Á margan hátt geta menn orðið af aurunum Apar.

 Fréttin sem þessi færsla er tengd við  ber með sér sannleiksgildi fyrirsagnar þessa pistils. Hér er ekki verið að deila á fréttamenn Mbl.is, heldur þá erlendu sérfræðinga sem eru burðarstoðir þessarar fréttar.  Upphaf fréttarinnar er svona:

Fjármálasérfræðingar segja, að mannaskipti í embætti forsætisráðherra á Íslandi muni ekki hafa áhrif á stöðu íslensku krónunnar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Afar athyglisvert í ljósi þess að EKKERT land utan Íslands, hefur nokkurn tíman litið á íslensku krónuna sem viðskiptamynt annars staðar en á Íslandi. Af þeirri ástæðu einni er ljóst að á  alþjóðlegum fjármálamörkuðum  er krónan ekki einhver hluti fjármálakerfa og hefur aldrei verið. Af þeirri ástæðu einni, á öllum sérfræðingum á sviði fjármála,  að vera ljóst að mannabreytingar í ríkisstjórn Íslands breyta engu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Hins vegar er flestum ljóst, sem skoða málin vandlega, að sérfræðingar fjármálafyrirtækja, eru út um allan heim að leita að gróðaleiðum, fyrir þá sem fjármunum og fjárhæðum safna.  Þegar gengisskráning krónunnar var gefin frjáls árið 2001, fóru Íslendingar í stórauknum mæli að leita eftir erlendu lánsfé. Sérfræðingar  fjármagnseigenda fóru þá að skoða þetta örríki og við fyrstu sýn virtist þetta vænleg gróðaleið. bankarnir sýndu mikinn hagnað og vextir voru margfallt hærri en hægt var að fá í nokkrum öðrum siðuðum ríkjum veraldarinnar. Við fyrstu sýn var þarna því gott gróðatækifæri.

Í fyrstu lánuðu fjármagnseigendur íslensku bönkunum, með milligöngu sinna erlendu banka. Þetta reyndist engin sérstök gróðaleið, því erlendu bankarnir voru háðir reglum um vaxtaprósentur, svo hagnaður vaxtamunar, rann fyrst og fremst til íslensku bankanna, sem lánuðu féð aftur út á Íslandi. Eftir nokkra tilraunastarfsemi fóru erlendu fjármagnseigendurnir að kaupa íslenskar krónur. Enginn hörgull var á slíku, því Íslendingar voru svo sólgnir í erlendan gjaldeyri að þeir virtust aldrei fá nóg.

Kaupin á íslensku krónunni voru ekki til þess gerð að nota hana í viðskiptum á öðrum myntsvæðum, heldur til þess að lána hana aftur út á Íslandi og fá í eigin vasa hina himinháu vexti sem greiddir voru á Íslandi. Meðan gjaldeyrisstreymi til og frá landinu var ótakmarkað, gekk þetta ágætlega og hinir erlendu fjármagnseigendur gátu flutt stórgróða sinn hindrunarlaust úr landi. Þetta breyttist hins vegar þegar hömlur voru settar á gjaldeyrisflæðið út úr landinu. Hinir erlendu fjármagnseigendur höfðu engan áhuga á að flytja gróða sinn úr landi sem íslenskar krónur, því krónan var hvergi viðskiptamynt nema á Íslandi.  Í fréttinni segir aftirfarandi:

Fram kemur að fjárfestar séu afar tortryggnir í garð íslenskra stofnana eftir bankahrunið, sem varð í október en margar fjármálastofnanir hafa tapað miklu fé á falli bankanna. Þetta leiðir til þess, að lítil sem engin alþjóðleg viðskipti eru með krónuna.

Alþjóðleg viðskipti hafa aldrei verið með íslenska krónu. Þetta er bull sem fjármálamarkaðurinn er að reyna að halda lifandi í von um að geta, í það minnsta að hluta til, endurreist tekjuumhverfi sitt, af því að færa fjármuni fram og til baka á milli nokkurra fjármagsneigenda.  Lítum á aðeins meira af bulli í þessari frétt. Þar segir:

Alþjóðleg matsfyrirtæki lækkuðu lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins verulega á síðasta ári. Haft er eftir Michael Ganske, sérfræðingi hjá Commerzbank, að veikindi íslenska forsætisráðherrans og nýjar kosningar bæti ekki úr skák.

 Þessi blessaði sérfræðingar sem þarna tjáir sig, hefur greinilega enga þekkingu á því umhverfi sem skapar íslensku þjóðinni tekjur. Ég held að langsótt sé að ætla að veikindi Geirs komi til með að fella verð á Áli eða fiski. Og ekki reikna ég með að veikindi hans leiði til verðhækana á erlendum aðföngum.  Þetta er því vægt til orða tekið heimskubull, sem nánast er til vansa að hafa eftir. Og þessi blessaði maður bætir um betur með eftirfarandi:

Og þótt ekki sé hægt að segja að íslenska ríkisstjórnin hafi verið sérlega farsæl muni þessir atburðir enn auka á óstöðugleikann. 

Blessaður maðurinn virðist ekki hafa aflað sér neinna frétta frá Íslandi, þvi hefði hann gert það, hefði hann geta lesið úr því að mesti óstöðugleikinn stafaði af meintu aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar, sem öll þjóðin vænti að úr rættist og ró kæmist á, að afloknum kosningum.

Og í fréttinni er vitnað í enn einn sérfræðinginn sem segir eftirfarandi:

Kenneth Orchard, sérfræðingur hjá matsfyrirtækinu Moody´s, segir að fylgst verði grannt með stöðu mála á Íslandi næstu mánuðina. Nauðsynlegt sé að þar komist á stöðugleiki þannig að stjórnvöld geti slakað á þeim höftum, sem sett hafi verið á gjaldeyrisviðskipti og peningamál.

Þessi maður er svo greinilega EKKERT að hugsa um batnandi lífskjör þjóðarinnar. Hans hugsun snýst fyrst og fremst um að á komist nauðsynlegur stöðugleiki. Hann er ekki að hugsa um að þá lækki verðbólgan og lífskjör þjóðarinnar batni. NEI, hann er að hugsa um að þá: geti stjórnvöld  slakað á þeim höftum, sem sett hafi verið á gjaldeyrisviðskipti og peningamál.  

Hvað sagði ég hér að ofan. Eina virka aflið í áhuga þessara erlendu fjármála sérfræðinga,  er að komast aftur inn á þennan hávaxta lánamarkað og geta óhindrað flutt gróða sinn jafnharðan úr landi. Þeir hafa engan áhuga á að afrakstur af íslensku atvinnu- og viðskiptalífi sé notað til að byggja hér upp og auka lífsgæði, eða greiða öðrum fjárfestum sínar erlendu skuldir. 

Það er gróði þeirra sjálfra sem þeir eru fyrst og fremst að hugsa um.                 


mbl.is Stjórnarskipti breyta engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heyr Guðbjörn!

Matsfyrirtækin þjóna húsbændum sínum fyrst og fremst. Íslendingar verða að treysta á sitt eigið mat á öllum tímum um að hámarka gróðann og halda honum eftir innanlands.

Júlíus Björnsson, 24.1.2009 kl. 18:42

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Guðjón: ég hef sagt það áður að ég vil þig á Alþingi, ég ætla að bæta um  betur og fara fram á að þú verðir Fjármálaráðherra, í næstu ríkisstjórn.

Magnús Jónsson, 25.1.2009 kl. 00:43

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Júlíus!  Það er rétt hjá þér að matsfyrirtæki í fjármálum og greiningadeildir bankanna eru ákveðnar blekkingamaskínur til að skila fyrirtækjunum tekjum. Það eru jú fjármagnseigendurnir sem þeir eru í raun að blekkja, en af því að almenningur er yfir höfuð heiðarlegur, miðað við hina, þá telur almenningur að blekkingar mats- og greiningadeilda sé hin raunverulega von um framtíðarþróun.  Það er rétt hjá þér að við höfum alltaf þurft að treysta á okkar hyggjuvit, og ævinlega farnast best þegar við gerum það, og látum sjónhverfingar og fjárhættuspil vera utan okkar efnahagsumhverfis.

Sæll Magnús!  Þakka þér fyrir ummælin. Ef upp úr þeim breytingum sem vonandi verða í framhaldi af þessu klúðri gæti skapast heilbrigður vilji á Alþingi til að vinna heildarhagsmunum þjóðarinnar, mundi ég glaður leggja því lið. Slíku hefur ekki verið fyrir að fara síðustu áratugina.  Ég treysti mér til að fullyrða að ég yrði ekki verri fjármálaráðherra en sá sem nú situr, enda ekki við háan mælikvarða miðað. 

Guðbjörn Jónsson, 25.1.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 165584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband