Líkara Gróusögu en frétt

Það er athyglisvert við þessa "frétt" að í henni er engar fréttnæmar upplýsingar; einungis óstaðfest Gróusaga. Henni virðist einungis vera ætlað að valda æsing og óhróðursskrifum, grunnt hugsandi fólks sem hefur látið æsa sig upp, án þess að hafa raunverulega sýn á hvers vegna það æsir sig.

Ef Mbl. hefði viljað gera þetta að frétt, til umhugsunar fyrir fólk, hefðu þeir átt að hafa með fréttinni dagsetningu kaupanna, þegar Gaumur keypti Haga. Það sem ræður því, hvort hægt væri að rifta slíkum samning, er tímalengdin sem liðin er frá þinglýsingu slíks samnings.

Það væri í sjálfu sér engin nýlunda hér á landi, þó í ljós kæmi að eigulegustu verðmæti Baugs hefðu verið færð til eignar í öðrum félögum, í því augnamiði að forða þeim frá gjaldþroti. Við höfum mikinn fjölda slíkra tilfella á undanförnum áratugum og í raun engin leið að ásaka Jón Ásgeir sérstaklega, þó hann fari hina vel troðnu slóð annar fyrirtækjaeigenda á Íslandi, sem lent hafa í erfiðleikum.

Ég hef raunar engar sérstakar taugar til smærri fjármálafyrirtækja, því skoðanir á efnahagsreikningum þeirra sýnir að þau kunnu sjálf ágætlega að "leika" eftir þeim reglum sem í gildi voru, og bjuggu sér sjálf til innihaldslausa stækkun á eiginfjárstöðu sinnar, sem þeir svo tóku lán útá, vitandi að litlar líkur væru á að þeir gætu greitt lántökurnar til baka.

Mikið af þessum lánum er nú fast í hálfkláruðum fasteignum, um allt land, þó einkanlega hér á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi; fasteignir sem ekki er nein þörf fyrir næstu áratugina. Þó þessir aðilar tapi einhverjum milljónum á lánum til Baugs, er það einungis brot af því fjármagni sem sjálfkrafa situr fast (dautt) í þjóðfélaginu, vegna rangra ákvarðana lánastofnanana sjálfra, við útlán á peningum sem þeir fengu sjálfir á skammtímalánum í útlöndum, en voru fest í langtímalánum hér innanlands.

Það væri þarfara verk hjá Mbl. að gera úttekt á þessum málum og birta hana, en að setja í loftið svona Gróusögu, sem ekki byggir á neinum undirstöðum.          


mbl.is Sölu Haga hugsanlega rift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Neðst í fréttinni stendur: Nánar í Morgunblaðinu. Í ljósi þess að þú virðist ekki hafa skilið þessi orð bendi ég þér á að þau þýða að þessi frétt er lengri og ítarlegri í Morgunblaðinu þar sem meðal anars kemur fram að réttarstaða vegna hugsanlegrar riftunar er óljós, rætt er við órólega kröfuhafa og svo má telja. Það er góður siður að hugsa áður en maður skrifar. Prófaðu það næst.

Hversemer (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 16:02

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Hversemer!   Fréttin á Mbl er jafn vitlaus þó hún sé betur sett fram annars staðar.

Guðbjörn Jónsson, 14.2.2009 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband