Afar athyglisverð ákvörðun

Maður getur nú ekki annað en staldrað við svona frétt. Um það hefur mikið verið talað að þjóðinni sé mikil þörf á vel menntuðu og vel hugsandi fólki inn á þing.

Þeir sem hafa fylgst með ferli Guðfinnu í áraraðir, eru væntanlega allir sammála um að þar fari kona sem hefur óvenju mikla góða kosti að bera. Hún er vel gáfum gætt, vel menntuð og kann greinilega vel að fara með báða þessa hæfileika. Af orðræðu hennar og framgöngu hefur vel mátt greina verðmæta mannkosti, svo sem hjartahlýju og heiðarleika.

Þegar manneskja með alla þessa hæfileika, vill ekki framlengja tveggja ára dvöl á Alþingi okkar, hlýtur maður stiga niður fæti og spyrja sig hvað valdi slíku.

Ég skora á fólk í landinu að hugleiða þetta. Hvort þarna geti verið til grundvallar eitthvað í innra pólitísku umhverfi (ekki flokkspólitískt) í landinu, sem sagt hefur verið valda þeim atgerfisflótta sem áberanbdi hefur verið í framlínu stjórnmála okkar á undanförnum áratugum.

Ég hef aldrei verið Sjálfstæðismaður, en ég hef þó hrifist af mörgu sem Guðfinna hefur sagt og óska henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.                 


mbl.is Guðfinna ekki í kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband