26.1.2009 | 22:15
Telur prófessor í stjórnmálafræði forsetann valdalausann ?
Ég er svolítið undrandi á þessum ummælum prófessorsins, því skýr ákvæði eru um það í stjórnarskránni að embætti forseta er alls ekki valdalaust og á ekki að vera áhrifalaust, varðandi heildarhagsmuni þjóðarinnar, þó hann blandi sér ekki í pólitísk deilumál.
Samkvæmt stjórnarskránni hefur forseti afar víðtækt vald, sem hann annað hvort fer með sjálfur eða felur öðrum að fara með undir sinni valdheimild. Skal hér vikið að nokkrum. (leturbr. eru mínar).
Í 13. gr. stjórnarskrár segir svo: Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
Þarna kemur skýrt fram að forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt, en hann afsalar sér því ekki til þeirra.
Í 15. gr. segir svo: Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
Ekki er þess getið þarna að hann eigi að gera þetta eftir tillögu þess sem umboð hans hafi til stjórnarmyndunar, eða neinar aðrar undantekningar á valdi hans í þessum efnum.
Í 18. gr. segir svo: Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.
Í 19. gr. segir svo: Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.
Þarna kemur skýrt fram val forseta, því löggjöf samþykkt af Alþingi eða reglugerðir gefnar út af ráðherrum, hafa EKKERT GILDI fyrr en forseti hefur undirritað þau. Að ráðherra þurfi að undirrita með forseta, ræðst af því að forseti ber ekki ábyrgð á pólitískum athöfnum ráðherra.
Í 20. gr. segir svo: Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, er lög mæla. - Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það. - Forseti getur flutt embættismenn úr einu embætti í annað,..
Í 21. gr. segir svo: Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.
Í 26. gr. segir svo: Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi.
Í 30. gr. segir svo: Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.
Þetta er alls ekki tæmandi listi yfir valdssvið forsetans, en ég læt þetta duga núna. Ljóst er að samkvæmt stjórnarskrá hefur forsetinn töluvert víðtæk völd, þó honum sé bannað að taka þátt í pólitískum athöfnum, eða öðru stjórnmálalífi.
Embættið gegni virkara hlutverki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Gott að þú tekur þetta mál svona vel fyrir Guðbjörn. Fyrir svo sem 30 árum skrifaði ég nokkrar blaðagreinar um málið og í svipuðum dúr. Við þurfum meira forsetaræði og minna flokksræði.
Loftur Altice Þorsteinsson, 26.1.2009 kl. 22:57
Forseti hefur sem sagt mikið vald, og væntanlega mikla ábyrgð líka. Núverandi forseti hefur sem sagt undirritað og samþykkt öll lög sem hafa verið sett hér síðan 1996. Ber hann þá ekki mikla ábyrgð á því lagaumhverfi sem hér er? Hann er jú sá eini sem hefur samþykkt öll þessi lög. Á hann þá kannski að segja af sér í ljósi atburða undanfarinna mánaða, sem eru afleiðing af slöku laga- og reglugerðaverki? Eða hefur forsetinn bara vald, en enga ábyrgð?
Dengsi (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 00:11
Þetta mætti gjarna vera ofar í umræðunni. Það er einfaldlega ekki hægt að túlka burt skýrt skrifuð ákvæði stjórnarskrárinnar með framkvæmdavalds-venjum og hefðum.
Til dæmis er það að búið sé að túlka þingrofavald upp á þingmann með þvílíkum ólíkindum í landi sem kallar sig réttarríki.
Dengsi, Forsetinn er þjóðkjörinn - hann axlar ábyrgð á fjögurra ára fresti líkt og allir þingmenn.
Valan, 27.1.2009 kl. 05:16
Sæll Loftur! Það sem ég hef lesið um hugmyndir þess tíma sem stjórnarskráin var samin, var að forsetinn hefði vald til að verja þjóðina fyrir tilraunum stjórnmálaaflanna, til að brjóta á réttarstöðu almennings og þeim þáttum sem tilgreindir eru í stjórnarskrá. Ég hef einungis orðið var við einn mismun á fyrirætlunum og svo því sem stendur skrifað í stjórnarskrána. Það er varðandi lög sem forsetinn neitar að undirrita. Í stjórnarskránni segir að lög sem forsetinn neitar að undirrita komi strax til framkvæmda, sem er þvert gegn öðru ákvæði stjórnarskrár, þar sem segir að undirritun forseta þurfi til að lög taki gildi.
Þarna hafa einhver óheiðarleg öfl komist í textann um meðferð laga sem forsetinn neitar að undirrita. Eðli málsins samkvæmt ættu þau ekki að taka gildi fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem gildi laga almennt, veltur á því að forsetinn undirriti þau.
Við erum ekki með Bandaríska stjórnskipan, þó ráðherrar okkar hafi hagað sér sem slíkir á undanförnum árum. Ég tel því að gæta þurfi hófs í valdstýringu forseta, en engu að síður er okkur mikilvægt að loka hið fyrsta fyrir hið kommuníka fyrirkomulag sem hér hefur verið að setjast að á undanförnum árum, með ört vaxandi valdhroka flokkssjónarmiða. Þjóðin þarf því að endurhanna hugsanagang sinn og læra að greina hvað er lýðræðishugsun, hvað er kommonísk flokkshugsun og hvað er Bandaríkst ráðherraríki. Stjórnskipan okkar er lýðræði, en þjóðin hefur tapað hugforminu sem slík stjórnun byggist á.
Guðbjörn Jónsson, 27.1.2009 kl. 11:28
Sæll Dengsi! Það er rétt hjá þér að forsetinn hefur í raun nokkuð mikið vald, en stjórnmálaöflin í landinu hafa mjög hamast gegn því sjónarmiði, vegna þess að helsta vald forsetans felst í því að hamla stjórnmálaöflunum að fara gegn grundvallarsjónarmiðum mannréttinda og þeirri grunnskyldu stjórnmálaafla að virða og fara í einu og öllu eftir skýrum ákvæðum stjórnarskrár. Eins og dæmin sanna, hefur stjórnmálaöflum okkar gengið afar brösulega að virða stjórnarskrána og önnur viðurkennd og samningsbundin mannréttindi.
Í raun ber forseti ábyrgð á því að þau lög sem hann staðfestir, séu hvorki í andstöðu við ákvæði stjórnarskrár eða samningsbundin mannréttindi. Um rétt forseta til að stöðva lög frá Alþingi hafa hins vegar verið afar heitar og þungar deilur, sem aldrei hafa verið leiddar til lykta. Það hefur leitt til þess að dregið hefur verið í efa vald forseta til að neita undirritun laga; sem aftur hefur orðið til þess að forseti hefur oftast látið undan þrýstingi stjórnmálaaflanna og ekki beitt valdi sínu.
Forseti er hins vegar ekki ábyrgur fyrir framkvæmd laga, og að því leiti ekki ábyrgur fyrir þeim hörmungum sem yfir okkur hafa gengið að undanförnu. Forsetinn er ekki heldur ábyrgur fyrir athöfnum ríkissjórnar eða Alþingis, svo eina ábyrgð hans felst í því að hafa ekki vísað einhverjum þeirra laga sem þú ert að hugsa um, til ákvörðunar þjóðarinnar um hvort þau ættu að taka gildi.
Guðbjörn Jónsson, 27.1.2009 kl. 11:48
Sæl Vala! Takk fyrir innlitið og þitt sjónarmið, sem ég er alveg sammála. Þjóðin þyrfti að vera meira vakandi fyrir réttarstöðu sinni og ákvæðum stjórnarskrár. Þá gengi okkur betur að fylgja slóð lýðræðis.
Guðbjörn Jónsson, 27.1.2009 kl. 11:51
Varðandi athugasemd Völu, þá var ég að vísa til þeirrar kröfu "þjóðarinnar" að nú skuli boðað til alþingiskosninga. Er þá ekki rétt að láta kjósa forseta líka, því hann ber ekki minni ábyrgð en þingið.
Guðbjörn: Forsetinn samþykkir lögin og ber ábyrgð á því. Ef þær gerðir sem leiddu til hörmunganna voru löglegar þá þarf ekki að ræða það frekar. Punkturinn er sá að ef menn ætla að lesa Stjórnarskána jafn bókstaflega og þú leggur til að gert verði (og er mér svo sem ekki á móti skapi) þá er lágmarkskrafa að hún sé öll lesin þannig, og forsetinn þá látinn bera þá ábyrgð sem honum ber. Vald án ábyrgðar er mér ekki að skapi.
Dengsi (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 20:35
Dengsi, ég var ekkert að grafa undan því að umræða um hvort gjörðir forseta undanfarin ár séu af þeim toga að boða þurfi til kosninga á fyllilega rétt á sér. Ég vildi bara minna á að hann gengur reglulega í gegnum sértækustu kosningu landsins.
Ég er langt í frá að vera sérstakur stuðningsmaður Hr. Ólafs Ragnars en ég set hins vegar spurningamerki við það hvort forsetinn hafi verið í raunverulegri aðstöðu til að stöðva lagasetningar í ljósi þess sem gekk á með fjölmiðlafrumvarpið. Einnig má nefna það að skortur á reglum og lögum er af mörgum talinn stærra vandamál en það að forseti hafi samþykkt þau fáu sem fyrir hann komu. Hann hefur nú ekki vald til að breyta þeim.
Að lokum tel ég óheppilegt að kjósa til þings og forseta á sama tíma og tel heilbrigt að þær kosningar skarist á, bæði svo að kosningabaráttan fái að skila sínu hlutverki og svo að framboðin sameinist ekki í eina valdablokk.
Valan, 27.1.2009 kl. 23:28
Vala, nú er ég aldeilis sáttur við þig. Las einnig slatta á blogginu þínu og leist vel á það sem þú hefur fram að færa.
Varandi það að forseti axli ábyrgð á fjögurra ára fresti þá hefur aldrei reynt á það. Forsetar undanfarinna áratuga hafa ekki gert neitt annað en vera andlit landsins út á við, þangað til núna að O.R.Grímsson kemur með nýja takta. Fram til þessa hafa forsetar vart gert annað en stimpla lög og taka í hendur á þjóðhöfðingjum. Stimplunin hefur verið talin sjálfsögð, og handabandið kurteisi. Held við séum líka sammála um að forseti sé í raun ekki í aðstöðu til að stöðva lagasetningar.
Varðandi skort á lögum og reglum þá er ég ekki sammála. Það gæti samt verið skortur á góðum, hnitmiðuðum og skilmerkilegum lögum.
Góðar stundir.
Dengsi (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 00:48
Takk fyrir það Dengsi og ég er sammála því sem þú segir að réttara sé að tala um skort á hnitmiðuðum og skilmerkilegum lögum og reglum en bara lögum og reglum almennt.
Valan, 28.1.2009 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.