Athyglisvert þegar útvegsmannafélög gefa yfirlýsingu um stuðning við lögbrot.

Vel má vera að ætlun sjávarútvegsráðherra sé góð, en afar alvarlegt þegar æðstu ráðamenn þjóðarinnar virða ekki þau lög sem þeim og öðrum er ætlað að fara eftir.

Þó við lítum framhjá því að viðkomandi ráðherra er ekki í þessu embætti í krafti þingmeirihluta, heldur settur til að halda ráðuneytinu gangandi í fáeina daga, þá er ljóst að hann er ekki með umboð til að taka pólitískar ákvarðanir fram í tímann. Að því leiti er reglugerð hans ólögmæt.

Einnig ber að líta til þess að hin umrædda reglugerð er sett sem breyting á reglugerð nr. 163/1973, og sett samkvæmt 4. gr. laga um hvalveiðar nr. 26/1949 , en síðasta málsgrein 1. gr. þeirra laga hljóðar svo:

Áður en leyfi er veitt, skal ráðherra leita umsagnar Hafrannsóknarstofnunar.

  Í 1. gr. hinnar nýju reglugerðar, segir að hún (greinin) skuli vera 2. ml. 1. gr. og orðast svo:

 2. ml. 1. gr. orðist svo:
Leyfi til veiða á hrefnu árin 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013 skal veita þeim íslensku skipum, sem eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila, sem hafa stundað hrefnuveiðar í atvinnuskyni á árunum 2006-2008 eða félaga sem þeir hafa stofnað um slíka útgerð. Einnig er heimilt að veita leyfi þeim einstaklingum eða lögaðilum sem að mati ráðherra hafa sambærilega reynslu af útgerð á hrefnuveiðum í atvinnuskyni. Eingöngu þeim skipum sem sérútbúin eru til veiða á stórhvölum er heimilt að taka þátt í veiðum á langreyði árin 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013.

Þetta getur ekki passað, því fyrir er í þeirri reglugerð sem breyta á og er nr.  163/1973, 2. ml.1. gr. sem hljóðar svo:

2. ml. 1. gr. orðist svo:
Leyfi til veiða á hrefnu á fiskveiðiárinu 2006/2007 skal aðeins veita þeim íslensku skipum sem hafa tekið þátt í vísindaveiðum Hafrannsóknastofnunarinnar á hrefnu á árunum 2003-2006. Leyfi til veiða á langreyði á fiskveiðiárinu 2006/2007 skal aðeins veita þeim íslensku skipum sem eru sérútbúin til veiða á stórhvölum.

Þá segir í  1. ml. 1. gr. þeirrar reglurgerðar sem breyta á, og er nr. 163/1973 eftirfarandi:

Rétt til þess að stunda hvalveiðar í íslenzkri fiskveiðlandhelgi og til að landa hvalafla, þótt utan landhelgi sé veitt, svo og til að verka slíkan afla, hafa þeir einir, er fengið hafa til þess leyfi sjávarútvegsráðuneytisins. Áður en leyfi er veitt, skal ráðherra leita umsagnar Fiskifélags Íslands og Hafrannsóknastofnunarinnar og ef báðar þessar stofnanir telja að gengið sé of nærri hvalstofninum með nýjum veiðileyfum skal umsókn synjað.    

Hér hefur ráðherra greinilega haft í frammi  afar óvönduð vinnubrögð, algjörlega utan þekkingar á því laga og reglugerðarumhverfi sem hann var í fljótfærni að breyta.            


mbl.is Fagna hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stjórnarskrá Íslands 1947 býður upp Þjóðveldi [þjóðvöld] sem greinist í Forsetavald [þjóratkvæði] og Löggjafarvald. [þjóðaratkvæði].

Frá Forsetaveldinu koma framkvæmdavöldin [velur ráðherra] [sameiginlegar þjóðarframkvæmdir] til skýrgreiningar og aðhalds hjá Löggjafarvaldinu.

Frá Löggjafarvaldinu kemur Dómsvald sem Forsetavald skipar.

Klíkuskapur frá 1947 hefur réttlætt þess einföldun á nýtingu stjórnarskrár út í yztu æsar.

Þögn Þjóðar, Forseta, lagasmiða:alþingismanna.

Hér hefur því alltaf ríkt ráðherra einræði í reynd en vald eins ráðherra er skilgreint með lögum utan stjórnarskrár, samkvæmt stjórnskipunarlögunum: Stjórnarskránni

Leitum ekki langt yfir skammt. Tækifærisinnar kunna ekki að lesa og hafa því ekki farið eftir stjórnarskránni að flestu leyti síðan 1947

Júlíus Björnsson, 29.1.2009 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 165581

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband