26.1.2009 | 22:54
Þingrofsvaldið er ekki misskilningur forseta
Það vekur mér furðu hve margir menntamenn geisast fram á völlin til að halda fram atriðum sem ekki er nokkur fótur fyrir í stjórnarskrá. Í IV kafla stjórnarskrár er fjallað um störf og starfshætti Alþingis. Þar er hvergi að finna heimild fyrir forsætisráðherra til að rjúfa þing, enda er afar skýrt í 24. gr. stjórnarskrár að það er forsetinn sem hefur þá heimild.
Misskilningur af þessu tagi er partur á svokölluðu "ráðherraræði", þar sem ráðherrar taka sér völd sem þeir hafa í raun alls ekki. Misskilningurinn í þessu er sennilega fólginn í því að þegar forsetinn fær formanni stjórnmálaflokks umboð til stjórnarmyndunar, og þeim formanni tekst að fá stuðning meirihluta Alþingis, fær forseti honum forsætisvald yfir ríkisstjórn, vegna þess að hann nýtur viðurkennds stuðnings meirihluta Alþingis.
Þegar forsætisráðherra missir stuðning meirihluta Alþingis, verður hann að skila forseta aftur umboði sínu, því umboðið byggir á meirihlutatastuðningi á Alþingi.
Starfsstjórn hefur aldrei meirihlutastuðning á Alþingi og hefur því í raun ekkert vald til að taka nýjar ákvarðanir; einungis umboð til að halda öllum eðlilegum samskiptaformum gangandi, eftir þeim lögum og reglum sem þegar eru fyrir hendi. Allar nýjar athafnir sem starfsstjórn mundi vilja koma í framkvæmd, verður hún að bera undir Alþingi og fá þær þar staðfestar af meirihluta Alþingis.
Þessi mikla eðlisbreyting á valdsstöðu forsætisráðherra gerir það að verkum að hann hefur ekkert sjálfsprottið frumkvæðisvald til athafna frá eigin brjósti, og hefur þar af leiðandi, ekki frekar en áður, vald til að rjúfa þing. Eins og áður verður hann að leita til forseta, sem hefur valdið til að rjúfa þing. En áður en forseti fellst á slíkt, verður hann að kanna hvort einhver stjórnmálaöfl geti komið sér saman um myndun meirihluta á Alþingi, til stjórar landinu.
Það er undarlegt að þessi einföldu mál skuli vefjast eins mikið og raunin er, fyrir mikið menntuðu fólki, sem ætti að vera sæmilega læst á venjulega samskipta- og stjórnunarhætti.
Stórkostlegur misskilningur forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Þessi mál vefjast ekkert fyrir lögfræðingum. Í 13. gr. stjórnarskrárinnar segir "forseti lætur ráðherra framkvæma vald sitt." Þetta ákvæði leiðir til þess, í stuttu máli, að ráðherra fer með allt vald sem forseti virðist fara með þegar önnur ákvæði stjórnarskrárinnar eru lesin skv. orðanna hljóðan.
dsjo, 26.1.2009 kl. 23:08
Mér sýnist að þú sjálfur slagi hátt upp í lögfræðing í misskilningi. Það er ekkert skylyrði fyrir meirihlutastuðningi í Sts. Forseta Íslands er samk. Sts. heimilt að skipa hvern sem er ráðherra nema hundinn sinn.
Væri heimilt að skipa hunda í embætti væri hundur Davíðs Oddssonar nú Hæstarréttardómari hefði hann ekki látist um aldur fram.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 26.1.2009 kl. 23:14
Eru þessir kjánar ekki læsir ? Hér er 24.málsgreinin:
24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)
Loftur Altice Þorsteinsson, 26.1.2009 kl. 23:20
Ert þú ekki læs? Allavega virðistu ekki hafa lesið það sem ég skrifaði hér að ofan. Í 13. gr. stjórnarskrárinnar segir "forseti lætur ráðherra framkvæma vald sitt." Þetta ákvæði leiðir til þess, í stuttu máli, að ráðherra fer með allt vald sem forseti virðist fara með þegar önnur ákvæði stjórnarskrárinnar eru lesin skv. orðanna hljóðan og þar á meðal 24. gr. Þannig geturðu tekið út orðið forseti í 24. gr. og skipt því út fyrir orðið ráðherra og þannig fengið þau réttaráhrif sem ákvæðinu er ætlað að hafa.
dsjo, 26.1.2009 kl. 23:27
Ég skil "dsjo" að þú ert einn af þessum kjánum.
Taktu eftir, að "forseti lætur ráðherra framkvæma vald sitt" og það merkir nákvæmlega, að ráðherra framkvæmir valdheimildir forsetans, í umboði forsetans. Þetta er ekki erfiðari texti en svo, að flestir Íslendingar skilja hann auðveldlega.
Ef ráðherra hefði sjálfstæðar valdheimildir væri það sagt skýrum stöfum. Ráðherra hefur ekkert vald, nema það sem forsetinn hefur falið honum.
Loftur Altice Þorsteinsson, 26.1.2009 kl. 23:45
Mér finnst ekki eðlilegt að túlka stjórnarskrána þannig að þessum tveimur greinum, 13. og 24., sé ætlað að hafa þau réttaráhrif að ráðherrar hafi það vald að rjúfa Alþingi.
Í 2. gr. er þrískiptingu valdins lýst: "Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið."
Þ.e.
13. gr. er einungis lýsing á því hvaða önnur stjórnvöld fara með framkvæmdavald, ráðherrar, og hvernig forsetinn framselur þeim framkvæmdavaldið. En 13. gr. framselur ekki löggjafarvald forseta, einungis framkvæmdarvaldið.
Erlendur S. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 23:47
Loftur. Ég er lögfræðingur en ekki þú. Ég nenni ekki að skrifa upp heilar klausur hérna í viðbót til að útskýra þetta fyrir þér en ég get bent þér á bókina Stjórnskipunarréttur eftir Gunnar G. Schram. Lestu hana (ég hef gert það oftar en einu sinni) og komdu svo hérna og reyndu að halda fram þessu bulli.
dsjo, 27.1.2009 kl. 00:14
Loftur. Ég ætlaði bara að benda þér á að lokum að það sem ég er að segja hérna er ekki einu sinni umdeilt meðal lögfræðinga á Íslandi.
13. gr. felur í sér valdframsal frá forseta til ráðherra enda gengi annað ekki upp þar sem forsetinn er skv. 11. gr. sts. "ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum." og ráðherrar bera skv. 14. gr. "ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum." Ef ekki væri fyrir valdframsalið í 13. gr. þá væri forsetinn ekki bara gríðarlega valdamikill heldur gætu ráðherrar jafnvel endað í fangelsi fyrir stjórnarframkvæmdir sem forsetinn framkvæmdi og þeir hefðu ekkert um að segja.
dsjo, 27.1.2009 kl. 00:38
Sérhver er sjálfum sér næstur. Svo mun og um afturbeygða fornafnið sér í máli forfeðra minna Íslenskra. Í Heiðni var ritað Guð skapaði manninn í sinni mynd. Sami Guð skapaði líka apa í sinni mynd. Við gerum okkur hinsvegar enga mynd af Guði.
Forsetinn lætur [ráðherra framkvæma vald sitt: sem honum ber]. Hvað Forseta ber er ekki mikið og því listað nákvæmlega. Framkvæmdastjórinn á hverju kjörtímabil framkvæmir það sem tilheyrir í samræmi við lögin og vilja meirihulta alþingis. Forsetinn getur ekkert framkvæmt ef 2/3 hlutar þingsins eru því mótfallnir nema þjóðarvilji sé fyrir hendi. Forsetinn getur þvingað ýmislegt fram þá og því aðeins að þjóðarviljinn bakki það upp.
Ráðning framkvæmdastjóra er ekki framkvæmd í sjálfum sér heldur athöfn eða skipun. Forfeður mínir gerðu ekki ráð fyrir að forseti væri heilalaus og hann myndi að sjálfsögðu ekki hefta framkvæmir sem væru með vilja meirihluta alþingis eða í samræmi við. Þeir gerðu heldur ekki ráð fyrir að alþingsmenn væru heilalausir svo 2/3 hlutar alþingismanna geta tafarlaust rekið heilalausan Forseta af. Forsetinn er nokkurskonar táknrænn umboðsmaður þjóðvaldsins sáttarsemjari milli hinna valdaanna þriggja. Með þvingunarrétt ef hann telur þjóðvaldinu gróflega misboðið. Ein þjóð talar sömu tungu sögðu þeir sem námu landið. Ég lærði hinsvegar í H.Í.að þjóðarhugtakið hefði verið fundið upp á 18. öld í Frakklandi.
Íslensk lög eru fyrir Íslendinga. Forfeður mínir vöru lögréttumenn af Guðs náð og refir sem slíkir.
Síðari tíma lögfræðingar spyrja spurninga að hætti meistarans. Tilgangurinn helgar meðalið: Styrkja framkvæmdavaldið á kostnað Löggjafarvaldsins og Þjóðvaldsins. [Sem þótti ekki ástæða til að nefna sérstaklega hér áður fyrr í vöggu lýðræðisins Íslands]
Rómverjar hinir forn þekktu vedo [neitunar] réttinn svo gerði og yfirstétt Evrópu gegnum aldirnar, samanber Grísku[sögu] kennslu í Latínuskólanum gamla. Íslendingar hliðstætt Dönum hafa sína útgáfu af honum. Það er ekkert að stórnarskráni upprunalegu heldur frekar Íslenskukennslunni að mínu mati.
Júlíus Björnsson, 27.1.2009 kl. 04:18
"Loftur. Ég ætlaði bara að benda þér á að lokum að það sem ég er að segja hérna er ekki einu sinni umdeilt meðal lögfræðinga á Íslandi.
13. gr. felur í sér valdframsal frá forseta til ráðherra enda gengi annað ekki upp þar sem forsetinn er skv. 11. gr. sts. "ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum." og ráðherrar bera skv. 14. gr. "ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum." Ef ekki væri fyrir valdframsalið í 13. gr. þá væri forsetinn ekki bara gríðarlega valdamikill heldur gætu ráðherrar jafnvel endað í fangelsi fyrir stjórnarframkvæmdir sem forsetinn framkvæmdi og þeir hefðu ekkert um að segja. "
Ég veit ekki betur en að í 13 gr. standi "Forsetinn lætur Ráðherra framkvæma vald sitt" ekki man ég til þess að það standi neins staðar að hann framselji ein né nein völd. Bara við þetta er greinilega þín (og eins og þú sagðir lögfræðinga á Íslandi) hugmyndafræði fallin. En ég meina, þú ert hámenntaður lögfræðingur og allt það og ég bara einfaldur heimskur smiður sem get ekki lesið né skilið íslenska tungu.
Menn í dag þurfa Lögfræðigráðu til þess að geta lesið í lögin okkar og stjórnarskrá er það ekki? Ekki finnst mér það þá skrítið að dýralæknafíflið í Fjármálaráðuneytinu sé með allt niður um sig D
Smiður (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 04:50
Ábyrgð fylgir vegsemd hverri.
Ráðherra þarf ekki að vera alþingismaður. En 3/4 hlutar löggjafarvaldsins [alþingismanna] geta vísað vali Forseta til þjóðarvaldsins. Forsetavaldið er vel skilgreint í stjórnarskrá.
Ekkert framkvæmdavald er starfhæft ef það hefur ekki meirihluta löggjafarvaldsins á bak við sig. Þar af leiðir verður meirihluti alþingsmanna að samþykkja val Forseta á ráðherrum hverrar ríkistjórnar. Þjóðin mun aldrei leyfa alþingismönnum eða Forseta að stöðva framkvæmdir sem henni eru ekki að skapi.
Heiðarlegur maður þekkir grundvallar löginn og er slíkur skilningur varla fræðilegur ef siðferðið heldur sig innan ramma laganna. Uppruna stjórnarskráin er til fyrirmyndar síðari tíma siðspillt framkvæmdavald hefur saurgað hana. Þjóðin á fyrsta og síðasta orðin. Hún lætur ekki ræna sig þjóðarvaldinu af siðspilltum þjónum.
Forseti fá Alþingi til að samþykkja utanþingsstjórn sem hann velur [úr hópi þeirra sem hafa engu að tapa í vinsældum] eða boði til kosninga.
Júlíus Björnsson, 27.1.2009 kl. 06:23
"dsjo" segist vera lögfræðingur og því viti hann allt betur en ég aumur verkfræðingur. Nú get ég frætt "dsjo" um að verkfræðingar almennt bera ekki mikla virðingu fyrir lögfræðingum allmennt. Þar að auki ert þú ekkert nema froskur í augum allra bloggara. Þú ættir því að þegja og láta vera að opinbera heimsku þína.
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.1.2009 kl. 08:43
Ég þakka þær umræður sem hér hafa farið fram. Ég ætla nú ekki að bæta miklu við þær, en get þó ekki annað en vikið fáeinum orðum að ritara hér sem kallar sig "dsjo".
Með vísan til þess hve fáfróður þú virðist vera um þrepun ábyrgðar og skyldna, tel ég útilokað að þú hafir lögfræðipróf. Ég hef í gegnum tíðina átt samskipti við breyða flóru lögfræðimenntaðra manna, en hvergi orðið var við álíka kjánaskap og þú lætur hér uppi.
Að þú skulir ekki þekkja mismun þess að framkvæma vald í umboði valdhafa, frá því að framkvæma vald samkvæmt framseldu rétti til að beita því af eigin frumkvæði, gefur réttsýnishugsun þinni afar lága einkunn.
Þakka þér samt fyrir að gefa mér tækifæri til að brosa út í annað.
Þakka öllum fyrir sinn þátt í umræðunum hérna. Vonandi tekst að færa til virkari viðurkenningar ýmsa réttlætisþætti sem felast í stjórnarskrá okkar og samningsbundnum mannréttindum.
Guðbjörn Jónsson, 27.1.2009 kl. 13:49
Ég nenni ekki að svara dónaskapnum og vitleysunni sem kemur út úr þér Guðbjörn á annan hátt en að vísa í ritið Stjórnskipun Íslands eftir Ólaf Jóhannesson en uppfært af Gunnari G. Schram. Á bls. 110 segir eftir að talin hafa verið upp öll þau ákvæði sem veita forsetanum vald samkvæmt orðanna hljóðan:
"Sé litið á þessi ákvæði stjórnarskrárinnar ein út af fyrir sig mætti ætla að vald forseta væri mikið. Þess er þó að gæta að í öðrum stjórnarskrárákvæðum er mjög dregið úr valdi forseta. Þannig segir í 13. gr. stjskr. að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt og samkvæmt 19. gr. stjskr. veitir undirskrift forseta undir löggjafarmál og stjórnarerindi þeim gildi er ráðherra ritar undir þau með honum. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum, sbr. 14. gr. stjskr., en sjálfur er forseti ábyrgðarlaus, sbr. 11. gr. stjskr. Er af þessum ákvæðum ljóst að forseti getur lítt beitt valdi sínu til jákvæðra athafna og ákvarðana nema með atbeina ráðherra."
Einnig segir um stjórnarframkvæmdir:
"Þáttaka forseta í þessum störfum er að jafnaði aðeins formsatriði sem nauðsynlegt er að vísu ef athafnir eiga að öðlast gildi. En áhrif á efni ákvaðana hefur hann ekki. Það er hlutverk viðkomandi ráðherra að segja til um það."
Á bls. 253 í sama riti segir svo um þingrof:
"Það er forseti lýðveldisins, sem rýfur þing, vitaskuld með atbeina ráðherra, svo sem endranær, þegar um stjónarathafnir forseta er að tefla.
Og by the way ef þú hefur svona mikil samskipti við lögfræðinga þá skora ég á þig að tala við einhvern þeirra og spurja þá út í þetta sem við erum að ræða hérna. Ég hef allavega ekki enn hitt lögfræðing sem lætur sér detta í hug að halda því fram að forsetinn hafi vald hvorki til að rjúfa þing eða framkvæma aðrar stjórnarathafnir sem honum eru faldar samkvæmt orðanna hljóðan í stjórnarskrá.
dsjo, 27.1.2009 kl. 14:00
Enn heldur "dsjo" (Davíð S. Jónsson) áfram að vaða reyk varðandi Stjórnarskrána. Hann er nú ekki alveg viss um að hafa rétt fyrir sér og gengur því ennþá undir dulnefni.
Ég tek undir það sem Guðbjörn hefur um málið að segja. Raunar þarf maður bara að vera læs til að skilja Stjórnarskrána. Það er raunar sú krafa sem gera verður til stjórnarskrár, að allir venjulegir læsir menn geti skilið hana.
Þegar Stjórnarskráin talar um "vald", þá merkir það "forræði á ákveðnu sviði" (forræði = ráða fyrir). Það merkir ekki "framkvæmd á ákveðnu sviði". Í minni orðabók stendur: "forræði = vald, það að ráða fyrir einhverju."
Það "að láta framkvæma" merkir að framkvæmdin sjálf er í höndum annars en þess sem valdið hefur. Dæmi: dómari hefur vald til að dæma sakborning til dauða, en dómarinn framkvæmir ekki aftökuna. Böðullinn framkvæmir aftökuna, en hann hefur ekki vald til að dæma sakborning.
Stjórnarskráin: 13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
Er nú ekki hægt að slíta þessari bjöguðu umræðu ? Er ekki ljóst að "forsetinn hefur valdið" og ráðherrann "sér um framkvæmdina" ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.1.2009 kl. 14:28
Atbeini: fulltingi, hjálp, aðstoð. Er skoðun fulltrúa framkvæmda valdsins Ólafs Jóhannessonar. Forseti gerir það ekki einn og sér, þar sem framkvæmir það ekki. Forsetinn setur það og slítur það og kallast það athöfn: Sjá "protocol". Forgangsröðin er: Þjóðin, [Forsetinn] Lögin, Framkvæmdin, Dómurinn, Skattar og glæpir í lágmarki.
Júlíus Björnsson, 27.1.2009 kl. 14:38
Sæll aftur "dsjio". Ræðan þín var nokkuð góð, en hefði samt fengið falleinkun í málflutningsprófi. Heimildartilvísun þín er einungis ein, og sú tilvísun eftir þann stjórnmálamann sem hvað mest lagði sig fram um að eyðileggja hinn eðlilega skilning á stjórnarskránni, líklega til að koma fram pólitískum hefndum sínum gagnvart forsetaembættinu.
Ólafur blessaður var nú ekki sá lagasnillingur sem sumir vilja halda fram. Það gæti verið stór spurning hvor væri umfangsmeira, lög efir hann sem voru klúður fyrir þjóðina, eða lög sem voru til framfara.
Þú ert kannski yfir þig ánægður ein eina af síðustu afurðum hans, sem eru lögin um verðtrygginguna?
Þú hækkaðir nú ekkert í áliti hjá með sem lögfræðingur við þessa síðustu ræðu þína.
Leitaðu að kærleikanum, þá líður þér betur
Takk fyrir ykkar innlegg, Loftur og Júlíus.
Guðbjörn Jónsson, 27.1.2009 kl. 18:38
Loftur: Gerðu það nú fyrir okkur að alhæfa ekki um smekk verkfræðina á lögfræðingum og skoðunum þeirra. Ég efast um þér sem verkfræðingi þætti mikið til koma ef lögfræðingur tæki að sér að hanna hús, eða hvað það nú var sem þú lærðir í skóla fyrir margt löngu.
Dengsi (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 20:56
Hvern hefði grunað að Dengsi væri líka lögfræðingur eins og huldumaðurinn "dsjo" (Davíð S. Jónsson) ? Á meðan enginn verkfræðingur mótmælir fullyrðingu minni tel ég hana rétta.
Annars var staðhæfing mín ekki sett fram að ástæðulausu. "dsjo" fannst við hæfi að senda mér kveðju:
Ég hafði því gilda ástæðu til að segja hvað mér finnst um marga lögfræðinga (ekki alla) og hvað mörgum verkfræðingum (ekki öllum) finnst um lögfræðinga. Menntahroki er alvarlegur sjúkdómur og mér finnst mér bera skylda til að senda þeim tóninn sem virðast illa haldnir af sóttinni. Dengsi, þú ert vonandi ekki skyldur Óla Klemmu ?
Hvað varðar umræðuefnið Stjórnarskrá lýðveldisins, þá hafna ég alfarið þeirri skoðun að túlkun hennar sé einungis á færi lögfræðinga. Ég sé ekki betur en mín túlkun sé langt framar þeirri sem "dsjo" býður upp á og ég hef nú ekki sé neitt merkilegt frá þér heldur. Hvar er þá lögfræðilegi skólalærdómurinn ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.1.2009 kl. 21:30
Loftur: Seint verð ég sekur um að vera lögfræðingur, svo mikið er víst, en ekki sýnist mér skorta menntahrokann hjá þér. Alveg þykir mér líka dæmalaus setningin hjá þér sem byrjar á "Ég sé ekki betur en mín túlkun sé langt framar þeirri sem ....". En þú kemur vart auga á hversu skopleg þessi setning er.
Hvað var það annars sem þú lærðir í verkfræðinni þarna um árið? Verkfræðingar læra margt annað en að hanna hús hefur mér sýnst, þó þú hafir tekið þessa athugasemd mína óstinnt upp.
Dengsi (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 22:36
Ég hef ekki gaman að svona karpi Dengsi. Mér finst hins vegar skemmtun að rökræðum um efnisatriði. Hefur þú nokkra skoðun á Stjórnarskránni, eða eru bara lífvörður "dsjo" ???
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.1.2009 kl. 23:27
Retoric hefðbundin og samtíma er tæki sem koma greindum vel að gangi. Stjórnarskrá eru almennur texti um stjórarathafnir og sköp ásamt grundavallar atriðum sem allir skilja svo eignarrétt og jafnrétti kynja. Verkfræðingar byggja yfirleitt hús á traustum grunni. Síðari tíma lögfræðingar byrja málatilbúnað sinn oftast á grunni sem miðast við innborganir skjólstæðingsins á meðan á málinu stendur.
Ég myndi frekar treysta verkfræðing en lögfræðing til að semja stjórnarskrá sem allur almenningur á að skilja til að geta tekið þátt í lýðræðinu.
Lögfræðin felst í málatilbúnaði sem byggir á lögum sem almenningur semur á hverjum tíma á alþingi. 83.greinar stjórnarskrár eru ofar öllum lögum þær skilgreina verksvið og skyldur Forseta þjóðarinnar: Ábyrgð utan stjórnarathafna. Hinsvegar er ráðherra ábyrgð skilgreind utan stjórnarskrár með lögum sem alþingi setur.
Júlíus Björnsson, 27.1.2009 kl. 23:56
vel að gagni.
Júlíus Björnsson, 27.1.2009 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.