21.1.2009 | 18:08
Þeir sem veitast að lögreglu..........
eru ekki að mótmæla ríkisstjórn eða alþingismönnum, bankamönnum eða öðrum þeim sem komið hafa þjóðinni í þá erfiðleika sem við erum nú í. Þeir sem veitast að lögreglunni eru aðilar sem leita eftir tækifærum fyrir ofbeldishneigð sína. Þeir bera enga virðingu fyrir eignum eða réttindum annarra, líkt og ljóst hefur orðið að undanförnu.
Ég vil ekki skipta úr því þjóðfélagi sem við höfum lifað undanfarið, yfir í það þjóðfélag sem þessi hópur kynnir fyrir okkur. Það er greinilega litla hamingju að finna í þannig þjóðfélagi.
Hættið að kasta sprengjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Sumir sem vita af skaphita sínum ættu að sitja heima. Ofbeldishneigð er bæld í mörum einstaklingum og þeir fljótir að finna útrás sinni farveg og málefnin skipta þá engu máli. Og eitthvað er þá vinna þeir í þágu þeirra sem verið er að mótmæla að nokkru leyti.
Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 18:37
það er gott að sumir láta heyra í sér opinberlega. og aðeins örfáir í þessum stóra hópi haga sér eins og fífl. Áfram með mótmælin!
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 19:02
Mig grunaði það örfáir athyglisjúklingar
Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 19:48
Þakka ykkur innlitið og athugasemdina, Júlíus og Hrafnhildur. Ég get svo hæglega tekið undir með ykkur báðum. Sá öfgafulli minnihluti mótmælenda sem ævinlega stefnir mótmælafundum til ögrandi ásóknar á hendur lögreglu, sem hefur lýðræðislegum skyldum að gegna, ætti helst að halda sig heima og fara á samskiptanámskeið. Haldi þessi hópur svona áfram, mun allt eðlilega hugsandi fólk forðast þessa mótmælafundi. Það væru miklir hagsmunir spillingaraflanna.
Ég vil heilshugar geta tekið undir með Hrafnhildi og sagt: Áfram með mótmælin! Ég vildi sjá Raddir fólksins, gera svipaðar kröfur og Gunnar gerir hjá Opnum borgarafundum. Hann gerir kröfur um fullkomna kurteisi og málefnalega framgöngu. Slík mótmæli eru til fyrirmyndar og gefa mun meiri upplýsingar og skapa mun meiri þrýsting, vegna þeirra upplýsinga sem þar koma fram.
Ég held að ég sé nokkuð sammála Júlíusi, að nokkrir athyglissjúkir einstaklingar hleypi átökunum af stað, fyrst og fremst til að sjá og heyra fjölmiðlaumfjöllun um sín eigin "afrek". Endalaust virðast fjölmiðlar falla í þessa grifju. Þeir sniðganga vilja og markmið meginþorra þeirra sem þessa fundi sækja, en einblína á hina örfáu einstaklinga sem fyrir öfgum og ólátum standa.
Mig þyrstir í að upplifa fjölmiðla sem sniðganga öfgaöflin (þeir kunna flestir að sniðganga), en beini athyglinni meira að jákvæðum hópvilja fjöldans. Sá vilji er vel sýnilegur, þó hann keppi ekki um hávaða og óspektir við lítt siðaða öfgahópa.
Guðbjörn Jónsson, 21.1.2009 kl. 21:15
Eimitt 4.valdið kyndir óbeint undir ofbeldi án þess að gera sér grein fyrir því.
Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 21:20
Sauðnautið geir var að hvetja óbeint til ofbeldis með bullinu sem kom úr honum í dag
Alexander Kristófer Gústafsson, 22.1.2009 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.