6.2.2009 | 14:04
Eru engar áætlanir um hreinsun útblástursins ?
Mér finnst nokkuð undarleg þau viðbrögð sem "Umhverfisstofnun lætur í ljós". Að þeirra sögn getur mengun að þessari stærðargráðu valdið höfuðverk og ógleði hjá fólki með viðkvæmni í öndunarfærum, búi það nálægt virkjuninni.
Ekki láta þeir uppi hvað er "nálægt virkjuninni" að þeirra mati. Eru hin tilgreindu svæði hér í austurhluta höfuðborgarsvæðisins innan þessa "nálægt" svæðis sem þeir tala um.
Þá er haft eftir "stofnuninni", þó ég efist nú um að hún tjái sig mikið í viðtölum, heldur sé þetta haft eftir einhverjum ónafngreindum starfsmanni stofnunarinnar, en þar segir: (áhersluletur er mitt)
að ekki þurfi að óttast bráðaáhrif af þessum styrk en langtímaáhrif brennisteinsvetnis í lágum styrk á heilsu fólks séu ekki vel rannsökuð.
Þessi svör vekja mér nokkra undrun, í ljósi þess að ég veit ekki betur en til standi að auka verulega við framleiðslu raforku hér á svæðinu milli höfuðborgarsvæðis og Hveragerðis, Ölvus svæðisins. Er það virkilega svo að fólk áformi og skipuleggi milljarða fjárfestingu, sem hugsanlega geti gert meira en helming þjóðarinnar að sjúklingum á einhverjum áratugum?
"Stofnunin" lætur þess ekkert getið hvort verið sé að rannsaka langtímaáhrif svona mengunar á heilsufar eða ónæmiskerfi fólks, rétt eins og það sé þvílíkt aukaatriði að slíks þurfi nú ekki að geta. Mikilvægara er að geta þess að verið sé að setja upp fleiri mælingastöðvar, svo starfsfólk stofnunarinnar fái fleiri niðurstöður til að vinna úr; niðurstöður sem skilyrðislaust eiga að vera aftar í forgangsröðinni, fyrir aftan heilsufarsrannsóknir.
Þá er ekki heldur um það getið hvort hægt sé að bregðast við þessari mengun, t. d. með hreinsun á útblæstri virkjunarinnar.
Einnig segir í niðurlagi fréttarinnar:
Einnig er hafin á Umhverfisstofnun vinna við að setja umhverfismörk fyrir brennisteinsvetni en fram til þessa hafa einungis vinnuverndarmörk verið til staðar í íslenskum reglugerðum.
Þetta finnst mér fáranleg forgangsröðun í ljósi þess að í fréttinni kemur fram að Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur sett heilsuverndarviðmið sem sagt er vera 150 µg/m3, líklega sem sólahringsmeðaltal. Við ættum að geta notast við það til að byrja með.
Ég bý í Breiðholtinu og hef, ásamt fleirum, undrast hve mikið að örfínum ljósum salla berst inn í íbúðina. Ef ekki er rykmoppað daglega, verða sólarnir á inniskónum með ljósgráu sallalagi undir, þannig að fari maður af parketinu yfir á dekkra teppi, skilur maður eftir ljósgrá spor.
Ég hef einungis búið hér í tvö ár, en þeir sem búið hafa hér lengur, tala um að þetta hafi byrjað um svipað leiti og virkjunin á Hellisheiðinni fór að starfa.
Brennisteinsvetnismengun við heilsuverndarmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 165590
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.