Ingibjörg á að vera í veikindaleyfi.

Ég er nokkuð undrandi á þessari kröfu um verkstjórn, í ljósi þess að Ingibjörg á að vera í veikindaleyfi.  Ég velti fyrir mér hvort hún og/eða forysta Samfylkingarinnar, geri sér ekki grein fyrir því hvaða afleiðingar geta fylgt svona heilaaðgerðum.

Ég fór sjálfur í heilaaðgerð 1987, þar sem fjarlægt var góðkynja æxli.  Þá var ég og fjölskylda mín vöruð við því að á næstu 6 mánuðum eftir aðgerðina, mætti reikna með að það slægi útí fyrir mér og ég ruglaði. Skynjun mín gæti á köflum ruglast svo að ég þekkti ekki konuna mína eða aðra nána fjölskyldu. Rík áhersla var lögð á að óttast þetta ekki, því þetta væri bara tímabundin áhrif frá því að opna höfuðkúpuna, því við það minnkaði þrýstingurinn sem heilanum væri eðlilegt að hafa á sér.

Í ljósi þessara þátta, finnst mér töluvert óráð hjá Samfylkingunni að gera kröfu um verkstjórn í ríkisstjórn næstu mánuðina, því næstu mánuði þarf Ingibjörg að hafa sem minnsta pressu á höfuð sitt.                     


mbl.is Vilja taka að sér verkstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vitur veit, reyndur veit þó betur. Því miður hefur meiri hluti þjóðarinnar beina eða óbeina reynslu af því sem þú veist einna best.

ISG virðist nú síðast gera sér grein fyrir að mánuður frá störfum sé lámark ef Geir H. geri það sama. 

Júlíus Björnsson, 26.1.2009 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband