjármálgeiranum sem er 50% of stór T.d. Kauphöld og Seðlabanki, eignarhaldsfélög til að varpa auknum skattbyrgðum á almenning, Háskólinn í Reykvík og á Bifröst sem áttu að framleiða millifærslu starfskraft þegar Reykjavík væri orðin hliðstæð NY, þá er skorið niður í heilbrigði og nauðsynlegum kaupmátt almennings til til að halda hjólum raunverlegar innanlands starfsemi í gangi. 70% af útlánaþörf Íslenska fjármála kerfisins 2007 var í fjármálageirann sjáflan. 30% útlána voru til sjárvar, landbúnaðar, iðnfyrirtækja og heimila.
Samanber heimsíðu Seðlabanka.
Þegar stjórnvöld koma fram við þjóðina eins og börn er þá furða að hún sé óþarflega óttaslegin?
Júlíus Björnsson, 14.1.2009 kl. 20:25
Mínar bestu stundir sem barn átti ég í hænsnakofanum þar sem ég hélt þessar fínu prédikanir að hætti prestsins. Guðbjörn, ég er ekki viss um að minn hugarfarslegi þroski hafi nokkurn tíma náð þeim hæðum sem hann náði þá.
Leifum börnunum að tjá sig, það ætlast hvort því sem er eingin til þess að það sé á öðru þroskastigi en þeirra.
Magnús Sigurðsson, 14.1.2009 kl. 20:44
Kæru Grétar, Júlíus og Magnús. Takk fyrir innlitið og ykkar athugasemdir. Af skrifum ykkar sé ég að þið hafið á mismunandi hátt leitt hugann að því sem þegar er löngu þekkt, að ýmsar stöðvar heilans taka ekki til starfa fyrr en á ákveðnu aldursskeiði. Það var síður en svo að ég væri að mótmæla því að börn fengju að tjá sig, en okkur fullorðna fólkinu er treyst fyrir því að skapa þeim aðstæður við hæfi hvers aldurs. Magnús er síður en svo einn um að hafa rökrætt málin við hænsnahóp. Af orðum Júlíusar má ráða að hann mati upplýsingar í son sinn, eins og hann telji hann geta tekið á móti. Gott mál. Ég er hins vegar ekki sammála Grétari að það sé orðið þreitt mál að fullorðið fólk hafi opin augu fyrir þeim aðstæðum sem börnum er búið. Þeir sem umgangast börn, eins og lítið fullorðið fólk, ættu sem fyrst að leita sér skilnings á eðli uppvaxtar og þroska.
Með þakklæti og bestu kveðjum, G. J.
Guðbjörn Jónsson, 14.1.2009 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.