21.1.2009 | 21:33
Pistill fluttur á Útvarpi Sögu í hádeginu 21.01.09
Ég velti fyrir mér hvort þeir mótmælendur sem ganga fram með yfirgangi gegn lögreglu og ásetningi um að skemma eða eyðileggja verðmæti, geri sér grein fyrir stöðu þjóðfélagsins. Eða hvort þeir séu að vænta þess að aftur sé hægt að hverfa til þess tíma sem var fyrir bankahrunið.
Við þurfum að gera okkur grein fyrir hvað í raun og veru gerðist á þessum tíma. Það er bara partur af heildarmyndinni að auðjöfrar og útrásarvíkingar hafi með vafasömum hætti mokað fjármunum út úr bönkunum. Það athæfi er ekki að breyta daglegu líf okkar, nema að litlu leiti.
Við þurfum að horfast í augu við það að allt þjóðfélag okkar hafði þanist út í peningadýrkun og eftirsókn eftir meiri peningum. Manngildi, heiðarleiki og trúmennska viku til hliðar, svo umfang peningalegra lífsgæða yrðu sýnilegri.
Allt þetta umfang var drifið áfram af erlendu lánsfé, þó það væri einungis lítið brot af heildarskuldsetningunni, þá var það innflæði lánsfjár nógu mikið til að rugla dómgreind stórs hluta þjóðarinnar.
Það sem fyrst og fremst breyttist við bankahrunið, var að innstreymi lánsfjár til þjóðfélagsins stoppaði; hafði reyndar stoppað nokkru fyrr. Þá kom strax í ljós hvaða starfsemi í þjóðfélaginu hafði verið drifin áfram með stöðugum lántökum, því sú starfsemi stöðvaðist þegar í stað.
Hve samdrátturinn í þjóðfélaginu verður mikill er ekki orðið ljóst enn, en okkur er afar nauðsynlegt að átta okkur á, að það þjóðlíf sem byggðist á drifkrafti erlendrar lántöku, mun ekki koma aftur; sama þó við skiptum um fólk í stjórnunarstörfum.
Við þurfum öll að horfast í augu við það, að öll eigum við okkar part af því að svona er komið fyrir þjóðlífi okkar. Hvort auðjöfrar og útrásarvíkingar hafa svikið einhverjum milljörðum meira eða minna út úr bönkunum hér, mun tæplega lenda á herðum skattgreiðenda, þar sem bankarnir eru hlutafélög, sem ríkissjóður er ekki eignaraðili að.
Það sem að okkur snýr, fyrst og fremst, er að endurskipuleggja þjóðfélagsgerð okkar, miðað við þær aðstæður sem framundan eru. Það er ekki bara það, að þeir einstaklingar sem stjórnuðu bönkunum höfðu ekki ábyrgðartilfinningu eða raunhæft mat á möguleikum sínum til endurgreiðslu þess lánsfjár, sem þeir tóku að láni í útlöndum, sem veldur álitshnekki okkar erlendis. Það er ekki bara það að ríkisstjórnin, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið, hafi brugðist eftirlits og stýringarhlutverki sínu. Það sem veldur álitshnekkinu er að meginþorri þjóðarinnar skildi taka þátt í þessari vitleysu, án þess að leiða hugann að afleiðingum svona mikillar skuldsetningar erlendis.
Við þurfum að átta okkur á því að hávær mótmæli, með aðsúgi að lögreglu, yfirgangi og skemmdastarfsemi, skilar okkur engu til baka af töpuðu áliti. Frekar að það undirstriki ábyrgðarleysi gagnvart þeirri stöðu sem upp er kominn; og varð til án þess að nokkur, þeirra sem nú hrópa og valda skemmdum, hreyfði mótbárum. Þeir eiga því sinn þátt í því ástandi sem upp er komið, og eru því, með framgöngu sinni, jafnframt að mótmæla sínu eigin sinnuleysi um langtíma afkomu þjóðfélagsins, sem þeim þykir nú svo afar vænt um.
Ég er með þessu ekki að mótmæla mótmælum, heldur fyrst og fremst að benda á að mótmæli geta verið tvennskonar; niðurrífandi eða uppbyggileg. Við höfum fá dæmi um að mótmæli, til að fá útrás fyrir reiði, hafi skilað umtalsverðum úrbótum. Hins vegar höfum við mörg dæmi um að friðsöm mótmæli, sem byggð eru á virðingu fyrir mannréttindum og lífi annarra, hafi skilað umtalsverðum árangri. Í því samhengi má minna á mótmælin hjá Gandi, Mandela, og kannski ekki síst vegna gærdagsins í Bandaríkjunum, minna á mótmæli Marteins Lúter King, nú þegar Obama verður forseti Bandaríkjanna.
Við eyðum bæði tíma og orku með því að ganga ekki markvissar og af einurð fram með skýrar kröfur um endurskipulegningu þjóðfélagsins.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.