Eru ríkisbankarnir í kauphallarbraski ?

Það vakti athygli mína, þegar ég rúllaði yfir fréttir á viðskiptasíðu mbl.is að þar var fjallað um að skuldabréfaviðskipti væru í sókn. Ég opnaði því fréttina til að lesa meira. Þá sá ég að  ríkisbankarnir þrir voru komnir á fulla ferð í kauphallarbraski.  Ég varð hissa á þessu, þar sem ég hafði ekki orðið var við að eigandi þeirra, ríkissjóður, hefði tekið ákvörðun um að bankarnir tækju þátt í viðskiptum í kauphöllinni. Þetta kom fram í fréttinni.

Heildarviðskipti með hlutabréf námu þremur milljörðum króna, eða um 149 milljónum króna á dag. Þar var Saga Capital með mesta hlutdeild kauphallaraðila með 24,7 prósent. Nýju bankarnir þrír komu þar næst með 15-16,9 prósent hlutdeild.

Á skuldabréfamarkaðinu var Nýji Glitnir hins vegar með mesta hlutdeild kauphallaraðila, eða 22,1 prósent. Straumur Burðarás (21,8 prósent), MP Banki (18,4 prósent) og Nýji Kaupþing banki (15,3 prósent) komu þar næst. 

Það er afar sérstakt að ríkisbankar, sem ekki geta lánað til atvinnustarfsemi, leggi fjármagn í að skrá sig í kauphöllina. Slík skráning hefur verið sögð kostnaðarsöm.

Einnig er fullkomlega óásættanlegt að þessir bankar séu í kauphallarbraski, meðan þeir eru með opinn tékka á ríkissjóð; að ríkissjóður er ábyrgur fyrir öllum þeirra gjörðum.

Þarna er áreiðanlega eitthvað á ferðinni sem ekki á að vera inni í rekstrarmynd ríkisbanka.              


mbl.is Skuldabréfaviðskipti í sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Semsagt: Matadorlýðveldi Hannesar frá Hólmsteini er í blússandi endurreisn!

Lifi nýfrjálshyggjan! (sem ekki má kalla nýfrjálshyggju)

Árni Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 16:49

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Árni!  Já, það kom mér afar einkennilega fyrir sjónir að ríkisbankar væru farnir að stunda hlutabréfa- og skuldabréfaviðskipti í kauphöllinni.

Það kom mér einnig á óvart að Úrvalsvísitalan hafði hækkað um rúmlega 200% yfir helgina

Sú breyting varð nú víst ekki með eðlilegri hækkun, heldur var einfaldlega búin til ný vísitala með hærri gildum.  Líklega hefur þeim leiðst að vera með svona lág talnagildi, miðað við aðrar kauphallarvísitölur. 

Guðbjörn Jónsson, 9.2.2009 kl. 18:11

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hjólin er byrjuð að snúast aftur! Efnahagseiningin Íslands stendur ekki undir verðbréfhöll í ljósi áhættunnar og reglulegu hruni tvisvar á öld.

Júlíus Björnsson, 9.2.2009 kl. 19:08

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Það sem mér finnst merkilegast við þetta er, að RÍKISBANKAR, sem ekki eru enn komnir með sjálfstæðan efnahagsreikning, heldur á opnum tékka ríkisins, skuli vera farnir að stunda áhættuviðskipti í kauphöllinni. Það GETUR BARA EKKI verið löglegt.

Guðbjörn Jónsson, 9.2.2009 kl. 21:51

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér í sögunum áður fyrr keyptu hákarlar upp bréf frá ákveðnum aðila í kauphöllum og skuldaviðurkenningar. Seldu svo öll bréfin í einu og innheimtu skuldirnar.   Hvað höfum við að gera við verðbréfa höll?

Júlíus Björnsson, 9.2.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband