8.2.2009 | 16:21
Stjórnarskrá III Undirbúningur lýðveldisstofnunar
Undir lok ársins 1942, eru samþykkt lög nr. 97/1942, um breytingar á stjórnarskrá konungsríkisins Íslands. Þessi lög eru bara ein grein og fjalla um viðbót við 75. gr. stjórnarskrár. Þessi viðbót var svo hljóðandi:
Þegar Alþingi samþykkir þá breytingu á stjórnskipulagi Íslands, sem greinir í ályktunum þess frá 17. maí 1941, hefur sú samþykkt eins þings gildi sem stjórnskipunarlög, er meiri hluti allra kosningabærra manna í landinu hefur með leynilegri atkvæðagreiðslu samþykkt hana. Þó er óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins.
Þarna er sett í stjórnskipunarlög atriði er lúta beinlínis að breytingum frá konungsríki til lýðveldis, eins og Alþingi hafði ályktað um 17. maí 1941. Til þess að sú ályktun gildi sem stjórnskipunarlög, þurfi að bera hana undir þjóðaratkvæði og tekur hún gildi, er meiri hluti allra kosningabærra manna í landinu hefur með leynilegri atkvæðagreiðslu samþykkt hana.
Aðrir þættir í ofangreindri lagasetningu eru ekki síður mikilvægir. Þar er afar skýrt tekið fram að óheimilt sé að gera nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar...taki í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins.
Mikilvægt er að hafa þessa þætti afar skýra í huga sér, þegar farið verður yfir vinnubrögð Alþingismanna við þær breytingar sem gerðar voru á stjórnarskránni, frá stjórnarskrá konungsríkisins Íslands, til lýðveldisins Íslands.
Eins og þarna kemur fram er með öllu óheimilt að gera aðrar breytingar á stjórnarskránni, vegna breytingar yfir í lýðveldi, en þær er lúta að því að hlutverk æðsta valds konungsríkisins, færist yfir til forseta lýðveldisins, sem æðsta vald ríkisins Ísland.
Nú er það svo, að þrátt fyrir afgerandi bann við breytingum, t. d. á valdahlutföllum í æðstu stjórnun, eru gerðar mjög umfangsmiklar eðlisbreytingar á valdi og valdahlutföllum samhliða breytingum yfir í lýðræði. Í þessum breytingum ganga þingmenn augljóslega gróflega gegn ákvæði stjórnarskrár, með þeirri viðbót sem þeir sjálfir samþykktu við hana árið 1942, og getið er hér að ofan.
Hér verður vikið að fáeinum atriðum þar sem þingmenn á afar augljósan hátt, bókstaflega ræna völdum í ríkinu, langt umfram það sem þeir höfðu, samhliða því að gera nauðsynlegar breytingar varðandi æðsta valið, sem færðist frá konungi, og átti að færast til forseta lýðveldisins. En, varð það svo?
Í 1. gr. stjórnarskrár konungsríkisins Ísland, segir svo:
Stjórnskipulagið er þingbundin konungsstjórn.
Þarna er afar ljóst að þingið hefur yfir sér æðra stjórnstig, sem í þessu tilfelli er konungur. Ætla má að við breytingu yfir í lýðræði hefði ekki þurft að breyta öðru i þessari setningu en að breyta konungsstjórn yfir í forsetastjórn. En 1. gr. stjórnarskrár lýðveldisins hljóðar svo:
Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.
Þarna strax er þingið búið að fella út grundvallarþátt forsetans sem æðsta valds, með því að hans er ekki getið í 1. gr. stjórnarskrár. En 1. gr. laga er ævinlega mikilvægust varðandi grundvallaratriði laganna. Samkvæmt þessari hljóðan 1. gr. stjórnarskrár er forsetinn ekki æðsta stjórnvald landsins, þrátt fyrir að forveri hans, konungurinn, hafi verið það, og algjörlega hafi verið óheimilt, samkvæmt stjórnarskrá, að breyta valdahlutföllum innan ríkisins.
Lítum næst á 2. grein stjórnarskrár konungsríkisins Íslands. Þar segir svo um löggjafarvaldið:
Löggjafarvaldið er hjá konungi og Alþingi, báðum saman,
Í svona upptalningu er mikilvægt að átta sig á því að ævinlega er talið frá æðstu stjórnun og niður eftir valdaþrepunum. Þarna er mjög greinilegt að konungurinn er æðri Alþingi, því hann er talinn upp fyrstur. Vald konungs, yfir Alþingi kemur líka glöggt fram í 22. gr. stjórnarskrár konungsrikisins Íslands, en þar segir svo:
Staðfesting konungs þarf til þess, að nokkur samþykt Alþingis fái lagagildi. Konungur annast birting laga og framkvæmd.
Nú hefur konungur eigi staðfest lagafrumvarp, sem Alþingi hefur samþykt, áður en næsta reglulegt Alþingi kemur saman, og er þá frumvarpið niður fallið.
Þarna er enginn vafi á hvar æðsta valdið er. En lítum svo á hvernig alþingismenn þjóðarinnar komu þessu fyrir í nýrri stjórnarskrá lýðveldisins; þar sem engum valdahlutföllum mátti breyta. Í 2. gr. stjórnarskrá lýðveldisins segir svo:
Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið.
Þarna tóks alþingismönnum að setja sjálfa sig tröppu ofar en forsetann, með því að telja Alþingi fyrst upp á undan forsetanum. Eins og að framan greinir er þetta óheimil og þar með ólögmæt breyting á uppröðun valda, þar sem æðsta vald er talið upp sem númer tvö í valdaröð löggjafarvalds.
Um framkvæmdavaldið segir svo í 2. gr. stjórnarskrá konungsríkisins Íslands, þar sem það er talið upp á eftir löggjafarvaldinu. Þar segir:
framkvæmdavaldið hjá konungi
Eins og þarna má glögglega sjá, er ráðherrum eða öðrum stjórnendum ekki ætlað neitt frumkvæðisvald, þar sem þeirra er ekkert getið í stjórnarskrá.
Hvernig meðhöndluðu svo alþingismenn okkar skilgreiningu framkvæmdavaldsins í hinni nýju stjórnarskrá lýðveldisins. Og enn er minnt á að óheimilt var að breyta neinu öðru en konungdæminu yfir í forsetastýrt lýðveldi. Ákvæði framkvæmdavaldsins hljóðar svo í stjórnarskrá lýðveldisins:
Forsetinn og önnur stjórnvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdavaldið.
Þessi samsuða er afar athyglisverð. Þarna er að vísu forsetinn talinn upp fyrstur, en við hlið hans, án skilgreiningar, eru settir ALLIR stjórnendur lögskipaðra rekstrarþátta þjóðfélagsins, án skilgreiningar á valdatröppun.
Svona óskýr valdsmörk leiða af sér að hinir ýmsu stjórnendur innan ríkisgeirans taka sjálfstæðar ákvarðanir og skáka í skjóli ímyndaðs valds, sem þeir tengja óbeint við framangreind ákvæði stjórnarskrár, sem leiðir af sér umtalsvert stjórnleysi og misvísandi stefnur og framkvæmdir.
Þetta læt ég duga í dag. Framhald síðar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Breytt 12.3.2016 kl. 10:59 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 165584
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Þetta er mjög spennandi Guðbjörn!
Í lönd og Lýðir frá 1954 má hafa eftir Baldri Bjarnasyni blaðsíðu 55:
Mun þetta vera hin almenna skilgreining á lýðveldi með þingbundinni stjórn nú sem fyrr.
Júlíus Björnsson, 9.2.2009 kl. 02:01
Sæll Júlíus! Takk fyrir þessa ábendingu. já, ætli það sé ekki fremur fátítt að æðsta vald, samkvæmt stjórnarskrá, sé túlkað sem valdalaust, vegna þess að alþingismönnum hafi tekist að ræna völdum þess. Það var athyglisvert að lesa glímuna um stjórnarskrána. Er að skrifa þá glímu núna.
Guðbjörn Jónsson, 9.2.2009 kl. 14:05
Skv. Johan Fritzner [ORÐBoG OVER DET GAMLE NORSKE SPROG] 1954 í samræmi við dæmi úr fornhandritum. Er lýður= ljóður=almúgi [Populus, Leute]. Lýður heitir [stefnir á] landsfólk. Talað var um höfðingja og lýð. Hinsvegar er hugtakið þjóð oftast að finna í kirkjulegum ritum og merkir þá alla, svo sem Danir ríktu yfir þremur þjóðlöndum, Noregur var ein þjóð, sem og Tyrkir og blökkumenn.
Í Snorra EDDu Volume II. "Láta fróðir klerkar hverjar bækr, sem þeir finna, snara til til þeirrar þjóðar túngu, sem í því landi talast, sem þá eru þeir, eigi at eins hversu tala skal, heldr ok jamvel [m=fn] hversu hverr [sérhver>rr] stafr hljóðar með löngu hljóðu eða skömmu,..." "... heldur ritar sínum stöfum hver þjóð þjóð sína túngu."
Þýðlyndi og þjóð eru skyld hugtök þar sem aðall íslenskrar tungu fram til 1972? var að hér var ekki stéttskiptur orðaforði og því lítið um misskilning milli stétta [undantekning sumir beittu fyrir sig dönsku].
Þjóðræði felur því í sér höfðingjaræði og lýðræði samkvæmt þeim almenna málskilningi sem hefur lengst ríkt.
Ef eitthvað er, þá er verið að leggja áherslu á það að á Íslandi ríki almenningur með þingbundinni stjórn. [Ekki (ætta eða klíku) höfðingjarnir]. Þjóðarhugtakið var látið víkja fyrir þessari áherslu.
Júlíus Björnsson, 9.2.2009 kl. 15:10
Há sér orð, þú segir lýður við tölum um [h]lýðinn. Hliðstætt er merki lýður þegna. Ætli þetta tengist ekki eitthvað herkvaðningu með lúðrum svo er hægt að gefa mönnum á baukinn sem eru ósparir á orðin eða lúðurinn. Laut af lúta.
Júlíus Björnsson, 9.2.2009 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.