3.2.2009 | 17:16
Undrast afstöðu Vilhjálms Birgissonar
Ég get ekki annað en undrast afstöðu Vilhjálms, í ljósi þess hve verkafólki er mikilvægt að ákvarðanir sem teknar eru, séu að fullu löglegar; löglega og rétt að þeim staðið.
Ég er ekki andvígur hvalveiðum, en ég er algjörlega andvígur því að stjórnvöld beiti ólögmætum aðgerðum, til að skapa þeim sem eru að taka við landstjórninni ófyrirséða erfiðleika.
Ekki er nokkur vafi á að Einar Kristinn hafði ekkert umboð til að gefa út þá reglugerð um hvalveiðar, sem hann gerði. Ríkisstjórnin sem hann var hluti af, sat ekki lengur í umboði meirihluta Alþingis og var þar með umboðslaus til pólitískrar ákvarðanatöku.
Ef við viljum vera trúverðug við mótmæli gegn ólögmæltum ákvörðunum og athöfnum, verðum við líka að hafa kjark til að mótmæla ólögmætum ákvörðunum, þó þær lúti að þáttum sem við erum í raun sammála.
Sá sem nýtir sér ólögmæta ákvörðun til framdráttar baráttumáli sínu, verður ævinlega ótrúverðugur, því hann hefur sýnt að heiðarleikinn er honum einskis virði, einungis að hann geti náð sínu fram, sama með hve ólögmætum hætti það er gert.
Var ekki verið að tala um að byggja upp heiðarlegt umhverfi í opinberri stjórnsýslu? Er krafa um að ólögmæt reglugerð verði látin standa óbreytt, leiðin til heiðarlegri stjórnunarhátta?
Ég get ekki tekið undir slíkt, þó ég geti hugsað mér hvalveiðar hér við land.
200 störf slegin út af borðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Heyr! Guðbjörn!
Allir skulu jafnir að [stjórnarskrár] lögum óháð því í hvaða flokk þeir eru. Með lögum skal land byggja og bera virðingu fyrir þjóðræðinu og Alþingi.
þetta mætti líka orða umboðslaus til sameiginlegrar þjóðarákvörðunar.
Ég hef gaman að leika mér að orðum.
Pólí er fjöldi, tík vita allir hvað þýðir.
Júlíus Björnsson, 3.2.2009 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.