Hvað veldur skilnings skemmdum Sjálfstæðismanna

Sérkennilegt er að lesa skilning Sjálfstæðismanna á þeim ummælum sem IMF sendi frá sér vegna frumvarps um stjórnun Seðlabankans.  Eitt af höfuðvandamálum þjóðarinnar nú, er að Seðlabankastjórar og -stjórn, hafa hafnað því að segja starfi sínu lausu, þó eftir því hafi verið leitað.

Í núverandi lögum um Seðlabanka eru engin ákvæði er heimili að bankastjórnum eða stjórn sé vikið frá störfum. Löngu er orðið ljóst að fjármálakerfi heimsins ber ekki traust til þeirra manna sem nú stjórna Seðlabankanum. Líklegt má telja að það ástand hafi nú þegar tafið endurskipulag fjármála þjóðarinnar um þrjá mánuði. Þær hörmungar sem þessi gísling á Seðlabanka okkar mun hafa í för með sér, eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið, en við munum þurfa að takast á við þær þegar hægt verður að ná Seðlabankanum aftur undir stjórn manna sem fjármálakerfið treystir.

Í ljósi þessara aðstæðna, telur IMF afar mikilvægt að í nýjum lögum um Seðlabanka, verði skýr ákvæði um það hvernig forsætisráðherra geti vikið bankastjórum og stjórn Seðlabankans frá störfum. Auðsjáanlega ofbýður þeim að menn í þessum stöðum skuli gefa svo gjörsamlega skít í vilja stjórnvalda og þarfir þjóðarinnar, að þeir sitji sem fastast og svelti þannig atvinnu- og viðskiptalíf þjóðarinnar markvisst í átt að gjaldþroti.        

Það fólk sem ekki skilur enn að sú hugmyndafræði sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fylgt undanfarna áratugi, er rótin að því hve illa við fórum út úr lausafjárþurrð heimsfjármálanna, getur varla talist með djúpan skilning á því hvað þarf til að viðhalda sjálfstæðum fjárhag.

Þegar við þetta bætist að framámenn þessa flokks, virðast fyrst og fremst líta á skyldu sína að viðhalda völdum flokksins, en ekki að tryggja, (eða endurreisa eins og nú er), atvinnu- og viðskiptalíf í landinu, er erfitt að skilja hvers vegna þessi flokkur eiginhagsmunasinna, fær svona mikið fylgi hjá þjóðinni.                  


mbl.is Gagnrýna afgreiðslu meirihluta viðskiptanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Hefur engum dottið í hug að íslendingar eru tækifærissinnaðir aular upp til hópa.

Nema ég, ef ég er þá rétt feðraður. : )

Gísli Ingvarsson, 13.2.2009 kl. 23:20

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Guðbjörn: getur ekki verið að um sé að ræða, að AGS hafi verið að tala um breytingar á seðlabankalögum en ekki stjóra sama banka,  mér sýnast frumvarpsdrög Jóhönnu lítið annað en uppkast af tilraun til að reka Davíð, sennilega hefur ASG litið á það þannig líka ef eitthvað er að marka birtingu á hugmyndum þeirra á Íslenskum Lögum um Seðlabanka, það eitt virðist skína í gegn að ASG vilji að seðlabankinn sé sjálfstæður og bankastjórinn sé ráðin til 7 ára, og geti ráðið til sín 2 aðstoðarmenn (bankastjóra), svo ekki er þörf á að breyta neinu í lögum um Seðla banka yfirleit, allur þessi farsi í kringum Seðlabankann snýst um að minka sjálfstæði Seðlabankans, þvert ofaní allt sem men hafa sagt um það mál- þér jafnt og mér hlýtur þessi gerningur að koma spánst fyrir sjónir ef mið er tekið af núverandi Seðlabankalögum, og boðuðum Seðlabankalögum.

Magnús Jónsson, 14.2.2009 kl. 00:37

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Magnús! Ég hygg að flestum sé ljóst að ríkasta þörf þjóðfélags okkar nú, er að fá traust hjá hinu alþjóðlega lánaumhverfi, til fjármögnunar á því efnahagsplani sem þarf að framkvæma, svo atvinnu- og viðskiptalíf landsins geti þrifist, svo sem tekjur okkar leyfa.  Það hefur margoft komið fram að núverandi stjórnendur Seðlabankans njóta ekki þess trausts sem þarf, til að endurbyggja  þjóðfélag okkar.  Það er líka ljóst, að í núgildandi Seðlabankalögum eru engin ákvæði um hvernig víkja eigi seðlabankastjóra frá völdum, vilji hann ekki sjálfur fara, en þjóðhagslega sé slíkt nausynlegt.

Breytingar á banka og fjármálaumhverfi heimsins verður verulegt á þessu ári, sem leiða mun til mikilla breytinga á öllu lagaumhverfi fjármálastofnana, jafnt Seðlabanka sem annarra stofnana. Þess vegna legg ég kannski ekki eins mikið upp úr öðrum þáttum í þeirri breytingu sem nú verður gerð á Seðlabankalögum en þeim að tryggja umskipti stjórnenda, áður en atvinnu- og viðskiptalíf landsins hrynur, vegna skorts á heildarskipulagi.

Ef menn vilja kalla slíka nauðaþörf þjóðarinnar - "að reka Davíð", þá er mér sama um það. Honum var boðið að taka þarfir þjóðarinnar fram yfir eigin metnað, en því miður hafnaði hann því og heldur okkur þar með enn á upphafsreit kreppunnar að nokkru leiti. 

Guðbjörn Jónsson, 14.2.2009 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband