Er þetta heimska eða frekja ?

Ég velti fyrir mér hvers vegna þjóðin er að mótmæla siðleysi stjórnmálamanna, ef þjóðin ætlar svo að nota það siðleysi sem Einar Kristinn framdi, til þess að koma fram málstað sem mörgum er kær en heimilaður með fullkomlega ólögmætum hætti.

Ljóst er, að áður en Einar Kristinn gaf hina umtöluðu reglugerð út, var forsætisráðherra búinn að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, einmitt ráðuneytið sem Einar Kristinn hafði setið í. Einar hafði því ekki pólitískt umboð til stjórnunarathafna þegar hann gaf reglugerðina um hvalveiðar út. Á þeim tíma sinnti hann einungis daglegri verkstjórn, í  daglegum rekstri ráðuneytisins, samkvæmt beini forseta þar um, og algjörlega á hans ábyrgð, en ekki sem þjóðkjörinn þingmaður með  stuðning meirihluta Alþingis að baki sér.

Ég harma það verulega, að svo mikill fjöldi fólks sé tilbúið að loka augunum fyrir heiðarleika og vandaðri stjórnsýslu, sem raunin virðist vera í þessu máli. Ég tel fullkomlega tilgangslaust að leggja vinnu í endurbætur á stjórnarskrá ef heiðarleika- og réttlætisvitund þjóðarinnar er á þeim mælikvarða sem virðist vera í sambandi við þetta mál. Þá getum við alveg eins haldið áfram með óbreyttar aðstæður, þar sem mál eru barin í gegn með tækifærismennsku, frekju og jafnvel hótunum, eins og heyrst hafa.

Ég tek það fram að ég er fylgjandi því að hvalur verði veiddur hér við land. Ég er hins vegar fullkomlega andvígur því að þeim leyfum verði komið á með svo gróflega óheiðarlegum hætti sem hér hefur verið gert nú. Þess vegna vil ég láta ógilda hina ólögmætu reglugerð Einars Kristins, og ná leyfisveitingu í gegnum eðlilegt ferli umræðu og upplýsingagjafar, þar sem raunverulegar markaðshorfur og veiðiþol koma fram í dagsljósið, svo allir geti séð hinar raunverulegu forsendur og reiknað sér niðurstöður í málinu.

Þannig virkar heiðarlegt lýðræði. Annað er bara öðruvísi útgáfa af því siðleysi sem hér hefur viðgengist.                   


mbl.is Fara í mál verði leyfi til hvalveiða afturkallað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Veiðiþolið er gott og markaðshorfur góðar, ef þú fylgist með fréttum.

Þannig að ákvörðunin var rétt og þjóðarbúinu til hagsbóta.

Hörður Einarsson, 6.2.2009 kl. 22:34

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvernig er með þessar "góðu markaðshorfur" - hefur einhver haft sambant við stórkaupendurna í Japan og spurt útí þetta.  Nei.  Ekki múkk úr þeirri áttinni.

Eg tel víst að Einar K. hafi verið búinn að kynna sér það í þaula áður en hann gaf út kvótann.

SJS á bara að afnema þetta á stundinni. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.2.2009 kl. 22:47

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Hörður!  Getur ákvörðun verið RÉTT, ef sá sem tók hana hafði ekki lögmætar forsendur til að taka ákvörðunina? Ég benti skýrt á það í pistli mínum að Einar hafði ekki lögmæta réttarstöðu til að gefa út reglugerðina, þegar hann gerði það.   Ef þér er sam hvernig komið er fram gagnvart lögum og reglum landsins. Þá hefur hugtakið RÉTT æði sjálfhverfa birtingu þegar það er sett fram áf þér.

Sæll Ómar!  Það er talað um að sala á hvalkjöri sé örugg, en oft reynist nú langt bil á milli óstaðfestra orða og þess raunveruleika sem skilar sölu og þar með tekjum af veiðunum. Ég er tilbúinn að hugsa málið þegar stjórnvöld í Japan viðukenna að fyrirtæki þar í landi hafi gert samning til nokkurra ára, um að kaupa hvalkjöt af okkur.  

Guðbjörn Jónsson, 6.2.2009 kl. 23:49

4 Smámynd: Brattur

Það hefur aldrei komið fram með óyggjandi hætti að Japanir vilji kaupa af okkur hvalkjötið... mér finnst allt í kringum hvalveiðar og ákvörðun Einars Kr. vera á einhverju steinaldarstigi...

Brattur, 6.2.2009 kl. 23:54

5 Smámynd: Björn Jónsson

Ef Einar Kristinn hefur gert þetta í blóra við lög þá sé ég ekki hvað fólk þarf að röfla yfir þessu.

En ef þú ert fróðari en Einar Kristinn um hvað hann mátti eða mátti ekki þá legg ég til að þú fræðir hann og kannski restina af þingmönnum hvað þeir meiga og meiga ekki???

Björn Jónsson, 7.2.2009 kl. 00:18

6 Smámynd: Hörður Einarsson

Eins og æfinlega, eintómir sérfræðingar. Er þessum hvalverndarsinnum ekkert heilagt, eru svo uppteknir af rangfærslum, saka aðra um að hafa rangt fyrir sér, þeir einu vita allt, geta allt, allir aðrit eru asnar og eitthvað annað verra, lítið ykkur nær, greiin, þið eigið bara bágt.

Hörður Einarsson, 7.2.2009 kl. 00:25

7 Smámynd: Hörður Einarsson

Sigurður skammast´ín.

Þetta hefðir þú betur látið ósagt. Eins og þú veist þá er frægt fólk alltaf að láta bera á sér, jafnvel þó að það hafi rangann málstað að verja, bara að komast í fréttirnar.

Hörður Einarsson, 7.2.2009 kl. 01:27

8 identicon

Ég er algjörlega sammála þér í þessum pistli Guðbjörn.

Arngrímur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 01:41

9 Smámynd: Óðinn

Hefur enginn velt því fyrir sér að um "truflunar-reglugerð" er að ræða? Það er verið að rembast við að halda athyglinni á þessu máli, biðjandi um tíma Alþingis og vælt og volað um hvað sem er með sömu rökfærslum og sú fyrri stjórnarandstaða fékk puttann frá Sjálfsagðaflokknum. Hefur engan undrað að Davíð skuli sitja enn og segir ekkert? Þetta lítur út eins og einhver aðferð til að láta núverandi ríkisstjórn líta illa út og máttlausa, sama hversu ógeðsleg trikk og viðbjóðslegt siðferði Sjálfsagðiflokkurinn sýnir mun almúginn kaupa það að þeir stóðu upp sem sigurvegarar og hinir ekki.

-

Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér.

Óðinn, 7.2.2009 kl. 05:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband