7.2.2009 | 16:12
Stjórnarskráin II - Aðdragandi lýðveldisstofnunar
Eins og glöggt kom fram í fyrsta pistlinum (Stjórnarskráin I), er fyrirkomulag valdatröppunar í stjórnarskránni frá 1920 vel skýr og greinileg. Fyrirkomulagið er konungsstjórn (æðsta vald), en hún er þingbundin, eins og segir í 1. grein.
Löggjafarvaldið er hjá konungi (æðsta valdi) og hjá Alþingi. Framkvæmdavaldið er bara hjá konungi, en ráðherrarnir hafa ekkert sjálfstætt vald. Þeir eru greinilega þjónar konungs, til þess að framkvæma vald hans, eins og segir í 9. grein.
Þessi valdatröppun er afar skýr í þeirri stjórnarskrá sem gilti fram til lýðveldisstofnunar. Það eru að vísu gerðar á henni tvær formlegar breytingar árið 1934 og 1942, sem aðallega lúta að fjölgun þingmanna, fyrst úr 40, eins og þeir voru 1920, en var fjölgað í 49 með lögum nr. 22/1934. Síðan er þeim aftur fjölgað í 52 með lögum nr. 78/1942.
Ljóst virðist að umræður um sambandsslit við Danmörku, hafi verið komin til umræðu á Alþingi á árinu 1940, því þann 10. apríl það ár, er samþykkt eftirfarandi þingsályktun:
Með því að ástand það, sem nú hefur skapazt, hefur gert konungi Íslands ókleift að fara með vald það, sem honum er fengið í stjórnarskránni, lýsir Alþingi því yfir, að það felur ráðuneyti Íslands að svo stöddu meðferð þessa valds.
Framangreind ályktun er greinilega samþykkt í ljósi þess að stríðið var þá farið að hamla samskiptum við Danmörku, en landið þurfti eftir sem áður að hafa formlegan aðgang að fulltrúa æðsta valdsins.
Af framhaldinu er einnig ljóst að umræðan um sambandsslitin hefur haldið áfram, því á árinu 1941 er samþykktar þrjár þingsályktunartillögur á Alþingi, varðandi stjórnskiplag og æðsta vald í málefnum ríkisins. Fyrsta þingsályktunartillagan er nr. 547, fjallar um sjálfstæðismálið og hljóðar svo:
Alþingi ályktar að lýsa yfir því:
að það telur Ísland hafa öðlazt rétt til fullra sambandsslita við Danmörku, þar sem Ísland hefur þegar orðið að taka í sínar heldur meðferð allra sinna mála, enda hefur Danmörk ekki getað farið með þau mál, sem hún tók að sér að fara með í umboði Íslands með sambandssamningi Íslands og Danmerkur frá 1918.
að af Íslands hálfu verði ekki um að ræða endurnýjun á sambandssáttmálanum við Danmörku, þótt ekki þyki að svo stöddu tímabært, vegna ríkjandi ástands, að ganga frá formlegum sambandsslitum og endanlegri stjórnskipan ríkisins, enda verði því ekki frestað lengur en til styrjaldarloka.
Þingsályktun nr. 548 fjallar um æðsta vald í málefnum ríkisins, og hljóðar svo:
Alþingi ályktar að kjósa ríkisstjóra til eins árs í senn, sem fari með það vald er ráðuneyti Íslands var falið með ályktun Alþingis frá 10. apríl 1940, um æðsta vald í málefnum ríkisins.
Þetta gerist vorið 1941, að Alþingi samþykkir að kjósa ríkisstjóra sem fari með öll sömu völd og konungi eru ætluð í stjórnarskrá. Sveinn Björnsson var þá kosinn ríkisstjóri.
Þriðja þignsályktunartillagan er nr. 549 og fjallar um stjórnskipulag Íslands, og er á þessa leið:
Alþingi ályktar að lýsa yfir þeim vilja sínum, að lýðveldi verði stofnað á Íslandi jafnskjótt og sambandinu við Danmörku verður formlega slitið.
Af þessu má það ljóst vera að ákvörðun um stofnun lýðveldis var tekin á vordögum 1941, þó sjálf lýðveldisstofnunin færi ekki fram fyrr en 1944. Menn höfðu því þrjú ár til að vinna að fyrstu stjórnarskrá lýðveldisins.
Við kynnust því aðeins nánar í næsta hluta.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Breytt 12.3.2016 kl. 10:39 | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 165772
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Guðbjörn: Meira af þessu þakka þér fyrir, ekki veitir af að kynna stjórnarskránna fyrir fólki, það hefur sýnt sig að ráðherrar sumir hverjir virðast ekki þekkja stjórnarskránna til fulls, eða kjósa að rangtúlka það sem í henni stendur.
Magnús Jónsson, 7.2.2009 kl. 22:24
Þetta er gott mál hjá þér Guðbjörn. Í mínum augum er vald Kóngsins og þjóðarinnar eitt og hið sama. Hér er þjóðveldi og Forsetinn fer með valdið í umboði þjóðarinnar eins og alþingmenn með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar.
Júlíus Björnsson, 8.2.2009 kl. 03:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.